Ok, svo litli ferðalangurinn heldur flakki sínu áfram og er nú mætt til Köben. Ég elska Köben. Það er bara endalaust eitthvað um að vera hér og allt eitthvað svo krúttulegt og frábært. Fyrir utan hvað maður er nú nærri heimaslóðum. Íslenska og Íslendingar á hverju horni. Pínu frábrugðið frá Lugano.
Í Sviss er allt hreint. Allt. Þar eru ekki sandkorn á strætunum og skordýr krossa helst ekki landamærin inn til Sviss. Hér í Danó bý ég í slömmi á Nörrebro. Þar er allt skítugt. Horaðir snítuklútar fjúka um göturnar og allskonar graffiti slagorð upp um alla veggi. Húsið mitt er miður fallegt á að líta, já og Hells Angels eru nágrannar mínir. Þeir eru hressir kappar.
En Norrebro er klárlega nýja trendí hverfið í köben svo burt séð frá skítnum og brjálæðingunum þá er ég allavega staðsett í hringiðu svala fólksins.
Fyrsta vikan hefur óneytanlega einkennst mestmegnis af djammi en svo er allt að fara í gang í næstu viku. Pínu flókið að átta sig á öllu skólastöffinu hér. Finna útúr byggingum, skammstöfunum, interneti og fleira....en kemur vonandi allt með kalda vatninu.
Sissú í köben hefur væntanlega misst Svissú statusinn. Hvað gera danir þá?
föstudagur, ágúst 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)