þriðjudagur, mars 11, 2008
Þetta svefnmynstur mitt er aðeins farið að verða þreytandi núna. Orðin regla að ég sofna á skikkanlegum tíma, vakna siðan eftir eins til tveggja tíma svefn og þá er ekki aftur snúið, ekki sjens af festa svefn í bráð. Afrekaði það núna í andvökunni að klára loksins Viltu vinna milljarð, bók sem ég byrjaði á fyrir ca ári síðan. Fín bók. Skil ekkert í mér að hafa ekki klárað hana fyrr. Þar sem ég þori ekki að kveikja á TV-inu af ótta við að vekja léttsvæfa meðleigjandann, þá sé bara fram á plögga headphones í tölvuna og taka Nágranna maraþon á þetta. Scottie að deyja og allt í rugli maður! Thank god for Neighbours.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli