Það var haldinn class-meeting í dag eftir skóla. Komst að því að ég er ekki ein um að vera að mynda magasár hér í geðveikinni. Langt frá því sko. Rosa leið mér nú vel að hafa mætt á þennan fund. Þótt hann bæti ástandið ekki þá er samt alltaf betra að kveljast í hóp er það ekki :)
Svo barst talið að accounting tímunum og þessum ógeðslega vanhæfa aðstoðakennara sem hefur verið að láta ljós sitt skína þar undanfarið. Allir óánægðir. Meira að segja lið með bakgrunn í þessum efnum er að ströggla! Komst að því þar að við erum að covera efni á einni önn sem er coverað á þremur árum í bacherlor náminu!! Setur hlutina nú aðeins í samhengi fyrir mig....
Fundinum var svo lokið með þeim orðum að ef þessi önn væri að kæfa okkur, þá þyrftum við nú að fara að undirbúa okkur andlega undir þá næstu....því að þá yrði sko keyrslan sett í gang!
Partur af masternámi fælist í því að vera undir stanslausri pressu og álagi og að við þyrftum bara að reyna að halda þetta út í tvö ár.
Þeim fannst nú reyndar ekkert alltof sniðugt að pressan væri það mikið að námsbækurnar sætu gjörsamlega á hakanum hjá öllum...but hey! thats life!
Það er semsagt berlega á hreinu að þessi jólin verður ekkert slakað á á mínum bæ. Þessar tvær vikur verða algjörlega fullbókaðar bara undir lestur. Og þá erum við að tala um frumlestur á efni sem hingað til hefur verið algjörlega ógerlegt að ná að gera í bland við allt annað.
.....Tvær vikur er svo langt frá því að vera nóg.....
úff...gleðileg jól? Held ekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Váá hvað ég er fegin að vera ekki í skóla núna...En þú ert að koma heim í "frí" á morgun..jeyjjjj hlakka til að sjá þig :)
Skrifa ummæli