föstudagur, maí 30, 2008

Field project, dinner, Basel, heimför.

Svo lifid er eylitid bjartara thessa dagana. Thad sest til solar i dag, sem hefur ekki gerst i einar thrjar vikur nuna held eg. Buid ad rigna og rigna og rigna og rigna og sidan rigna adeins meira. Med dassi af eldingum og medfylgjandi hryllingsmynda thrumum. Og thad er vist spad rigningu alveg thangad til eg fer heim. Thannig sma solarglaeta i dag er óvaent ánaegja. Svo skiladi eg og YYYYYNDISLEGI hópurinn minn af okkur thessu frábaera lokaverkefni, sem aetladi ad ganga frá okkur thessa önnina. Vid héldum lokakynningu fyrir Credit Suisse á midvikudaginn og maettu thangad einir sex auka gestir, jakkafataklaeddir bankamenn frá Zurich og tveir business peyjar frá Mílanó.

Thetta jók (jók???) stress levelid i hópnum umtalsvert, en their voru allir hinir vinalegustu. Komu med nokkrar spurningar ad lokinni kynningu, en ekkert nasty. Meira bara ábendingar. Sidan leysti Credit Suisse okkur út med allskonar CS krappi: derfhufur, bolir, lyklakippur, USB lyklar...thid vitid, gridarlega töff bankavarningur sem ég mun klárlega umvefja mig í. Og settust sidan nidur med okkur yfir einum drykk, til ad segja takk og bless. En thau virtust ánaegd med verkefnid okkar, og bádu prófessorinn okkar strax um áframhaldandi samstarf á naesta ári, thar sem annar útskriftarhópur gaeti haldid áfram med og byggt ofan á verkefnid okkar.

Eftir kynninguna fór einn thessara Zurich dúdda ad spjalla vid mig, thvi honum fannst áhugavert ad ég vaeri frá Íslandi. Eda áhugavert er kannski ekki alveg rétta ordid. Aumkunnarvert ef til vill meira lýsandi. Hann hafdi thennan sama morgun verid ad lesa grein um Island, og nú umtalada fjárhagsstödu landsins, í Finacial Times, og var eiginlega bara ótrúlega hissa ad ég aetladi mér ad snúa aftur heim í thetta rugl. Sagdi mér beinlínis ad gleyma thessu daemi; Vinna á Íslandi vaeri ekki málid um thessar mundir. Yebbs.

Allavega! Verkefnid búid sem er glediefni, og lítill kvedjudinner, ala Sissu, i kvöld og sídan er bara ad byrja ad pakka. Madeleine fer til Thyskalands á morgun, ad elta sólina. Sem ég skil mjög vel, allir ad brjálast á thessu skyjahafi hér. En hún aetlar ad hitta mig í Basel á Midvikudaginn, thar sem vid munum grúska eitthvad yfir daginn ádur en ég flýg svo heim um kvöldid. Hlakka til :)

Annars ekki meira ad frétta hédan í bili. Vona thid séud öll á heilu og höldnu eftir thessa skjálfahrinu i gaer. CNN faerdi mér fréttir af thvi. Og ekki of thunglynd eftir Eurovision jardaförina. Skyrtuklaeddi skautadansarinn, med ljósu lokkana, var afar videigandi tharna a svidinu og klárlega thad sem faerdi thessum hippsterum frá Russlandi sigurinn heim.

föstudagur, maí 23, 2008

Sorglegast af öllu finnst mér ad ná ekki ad worka tanid ádur en ég kem heim...

fimmtudagur, maí 15, 2008

Island 5.juni!

Thad verdur nu ad segjast eins og er ad Svissu er eylitid farid ad hlakka til ad stiga faeti aftur a klakann sinn. Sem verdur ad teljast framfor fra sidasta stoppi minu thar um jolin. Og thetta allt saman thratt fyrir hlynandi vedurfar og almenn almenninlegheit her i Lugano.

Eg er meira ad segja ekki fra thvi nema ad udir nidri se litill utilegupuki farinn ad krauma. Ordid ansi langt sidan ad islensk utilega var a bodstolnum og var eg eiginlega bara farin ad afneyta svoleidis idju hin seinustu ar. Vell, Im bAAAaaack!

Sitjandi i klappstol, i fodurlandinu, med Egils bjor i annarri og SS pulsu i hinni, midnaetursolin allsradandi og jah! eg utiloka meira segja ekki undirtekt thegar hinar utilegufrikurnar fara ad blasta Bubba nokkurn Morthens! Ja thid lasud rett...Bubba Morthens! Og nu vaeri godur timi til ad heyra andkof undrunar...

Ja hver veit nema eg muni koma sterk inn i sumar....islenskari en nokkru sinni fyrr!

Thid hafid thjar vikur til ad ljuka vid lopapeysuna.

Peace out.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Milan-Rome-Pisa-Florence-Milan

Svo italiu trippid mitt og Hildar var bara svaka fint. Hun kom til min a sunnudagskvoldi i grenjandi rigningu! Rigndi enn naesta dag...svo Hildur var ekki beint ad sja bestu hlidarnar a Lugano. Brunudum svo til Milano thar sem vid keyptum okkur lestarmida til Romar. Vorum i Rom i nokkra daga og stukkum svo upp i adra lest til Pisa og sidan Florence, adur en ferdinni var heitid aftur til Milan.
Tokum klarlega "thetta reddast" pakkann a thessa ferd. Ekkert planad fyrir fram og meira bara svona go with the flow stemmari sem einkenndi thessa ferd...sem er bara skemmtilegt.





þriðjudagur, apríl 15, 2008





Jæja, þá er orðið dálítið liðið síðan seinast. Aðal ástæða þess er að ég missti nettenginuna heima. Fallega tölvan mín er ofsalega lasin og tók upp á því að fara að senda SPAM út um allt, sem varð til þess að Cablecom sagði hingað og ekki lengra (eftir röð viðvaranna) og lokaði fyrir netið hjá okkur. Heldur dramatískt.

Annars er bara búið að vera brjálað að gera. Field Projectið er í fullum gangi og fer að koma að mid-report skilum í þessari viku. Og þrátt fyrir að hafa lent með afar óákjósanlegu fólki í hóp (með áherslu á AAAAFAR!), þá tókst okkur samt að halda þennan líka gríðarlega vel heppnaða fyrirlestur fyrir Credit Suisse fólk í seinustu viku. Væntanlega sökum þess að flest af þessu óákjósanlega fólki hélt sig til hlés. THANK GOD. Allavega, þá var okkur tilkynnt að Credit Suisse í Zurich hefði frétt af verkefninu okkar og væri voða spennt fyrir því. Þannig að á loka kynningunni okkar í mai, þá verða það ekki bara Lugano Credit Suisse fólk heldur ætlar CS í Zurich líka ad senda eitthvað að sínu fólki til hlusta á niðurstöðurnar okkar. Jæks, ekki beint verið að minnka pressuna á þessum enda.

Páskunum var síðan eitt í Barcelona með þeim Kaupmannahafnar Sólveigu og Maike og var það allt saman hið skemmtilegasta. Veðrið kannski ekki uppá sitt allra besta á þeim tíma en Barcelona engu að síður massa borg. Mæli með henni. Við fórum meðal annars að sjá ansi magnaða sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn, The Bodies exhibition. Mannslíkaminn á display og alvöru lík notuð. Frekar magnað. Við Sólveig notuðum líka tækifærið og eyddum degi í Milan og skoðuðum líka Lugano, sigldum á vatninu, “klifum” St. Salvatore o.s.frv., þar sem við höfðum tvo daga hér áður en ferðinni var heitið til Spánar. Aldeilis ljúft að hitta þessa CBS ljúflinga aftur.

Og síðan er hún Hildur mín Rut á leiðinni í heimsókn á sunnudaginn! Og ætlum við jafnvel að reyna að skella okkur til Rómar. Kíkja á Colloseum og Vatikanið og sona. Ekki slæmt það. Alveg að fíla þessar íslendinga heimsóknir til Lugano! Hint hint.

Annars miðar ritgerðinni minni eitthvað hægt áfram. Sýnist á öllu að hún verði bara alfarið unnin á Íslandinu....í atvinnuleysinu! Boohoo og thumbs down fyrir því.

Svo er ég bara með ólíkindum andlaus og ekki upp á mitt besta í blogginu þessa dagana. Brjálað að gera og styttist óðum í heimkomu svo ekki reikna með neinni ofvirkni hér á þessari síðu í bráð.....

EN mér finnst fátt skemmtilegra en að heyra fréttir af krúttulegu Íslendingunum mínum svo verið nú dugleg að kommenta og segja mér lífssögur frá klakanum.

Lifið heil.

mánudagur, mars 17, 2008

Gud minn godur




svartsyni 1
svartsyni 2
svartsyni 3
svartsyni 4

...langt sidan eg hef sed slika röd gledifretta og thad allt a einum degi. Mbl menn voru hressir i dag.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Úff þetta var erfið nótt. Sofnaði loksins klukkan fimm...eftir klukkutíma lestur og tveggja tíma Nágranna gláp. Vaknaði síðan náttlega ekki fyrr en kl ellefu, rétt í tæka tíð fyrir hann Larry minn King á CNN. Saknaði hans þessa mánuði sem ég var fjarri Lugano. Clinton vs. Obama er reyndar eilífðarumræðuefni hjá honum núna, en hann heldur samt áfram að vera töffari...með axlabönd. Tók rölt í bænum í tilefni þess að rigningin hafði látið sig hverfa og afrekaði síðan að klára þetta blessaða Thesis Proposal mitt. Loksins. Fer síðan á fund með Snehota, supervæsorum mínum, á mánudaginn þar sem hann segir mér hvað honum finnst um þessa tillögu mína.

Var svo ánægð eftir lestur næturinnar að nú bíð ég spennt eftir næstu bók Vikas Swarup, Six Suspects, sem á að koma út í júlí. Í júlí er reyndar planið að vera á kafi í ritgerðarskrifum, en Vikas Swarup fær nú samt leyfi til að stytta mér stundir, svona inn á milli.
Þetta svefnmynstur mitt er aðeins farið að verða þreytandi núna. Orðin regla að ég sofna á skikkanlegum tíma, vakna siðan eftir eins til tveggja tíma svefn og þá er ekki aftur snúið, ekki sjens af festa svefn í bráð. Afrekaði það núna í andvökunni að klára loksins Viltu vinna milljarð, bók sem ég byrjaði á fyrir ca ári síðan. Fín bók. Skil ekkert í mér að hafa ekki klárað hana fyrr. Þar sem ég þori ekki að kveikja á TV-inu af ótta við að vekja léttsvæfa meðleigjandann, þá sé bara fram á plögga headphones í tölvuna og taka Nágranna maraþon á þetta. Scottie að deyja og allt í rugli maður! Thank god for Neighbours.