miðvikudagur, desember 20, 2006

Home sweet home

Jæja! Þá er það bara Íslandið góða á morgun :)

Langur dagur fyrir höndum, þar sem ég verð á ferðinni í einhverjar sextán klukkustundir áður en lent verður í hvirfilvindunum og flóðunum á Íslandi. Aldeilis brjálaða veðrið þar.....jimundur minn!

Hmmm....ætti kannski að tilkynna það að ég finn ekki íslenska símakortið mitt, svo að Sviss númerið verður í notkun allavega fyrsta daginn minn á landinu. Ég reyni svo að kippa þessu í liðinn ASAP og reikna með gæjarnir hjá Vodafone verði búnir að redda þessu fyrir mig vonandi sem fyrst...

Sjáumst þá bara á röltinu í Reykjavíkinni!

mánudagur, desember 18, 2006

Það var haldinn class-meeting í dag eftir skóla. Komst að því að ég er ekki ein um að vera að mynda magasár hér í geðveikinni. Langt frá því sko. Rosa leið mér nú vel að hafa mætt á þennan fund. Þótt hann bæti ástandið ekki þá er samt alltaf betra að kveljast í hóp er það ekki :)

Svo barst talið að accounting tímunum og þessum ógeðslega vanhæfa aðstoðakennara sem hefur verið að láta ljós sitt skína þar undanfarið. Allir óánægðir. Meira að segja lið með bakgrunn í þessum efnum er að ströggla! Komst að því þar að við erum að covera efni á einni önn sem er coverað á þremur árum í bacherlor náminu!! Setur hlutina nú aðeins í samhengi fyrir mig....

Fundinum var svo lokið með þeim orðum að ef þessi önn væri að kæfa okkur, þá þyrftum við nú að fara að undirbúa okkur andlega undir þá næstu....því að þá yrði sko keyrslan sett í gang!
Partur af masternámi fælist í því að vera undir stanslausri pressu og álagi og að við þyrftum bara að reyna að halda þetta út í tvö ár.

Þeim fannst nú reyndar ekkert alltof sniðugt að pressan væri það mikið að námsbækurnar sætu gjörsamlega á hakanum hjá öllum...but hey! thats life!

Það er semsagt berlega á hreinu að þessi jólin verður ekkert slakað á á mínum bæ. Þessar tvær vikur verða algjörlega fullbókaðar bara undir lestur. Og þá erum við að tala um frumlestur á efni sem hingað til hefur verið algjörlega ógerlegt að ná að gera í bland við allt annað.

.....Tvær vikur er svo langt frá því að vera nóg.....

úff...gleðileg jól? Held ekki.

fimmtudagur, desember 14, 2006



Aldrei á minni ævi hef ég verið undir jafn miklu álagi.
Þetta hlýtur að vera eitthvað djók.

Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa hakað við "superhuman" reitinn þegar ég sótti hér um.

sunnudagur, desember 10, 2006

Afmæli í gær...







....og glampandi sól í dag!

föstudagur, desember 08, 2006

Það virðist bara ekki ætla að hætta að rigna. Búin að vera dembandi rigning núna í fjóra daga og von mín um að sjá jólasnjó hér áður en ég fer heim fer minnkandi. Þetta er samt ekki svo slæm rigning. Voðalega útlensk. Ég kýs útlensku rigninguna fram yfir þá íslensku any day. Hér er hún nefliega lóðrétt. Það er víst þannig sem rigning á að vera... Maður skellir bara upp regnhlífinni og þá er maður í góðum málum. Rigning og blankalogn. Svolleiðis á þetta að vera.
Þyrfti að reyna að rétta þessa íslensku rigningu við og hífa hana upp úr lárétta gírnum...þá væri hún kannski ekki svo slæm.

sunnudagur, desember 03, 2006





Augljóst merki þess að jólin nálgast óðum...þegar heimabakaðar jólasmákökur berast manni frá útlenskum mæðrum útlenskra vina.

Meira en lítið huggulegt :)

Átján dagar í heimför í dag!

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Það er til fólk sem hefur þetta að atvinnu

Það er sorglegt að segja það.....en ég hef bara ekki heilann í hagfræði.
Virðist með engu móti geta hugsað á hagfræðilegum nótum.

Svo stendur mér líka bara svo ótrúlega mikið á sama um indifference curves, duopoly, budget lines, isoquanta, marginal cost, sunk cost, price elasticity of demand og partial equilibrium analysis...

Það er bara nákvæmlega eeeekkert við þetta sem vekur hinn minnsta vott af áhuga hjá mér.
Sem í sjálfu sér er alveg hræðilega slæmt mál...

Nú reynir á sálfræði snilli mína. Þarf með einhverju móti að blekkja sjálfa mig og reyna að framkalla falska áhugahvöt svo að ég eigi séns í að meika þetta annars afskaplega sorglega fag....

Öll góð ráð eru vel þegin á þessari stundu.

sunnudagur, nóvember 26, 2006




Afskaplega þykir mér nú vænt um rás 2 á netinu...
og þá sérstaklega litla Rokklandið mitt þar, með viðkunnalegri röddu Óla Palla í aðalhlutverki.

Voða gott að geta sest niður stöku sinnum og látið ljúfa íslenskuna leika um eyru sín...

Held það veiti nú ekki af því hreinlega, því ég er farin að taka upp á þeim ósið að hugsa og dreyma á ensku.

Finnst það hálf skuggaleg þróun eftir svo stuttan tíma í útlandinu.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Appenzell







Aldeilis fór ég nú að skoða merkilegan bæ um helgina. Apenzell.

Ég fór með Barbó til St. Gallen á föstudaginn, þaðan sem hún kemur, og gistum við í húsi foreldra hennar í tvær nætur.
Keyrðum svo heim á Sunnudaginn, með stoppi í Appenzell og svo í Zurich, þar sem bróðir hennar býr.

Appenzell er pínulítill bær í Norð-Austur Sviss, þar sem búa eitthvað um 5000 manns held ég. Svakalega krúttulegur bær sem er hvað frægastur fyrir sérstöku Appenzell ostana sína.
Nema hvað... þetta er alveg svakalega íhaldsamur bær og eiga íbúar bæjarins það til að klæða sig upp í traditional þjóðbúninga og jóðla í ölpunum.

Þegar þarf að kjósa um einhver málefni í Appenzell, þá er það almenningur sem fær öllu um það ráðið og koma íbúar saman á torgi bæjarins og þá er kosið með því að rétta upp höndina!

Konur í Appenzell höfðu ekki kosningarrétt fyrr en árið 1991. Nítjánhundruðníutíuogeitt! þegar Sviss skikkaði Appenzell til þess að breyta lögum sínum og leyfa konum að kjósa...annars hefði það líkast til aldrei átt sér stað.

Alveg hreint magnað.

Frétti um daginn að Vigdís Finnbogadóttir hefði komið hingað til Lugano í fyrra og haldið þar fyrirlestur í háskólanum. Spurning um að senda hana kannski til Appenzell næst...

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Fondue kvöldið mikla!







Mætti halda að Ives, kærastinn hennar Regínu, hefði ekki mikla trú á okkur stöllum í matargerðarmálum, því hann á það til að skella á sig svuntunni og elda eitthvað ekta svissneskt gúmmelaði handa okkur þegar hann lætur sjá sig.

Info

Jæja Matthildur Vala...sökum mikils hamagangs og almenns æsings af þinni hálfu, kemur hér bloggfærsla sérstaklega tileinkuð þér :)

Sissúin býr í :

Via Zurigo 1
6900 Lugao
Sviss

Sími:

0041 774306007

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Sunday ritual

Þessi er alltaf á sínum stað á sunnudögum.
Hann er hress.



Þessi líka. Sunnudögum, mánudögum, þriðjudögum....
Hann er ekki hress.



Sunnudagar hér í lugano eru rólegir dagar. Ég kann vel við sunnudaga. Á sunnudögum fer ég í sunnudagsgönguna mína. Þá tek ég smá rölt um bæinn og skoða mig um. Labba meðfram vatninu og niður að Paradiso, sest niður á einhvern af þeim fjölmörgu bekkjum sem verða á vegi manns á þessari leið og fylgist með mannlífinu með poddarann í eyrunum. Sufjan Stevens varð fyrir valinu í dag, enda með eindæmum skemmtileg tónlist þar á ferð.

Kem svo við í örugglega einu sjoppunni sem er opin á þessum degi, á heimleiðinni, og kaupi mér National Enquirer. Bara svona til að loka vikunni með góðum slúðurskammti. Er alveg ónýt ef það klikkar. Angelina er einmitt að fá emotional breakdown í India núna og Britney grenntist um þrettán kíló á einum mánuði! (hún ætti nú að reyna það á þessu nýja súkkulaði diet sem ég er á. Það væri challenge!)
Ég meina hver getur klárað daginn án þess að fá slíkar lífsnauðsynlegar upplýsingar í æð, mér er spurn?

Það virðist vera sem svo að margir séu í sama gír og ég á sunnudögum því að þótt að allt sé lokað og það sé mjög rólegt yfir öllu þá er samt þónokkur mannfjöldi á göngu í miðbænum. Í dag fannst mér þessi leiðangur minn einstaklega hressandi, því að loftið hér er farið að fá smá íslandsfíling. Hitinn farinn að lækka örlítið og veðrið orðin svona heldur ferskara, eins og ég kýs að kalla það, þótt aðrir vilji nota önnur, og síður fögur orð um kólnandi veðurfar. Ahhhh gott að koma frá Íslandi. Ég þoli allt! Ég bíð samt efti því að það kólni enn frekar því að fátt er meira frískandi en sól, logn og frost....

Ég er búin að komast að því að það er til heimilislaust fólk í hinni fullkomnu Lugano. Hélt í alvöru að svo væri bara ekki, í fyrstu. En þau eiga sitt litla hang-out í almenningsgarðinum hér, sem er partur af sunnudagsleiðinni minni. Þar eru þau alltaf, alla sunnudaga, sama liðið á sama blettinum. Svo þau eru fundin. Hjúkket. Mér var eiginlega farið að finnast þetta afbrigðilega klín allt saman, þannig að það liggur við að mér létti við að vita af litlu rónunum á sínum stað. Gerir staðinn, á einhvern brenglaðan hátt, mannlegri... I guess.

Þessa litlu sunnudagshefð mína þykir mér best að framkvæma um eftirmiðdaginn, því það er sá tími sem flestir eru á kreiki, en ég hef ákveðið að reyna að halda mig fjarri vatninu þegar tekur að dimma. Því þá tekur tími leðurblakanna við.

Fyrstu dagana mína hér í Lugano, þegar ég bjó enn á hóteli, var stundum sest út á svalir á kvöldin og í myrkrinu kom alltaf eitthvað undarlegt dýr sveimandi á leiftur hraða inn og út af svölunum, blakandi vængjunum í andlitið á manni. Kvöld eftir kvöld reyndi ég að greina hvaða viðbjóður væri þarna á ferð en þessi kvikindi voru svo snögg að ég gat ekki gert upp við mig hvort þarna væri um að ræða einhverja ógeðs útlandaflugu eða lítinn ógeðs útlandafugl. Skipti litlu máli hvað þetta var, þessar skepnur voru mér ekki að skapi.
Lærði svo um daginn að þarna var víst um fljúgandi viðbjóðs rottur að ræða. Hef síðan þá gefið þessum leðurblökufjöndum gaum á kvöldin þar sem þær sveima um í hópum og skrækja.
Þeim finnst víst líka töff að gefa fólki hundaæði.
Ekki mér. Aldeilis ekki minn tebolli.

mánudagur, október 30, 2006

JIMINN EINI!

Get harla lýst ánægju minni á þessari stundu!

Sit hér fyrir framan fallega sjónvarpið mitt og sé að Grey´s anatomy er rétt um það bil að fara að hefjast á svissnesku sjónvarpsstöðinni SFzwei. Neinei ekki nóg með heldur fylgja þar á eftir Desperate Houswifes, Lost, House og Friends! Allir fallegu þættirnir mínir á einu bretti.

Ég fyllist söknuði því þetta er allt saman á þýsku! Sakna íslenska sjónvarpsins og HATA hreinlega að hlusta á þessa vini mína, sem ég þekki ó svo vel, haga sér bara allt í einu eins og ókunnugt fólk sem talar þýsku. Svo tala þau sko ítölsku og frönsku líka. Sérstaklega læknarnir í bráðavaktinni. Þeir kunna sko öll þessi mál, fer bara eftir því hvar maður hittir á þá.

Nema hvað..ég sit hér í makindum mínum að lesa, með Susan í despó eitthvað að væla á þýsku í bakgrunninum þegar ég rek mig í fjarstýringuna og skyndilega fer hún að tala við mig á ENSKU! já á ensku segi ég! Ég get svo svarið það!

Ég hef uppgötvað töfratakka á fjarstýringunni minni sem merktur er MTS og lætur fólk tala ensku! VEIIIII!

Sjaldan hefur jafn smávægilegur hlutur glatt mig jafn mikið :)
Reyndar virkar þetta bara á sumum stöðvum og yfirleitt eru þeir að sýna þætti sem búið er að sýna heima og ég hef nú þegar séð....but still!

Vei, vei, vei! Held barasta að ég afþakki allar jólagjafir í ár. Ég mun alveg lifa á þessu langt inn í næsta ár :)

laugardagur, október 28, 2006

Brandari dagsins:

Five Germans in an Audi Quattro arrive at the Italian border. An Italian police officer stops them and says:

"Itsa illegala to putta five-a people in a Quattro!"

"Vot do you mean, it's illegal?" the German driver asks.

"Quattro means four!" the policeman answers.

"Quattro iz just ze name of ze fokken automobile" the German shouts ..."Look at ze dam paperz: Ze car is dezigned to carry 5 people!"

"You canta pulla thata one on me!" says the Italian policeman. "Quattro meansa four. You havea five-a people ina your car and you are therefore breaking the law!"

The German driver gets mad and shouts
"You ideeiot! Call ze zupervizor over! Schnell! I vant to spik to zumvun viz more intelligence!!!"

"Sorry" the Italian says, "He canta comea . He'sa buzy with a two guys in a Fiat Uno."

fimmtudagur, október 26, 2006

Allt á uppleið þessa dagana!



Þá er ég búin að fá út úr prófunum tveimur og ég náði! Sjúkket sko..veit ekki alveg hvort ég hefði verið nógu stabíl til að höndla eitthvað annað :)

Svo var annar tíminn í Organization í dag og gekk líka bara svona ljómandi vel! Gæinn sem kennir þetta er afar hlynntur aðferðinni "learning by doing" og þolir eiginlega ekki að þurfa að vera sjálfur að tala í tímum. Við fengum að finna fyrir því strax í dag.

Bekknum var skipt upp í átta hópa og átti hver hópur að gefa "fyrirtækinu" sínu nafn og síðan að úthluta öllum meðlimum hópsins ákveðna stöðu, einn var CEO, annar sá um quality management, þriðji um marketing o.s.frv. Við skýrðum fyrirtækið okkar X-Avers...töffarar, i know!
Anywhos, öllum hópunum var útvegað material sem samanstóð af 30 plaströrum, einni teip rúllu, skærum, einu pappablaði og smá spotta af snæri. Með þessu efni áttum við svo að hanna eitthvað "tæki" sem kæmi í veg fyrir það egg brotnaði, væri það látið falla úr ca. tveggja metra hæð.

Þetta var nú aldeilis hressandi get ég sagt ykkur. Fyrst byrjaði brainstorming, svo var farið í það að framkvæma hugmyndirnar og átti síðan hver hópur að útbúa powepoint show og kynna nýju vöruna sína og að lokum var svo farið út í góða veðrið og varan testuð. Auðvitað þurfti þetta að virka. Alveg off ef að eggið svo brotnaði í tækinu!

Hvað haldiði? Auðvitað mössuðum við þetta svo rækilega að við unnum hin rassgötin :) Þóttum bera af í vöruhönnun, notagildi og bara almennum glæsileika...enda ekki við neinu öðru að búast :)

Verðlaunin voru svo fjörtíu frankar, þar sem allir hóparnir höfðu verið skikkaðir til að leggja fram fimm franka í byrjun verkefnis...og eins og maðurinn sagði winners take all!!

Hehe, þannig að ég fór pínulítið ríkari heim í dag...og að sjálfsögðu oggulítið glaðari í kjölfarið :)

Skemmtileg tilbreyting að hoppa úr sálfræðinámi sem hefur nú löngum verið talið svona heldur í þurrari kanntinum og svo út í svona flipp. Held bara að þetta verði hin fullkomna blanda hjá mér þegar yfir líkur.

þriðjudagur, október 24, 2006




Guð minn góður! Held barasta að ég hafi aldrei á ævinni þjáðst af annarri eins heimþrá...kemur soldið aftan að mér satt best að segja....sjitturinn titturinn hvað þetta tekur á! Úff...

Ohhhh....Ísland! Aldrei aftur skal ég hallmæla þér, á nokkurn hátt. Þótt Paris Hilton yrði forseti og friður 2000 forsætiráðherra! Þótt að við færum í stríð við Færeyjar og mundum éta allar hrefnur þessarar jarðar. Þótt við mundum flytja flugvöllinn til Borgarfjarðar-Eystri og fá
Skítamóral til að semja nýjan þjóðsöng! Þá yrði Ísland samt best í heimi!
Ég er að hugsa um að mála herbergið mitt hérna í fánalitunum, raka svo af mér hárið og fá skaldarmerkið tattúerað á hausinn, hvað finnst ykkur um það?

mánudagur, október 16, 2006

Balance shit!

Ææææææ hvað það er nú bara hressandi að fá svona bókfærslugusu í andlitið eftir ca. sex ára hlé frá þeim fjanda!

Var að byrja á undirbúningsnámskeiði í hagfræði og bókfærslu í dag og verð nú bara að viðurkenna að það var bara nokkuð refreshing að rifja upp þessa gömlu verzló takta, eftir fjögur ár af heví dútí sálfræði sulli...

Ítalskir kennarar í báðum fögum, sem kenna á ensku... með misjöfnum árangri.
Það tók mig tildæmis soldinn tíma að átta mig á því hvaða "balance shit" þetta væri sem hann Guiseppe bókfærslukennarinn minn var stanslaust að minnast á. Hélt kannski að þetta væri ítalski mátinn til að vera svalur...eins og þegar við segjum "dæmið" eða "draslið" eða "dótið" um hluti....eða þá að þetta væri bara mega pirraður gaur sem væri greinilega ekki að fíla þetta balance shit...þangað til hann tók upp tússinn og skrifaði á töfluna stórum skírum stöfum: BALANCE SHEET!....aha! lightbulb moment fyrir mína :)

Jesss sör! Tvö próf á fimmtó og tvö á föstó og þá er ég góð....allavega svona mestmegnis, þangað til skólinn byrjar í næstu viku :)

miðvikudagur, október 11, 2006

miðvikudagur, október 04, 2006

Hehemm





Ok Ég átti smá off-dag í gær en í dag er ég cool as ice :)

þriðjudagur, október 03, 2006

Erum við að grínast hérna eða....!!!!

Ok. Núna er berlega að koma í ljós að kúltúrsjokkið er aðeins farið að segja til sín. Alltaf þegar ég fer svona út, þá bíð ég alltaf eftir því og veit fullkomlega að það er von á því en þegar það svo bankar upp á þá virðist ég alltaf vera jafn óundirbúin. Þetta gerðist þegar ég bjó í Austurríki (þó maður sé alltaf fljótur að gleyma) og þetta gerðist, held ég, í Danmörku (en þó í mun minna magni) og núna er þetta að eiga sér í stað hér í Lugano. Þótt að þetta lagist nú svo alltaf með tímanum þá er þetta samt eitthvað sem maður þarf að lifa við og reyna að aðlagast fyrstu vikurnar/mánuðina í ókunnugu landi.

Dagur númer tvö í Ítölskunámskeiði í dag og ég sit þarna báða dagana og langar bara til að grenja! Grenja, snýta mér og grenja svo ef til vill aðeins meira. Ég er með mögulega versta kennara veraldar og ég skil ekkert! EEEEEKKERT sem er í gangi þarna!
Ef þessi maður væri að kenna útlendingum íslensku þá færi kennslan hans fram á þennan hátt: Góðan daginn gott fólk og velkomin! Ég heiti Wolfgang og ég er með krullur! Hvað segiði gott? Hvað heitir þú? Beygðu nú fyrir mig orðið kýr. Flott. Jæja! Í dag ætlum við að tala um fornöfn, beygingar og kyn og svo munum við að öllum líkindum renna í snöggheitum yfir sögu lands og þjóðar og spyrja ykkur síðan spjörunum úr......
Maðurinn kennir á ítölsku!! Halló!! Er ég sú eina í þessum bekk sem hélt virkilega að byrjendanámskeið þýddi að manni yrði kenndur grunnurinn áður en samræður og kennsla færu fram á því tungumáli sem verið væri að kenna?!!! Hvernig geturu kennt byrjendum ítölsku Á ÍTÖLSKU?! Mundi ég virkilega segja við hann: "Góðan daginn Wolfang! Hvað syngur? Alltaf í boltanum og sona?" og ekki bara ætlast til þess að hann skildi mig heldur líka að hann svaraði mér....á ÍSLENSKU?! Ööööö Nei! Held ekki.

Meeeeeeeen...alveg að ganga fram af mér dauðri hérna! Ég er alvarlega að spá í að hætta á þessu námskeiði. Hugsa að ég gefi þessu sjéns út vikuna og ef ég er alveg jafn mikið út á þekju eftir þann tíma, þá er ég ekki alveg að sjá pointið í því að eyða tíma í þetta rugl, þegar ég gæti verið að læra undir þessi markaðsfræði og almannatengslapróf sem ég þarf að taka eftir tvær vikur.....og ná!

Vantar ansi lítið uppá að ég gefi bara skít í þetta tungumál og fari síðan fram á það að allir íbúar þessarar borgar muni skilja mig þegar ég tala við þau á ensku....yeah right!

Ég bið ykkur um að sameinst nú öll í bæn og biðja fyrir því að kennslan í actual náminu, sem á að fara fram á ensku, skari fram úr þessum fyrstu kynnum mínum af kennslu við þennan annars örugglega prýðilega skóla!

Ein með menningarsjokk og pínu dash af heimþrá (þar sem allt er svo skiljanlegt og yndislega auðvelt viðureignar :)

sunnudagur, október 01, 2006

Dolce vita

Hitti eina Ameríska hnátu í kveld sem er að fara í sama skóla og ég. Hún er frá Wisconsin blessunin og heitir Ingrid. Voða svona skandinavískt, enda á hún ættir að rekja til Noregs og er anti-Bush. Okkur á eftir að semja ágætlega held ég....og vona. Við ætlum eitthvað að kíkja á húsnæðismál á morgun og reyna jafnvel að leigja íbúð saman með einhverjum þriðja aðila. Agalega spennó.

Annars er bara allt við sama. Mikill hiti og mikill sviti. Pizza í hádeginu og lasagna á kvöldin. Ljúfa lífið í hámarki og ítölskunámskeið að hefjast í fyrramálið!

Ég er búin að taka fullt af myndum en virðist bara með engu mótið geta límt þær inn á þetta blogg. Gerir mig doldið pirró, en ég er að reyna að komast yfir það....spurning um að skipta um síðu? Ekki viss um að það gangi eitthvað betur annarsstaðar.

föstudagur, september 22, 2006

Alltaf gaman af svona pælingum

1) New York City hefur 11 bókstafi
2) Afghanistan hefur 11 bókstafi
3) Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði eyðileggingu tvíburaturnanna árið 1993) hefur 11 bókstafi.
4) Gerorge W Bush hefur 11 bókstafi
5) New York er 11. ríkið í BNA
6) Flug 11 var með 92 farþega (9+2=11)
7) Flug 77, sem einnig flaug á Twin Towers, var með 65 farþega (6+5=11)
8) Atburðirnir áttu sér stað 11. september eða 9/11 (9+1+1=11)
9) Samanlagður fjöldi fórnarlamba í þessum flugum var 254 (2+5+4=11)
10) 11. september er 254. dagur í árinu (2+5+4=11)
11) Sprengingarnar í Madrid áttu sér stað þann 3.11.2004 (3+1+1+2+0+0+4=11)
12) Atburðirnir í Madrid gerðust 911 dögum eftir Twin Towers árásinni

Tilviljun?

13) Þekktasta merki BNA, á eftir "stars and stripes" er örninn.

Eftirfarandi vers er tekið úr heilögustu bók Islam, Kóraninum:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle. The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and while some of the people trembled in despair still more rejoiced: For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er nú bara svona keðjubréf sem ég fékk sent, en doldið athylisvert engu að síður.

þriðjudagur, september 19, 2006

Heimilislaus flækingur!


Það lítur allt út fyrir að ég muni þurfa að líma tjaldið við bakið á mér áður en ég yfirgef landið.
Sex dagar í brottför og ég er ekki einusinni nálægt því að finna húsnæði!
Verð heppin ef ég get fundið sætan gám sem ég get innréttað huggulega. Nú eða ef ég dett niður á svona rúmgóðan pappakassa. Verður kannski soldið challenge að útbúa lestraraðstöðu í honum, þykkar bækur og svona, þið vitið, en hver veit nema ég fái að hanga á bókasafninu yfir daginn.
Já, svei mér þá ef það eru ekki bara glæstir tímar sem bíða manns!

Ætli Svisslendingar séu góðir við róna og flækinga? Gefi þeim súkkulaði og svona. Vona það. Best að fara að setja sig í stellingar. It´s a dog eat dog world.

laugardagur, september 16, 2006

Campus





Count-down

Tíu dagar í brottför!!
WAAA! Magasárið aðeins farið að gera vart við sig, en kannski ekkert til að hafa áhyggur af ennþá.