föstudagur, september 22, 2006

Alltaf gaman af svona pælingum

1) New York City hefur 11 bókstafi
2) Afghanistan hefur 11 bókstafi
3) Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði eyðileggingu tvíburaturnanna árið 1993) hefur 11 bókstafi.
4) Gerorge W Bush hefur 11 bókstafi
5) New York er 11. ríkið í BNA
6) Flug 11 var með 92 farþega (9+2=11)
7) Flug 77, sem einnig flaug á Twin Towers, var með 65 farþega (6+5=11)
8) Atburðirnir áttu sér stað 11. september eða 9/11 (9+1+1=11)
9) Samanlagður fjöldi fórnarlamba í þessum flugum var 254 (2+5+4=11)
10) 11. september er 254. dagur í árinu (2+5+4=11)
11) Sprengingarnar í Madrid áttu sér stað þann 3.11.2004 (3+1+1+2+0+0+4=11)
12) Atburðirnir í Madrid gerðust 911 dögum eftir Twin Towers árásinni

Tilviljun?

13) Þekktasta merki BNA, á eftir "stars and stripes" er örninn.

Eftirfarandi vers er tekið úr heilögustu bók Islam, Kóraninum:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle. The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and while some of the people trembled in despair still more rejoiced: For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."

Þetta er nú bara svona keðjubréf sem ég fékk sent, en doldið athylisvert engu að síður.

þriðjudagur, september 19, 2006

Heimilislaus flækingur!


Það lítur allt út fyrir að ég muni þurfa að líma tjaldið við bakið á mér áður en ég yfirgef landið.
Sex dagar í brottför og ég er ekki einusinni nálægt því að finna húsnæði!
Verð heppin ef ég get fundið sætan gám sem ég get innréttað huggulega. Nú eða ef ég dett niður á svona rúmgóðan pappakassa. Verður kannski soldið challenge að útbúa lestraraðstöðu í honum, þykkar bækur og svona, þið vitið, en hver veit nema ég fái að hanga á bókasafninu yfir daginn.
Já, svei mér þá ef það eru ekki bara glæstir tímar sem bíða manns!

Ætli Svisslendingar séu góðir við róna og flækinga? Gefi þeim súkkulaði og svona. Vona það. Best að fara að setja sig í stellingar. It´s a dog eat dog world.

laugardagur, september 16, 2006

Campus





Count-down

Tíu dagar í brottför!!
WAAA! Magasárið aðeins farið að gera vart við sig, en kannski ekkert til að hafa áhyggur af ennþá.