þriðjudagur, október 03, 2006

Erum við að grínast hérna eða....!!!!

Ok. Núna er berlega að koma í ljós að kúltúrsjokkið er aðeins farið að segja til sín. Alltaf þegar ég fer svona út, þá bíð ég alltaf eftir því og veit fullkomlega að það er von á því en þegar það svo bankar upp á þá virðist ég alltaf vera jafn óundirbúin. Þetta gerðist þegar ég bjó í Austurríki (þó maður sé alltaf fljótur að gleyma) og þetta gerðist, held ég, í Danmörku (en þó í mun minna magni) og núna er þetta að eiga sér í stað hér í Lugano. Þótt að þetta lagist nú svo alltaf með tímanum þá er þetta samt eitthvað sem maður þarf að lifa við og reyna að aðlagast fyrstu vikurnar/mánuðina í ókunnugu landi.

Dagur númer tvö í Ítölskunámskeiði í dag og ég sit þarna báða dagana og langar bara til að grenja! Grenja, snýta mér og grenja svo ef til vill aðeins meira. Ég er með mögulega versta kennara veraldar og ég skil ekkert! EEEEEKKERT sem er í gangi þarna!
Ef þessi maður væri að kenna útlendingum íslensku þá færi kennslan hans fram á þennan hátt: Góðan daginn gott fólk og velkomin! Ég heiti Wolfgang og ég er með krullur! Hvað segiði gott? Hvað heitir þú? Beygðu nú fyrir mig orðið kýr. Flott. Jæja! Í dag ætlum við að tala um fornöfn, beygingar og kyn og svo munum við að öllum líkindum renna í snöggheitum yfir sögu lands og þjóðar og spyrja ykkur síðan spjörunum úr......
Maðurinn kennir á ítölsku!! Halló!! Er ég sú eina í þessum bekk sem hélt virkilega að byrjendanámskeið þýddi að manni yrði kenndur grunnurinn áður en samræður og kennsla færu fram á því tungumáli sem verið væri að kenna?!!! Hvernig geturu kennt byrjendum ítölsku Á ÍTÖLSKU?! Mundi ég virkilega segja við hann: "Góðan daginn Wolfang! Hvað syngur? Alltaf í boltanum og sona?" og ekki bara ætlast til þess að hann skildi mig heldur líka að hann svaraði mér....á ÍSLENSKU?! Ööööö Nei! Held ekki.

Meeeeeeeen...alveg að ganga fram af mér dauðri hérna! Ég er alvarlega að spá í að hætta á þessu námskeiði. Hugsa að ég gefi þessu sjéns út vikuna og ef ég er alveg jafn mikið út á þekju eftir þann tíma, þá er ég ekki alveg að sjá pointið í því að eyða tíma í þetta rugl, þegar ég gæti verið að læra undir þessi markaðsfræði og almannatengslapróf sem ég þarf að taka eftir tvær vikur.....og ná!

Vantar ansi lítið uppá að ég gefi bara skít í þetta tungumál og fari síðan fram á það að allir íbúar þessarar borgar muni skilja mig þegar ég tala við þau á ensku....yeah right!

Ég bið ykkur um að sameinst nú öll í bæn og biðja fyrir því að kennslan í actual náminu, sem á að fara fram á ensku, skari fram úr þessum fyrstu kynnum mínum af kennslu við þennan annars örugglega prýðilega skóla!

Ein með menningarsjokk og pínu dash af heimþrá (þar sem allt er svo skiljanlegt og yndislega auðvelt viðureignar :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh elsku dúllan... Við skulum nú vona að þetta fari að skána! Hefurðu ekkert talað við hina á námskeiðinu?
og já.. pínu grátur og útrás hjálpar alltaf smávegis :)
Áður en þú veist af verðuru farin að fíla þennan stað í botn, komin á fullt skrið í framúrskarandi námi sem fram fer á ensku og jafnvel byrjuð að tala við litlu italianoana á ítölsku :) Svo gleður það vonandi þitt litla hjarta að við Guðný höfum ekki breytt áætlun :)
Lov jú.. gangi þér sem best sæta!

Nafnlaus sagði...

Pjúff...ég segi bara good luck hon! knús frá Guggu Lopez

Nafnlaus sagði...

hugrökk, þú verður farin að blóta eins og versti ítali in no time!!!