Sjitt, bara þrjár vikur eftir af skólanum áður en upplestarfríið dembist yfir mann. Próftaflan mín þessa önnina lýtur svona út:
3. júlí: Corporate identity and image
4. júlí: Integrated marketing communication
9. júlí: Consumer behavior
9. júlí: Issues and Crisis management
Jújú, þeir státa sig af því að skella tveimur prófum á mann sama dag hér í Sviss. Ljómandi!
13. júlí: Public Affairs
16. júlí: Investor relations
18. júlí: Sponsoring and event management
Og svo verður bara flogið heim í Íslensku veðurblíðuna þann 26. júlí.
Annars er það helst í fréttum að SFzwei heldur áfram að bæta við glæsta næntís dagskrá sína. Hver man ekki eftir Quantum Leap og Murder she wrote? Nýjasta viðbótin í safnið... Twin Peaks! Sissú tíu ára, föstudagskvöld, prins og kók og Laura is missing! Those were the days. Táslurnar mínar eru í ruglinu og virðast bara ekkert ætla að jafna sig eftir þá hryllilegu meðferð sem eigandinn lét ganga yfir þær í fluffunni seinasta sumar. Þarf sko að hafa fótakonur á standby á leifstöð þegar ég lendi. Og síðast en ekki síst,Lido er opnað.
Annars stend ég í útistöðum hér við mann og annan þessa dagana í þrálátri baráttu fyrir "hagsmunum" mínum. Nýji andstæðingurinn er herra Lurati nokkur, sem er skorarformaður hér. Búin að eyða ófáum mínútunum í að reyna að sannfæra þann mann um að ég þurfi ekki að taka tölfræðikúrsinn hér á fjórðu önn. En ekkert fær honum bifað. Seinasta vopnið mitt var hádramatískt bréf sem ég var viku að semja og lesa yfir, bæta við, lesa aftur yfir, endurskoða, endurorða, stroka út og bæta við. Ætlaði sko að hafa rökin alveg á hreinu og áheyrslurnar á réttum stöðum. Ég á eftir að fá svar, en ef hann gefur sig ekki bölvaður, þá þýðir það ég mun þurfa að eisa þetta helv. tölfræðipróf þegar að því kemur, eftir allt þetta tal mitt um hversu fáránlega mikill tölfræðisnillingur ég sé!
Hefði kannski ekkert átt að vera að velta þessum steini......eheheehe.
En fyrst ég er byrjuð á þessu rugli þá verð ég víst að fylgja því eftir og ef ég tapa stríðinu, þá verður það einu prófi fleira sem ég þarf að lesa fyrir uppá eigin spítur yfir næstu jól. Fórnarkostnaður skiptinemans, en klárlega þess virði. Sýnist á öllu að önnurhver manneskja verði fjarverandi hér á næstu önn. Holland, Kína, Spánn, USA, Danmörk... Einhvert skiptinemaæði að grípa um sig. En mín yndisfagra Kaupmannahöfn bíður mín í ágúst með tívolí, strikið, smörrebröd og vonandi bara allan pakkann!
föstudagur, maí 11, 2007
þriðjudagur, maí 08, 2007
Dolce Gusto
Hér í heimi ítölskumælandi fólks er kaffi stórmál. Kaffi er ekki bara kaffi, kaffi er lífstíll og kaffi er sko ekkert grín.
Innfæddir hafa lagt sig fram við að ala litla ódannaða Íslendinga kvikindið upp í kaffidrykkjunni og er nú svo komið að ég hef staðið sjálfa mig að því að skella í mig eins og nokkrum espresso skotum, svona þegar vel liggur á mér. Það held ég að sé lokaskrefið í kaffiþróuninni. Byrjar með óbeit á kaffi, sniglast svo rólega yfir í 50/50 kaffi og kakó eða mokka kaffi (ég festist á þessu stigi um árabil), síðan er það ef til vill kaffi latté eða cappuchino, nú væntanlega venjulegt kaffikönnukaffi næst (ég hoppaði yfir þetta stig) og svo að lokum rífandi sterkt espresso!
Og þar er ég stödd í dag!
Held þetta sé bara félasþrýstingur. Cappuchino er sko mitt kaffi en fólk hérna er bara alveg sjúkt í espresso. Þú ert ekki kúl ef þú færð þér cappuchino. Í morgunmat OK, en eftir hádegi....ekki láta þig dreyma um það. Mér var tilkynnt það að ég færi til helvítis ef ég drykki cappuchino eftir hádegi. Svo alvarlegt er málið. Það er víst ætlað með morgunmat og þannig er það nú bara. Reglur eru reglur og lög eru lög.
Svo að ég sé mig knúna til að stunda þessa andfélagslegu hegðun innan veggja heimilisins og drekka þar mitt cappuchino þar sem enginn sér til mín....klukkan átta á kvöldin! hah! Rebel.
Er að reyna að sötra þetta pakkadrasl sem maður kaupir í búðunum og blandar í vatn, en sé núna að allt pakka kaffi heyrir fortíðinni til. Gekk kannski á meðan ég var enn ung og vitlaus en er nú klárlega orðin allt of siðmenntuð kaffidrykkju manneskja til að láta bjóða mér svoleiðis sull (eða "dirty water" eins og ítalir kalla allt kaffi sem selt er utan landamæra Ítalíu...Ítalski hluti Sviss kannski rétt sleppur).
Og þar kemur Dolce Gusto til sögunnar! Kaffivél drauma minna, sem býr til kaffihúsa cappuchino, macciato, café latté og espresso á örskotstundu!
Ég var sko alveg búnað plana þetta þegar ég fatta að þessi vél og sérútbúna kaffið í hana, fæst ekki á íslandi, svo hún verður ekki nothæf þar.
Svo nú þarf ég að gera upp hug minn.....
Kaffi eða Ísland?
Ég er bara hreinlega ekki viss.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)