Þrátt fyrir allt þá er ég enn á lífi. Enn í Lugano. Enn að læra.
Ó boy, hvort ég er að læra. Á alla hugsanlega vegu.
Hressleikinn er líka rétt handan við hornið get ég sagt ykkur
Annars er ég bara nokkuð sátt,
svo lengi sem ég missi ekki vitið jafn illa og þessi gella.
Ó já.
sunnudagur, febrúar 25, 2007
mánudagur, febrúar 19, 2007
Allt að fara fjandans til
Svo hræðilega, hræðilega, hræðilega vonsvikin. Orð fá því ekki lýst. Mórallin í algjöru núlli þessa stundina. Bloggpása þar til og ef ég sé fram á bjartari tíma.
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Sögur af skósmið
Gekk líka svona bara prýðilega hjá skóaranum. Fór með lykla meðleigandans og veifaði þeim fyrir framan andlitið á kallinum. Hann tók við þeim, hélt einum uppi og sagði "uno?", ég sagði "si", hann hélt hinum uppi og sagði "uno?", ég sagði aftur "si". Skildum hvort annað fullkomlega.
Hann bjó til tvo nýja lykla og rétti mér, ég sagði "grazie mille", borgaði og var farin.
Allt saman átakalaust.
Ég skunda heim á leið, sting nýja lyklinum í útidyraskránna, svíf beint inn. Í lyftuna, sting hinum nýja lyklinum í íbúðarskránna. Ekkert gerist. Lok lok og læs.
Skóarinn klúðraði öðrum lyklinum, helvískur. Höfum kannski ekki skilið hvort annað jafn fullkomlega og ég hélt. Önnur ferð oní bæ á mánudaginn. Væntalega ekki jafn átakalaus og sú fyrri. Ætla að glósa í lófann áður en ég legg í hann.
Lykilorð: "Difettoso", "Aggiustare" og "Scontento"
Hann bjó til tvo nýja lykla og rétti mér, ég sagði "grazie mille", borgaði og var farin.
Allt saman átakalaust.
Ég skunda heim á leið, sting nýja lyklinum í útidyraskránna, svíf beint inn. Í lyftuna, sting hinum nýja lyklinum í íbúðarskránna. Ekkert gerist. Lok lok og læs.
Skóarinn klúðraði öðrum lyklinum, helvískur. Höfum kannski ekki skilið hvort annað jafn fullkomlega og ég hélt. Önnur ferð oní bæ á mánudaginn. Væntalega ekki jafn átakalaus og sú fyrri. Ætla að glósa í lófann áður en ég legg í hann.
Lykilorð: "Difettoso", "Aggiustare" og "Scontento"
laugardagur, febrúar 17, 2007
föstudagur, febrúar 16, 2007
OHHHHH
Þá hefur mér tekist að týna lyklunum mínum. Lyklar að útidyrum, íbúð og póstkassa....farnir. Damn. Hélt að svona hegðun tilheyrði Sissú, ekki hinni endurbættu Swissú.
Oh jæja, hlaut að koma að því að ég færi að týna hlutum hér líka.
Nú þarf ég að drattast til skósmiðsins og fá nýtt sett. Verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Gef mér það að sá maður sé ekki slarkfær í enskunni þannig það er aldrei að vita hvað mun koma út úr þessum samskiptum okkar. Fátt sem kemur mér á óvart lengur. Bara spurning um hverskonar mistúlkun verði fyrir valinu að þessu sinni.
Get varla beðið.
Oh jæja, hlaut að koma að því að ég færi að týna hlutum hér líka.
Nú þarf ég að drattast til skósmiðsins og fá nýtt sett. Verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Gef mér það að sá maður sé ekki slarkfær í enskunni þannig það er aldrei að vita hvað mun koma út úr þessum samskiptum okkar. Fátt sem kemur mér á óvart lengur. Bara spurning um hverskonar mistúlkun verði fyrir valinu að þessu sinni.
Get varla beðið.
þriðjudagur, febrúar 13, 2007
Mosatöflur
Það held ég nú að íslensku álfa-vinir mínir yrðu trítilóðir!
Þetta finnst mér skrítið. Mosatöflur.
Og ekki bara hverskyns mosatöflur heldur mosatöflur gerðar úr yndisfögrum íslands mosa. Isländisch Moos Tabletten - Pastiglie di mushcio islandese - Pastilles a la mousse d´Islande.
Þetta fann ég í búðahillunum hér í Sviss.
Þeir segja þetta vera gegn kvefi og hálsslími en það stoppar mig ekki í að briðja mosatöflur í öll mál. Þetta geri ég ekki sökum hrakandi líkamlegs heilsufars, heldur lifi ég í þeirri sjálfviljugu blekkingu að smá mosi í blóðstreyminu geti mögulega bjargað mér frá þeirri lærdómsglötun og kleppsvistun sem annars bíður mín á þessum síðustu og verstu tímum. Man hreinlega ekki eftir því að hafa þjáðst af verri einbeitningarskorti en þeim sem hrjáir mig nú.
En ég er alveg klár á því að mosanum tekst að hressa upp á gáfurnar og geðheilsuna.
Er það ekki líka þannig að allt sem á einhvern hátt rætur sínar að rekja til Íslands er ógurlega hollt og gott fyrir mann? Svona eins og malt, lýsi, ópal, hrútspungar og Björk? Hressir bætir og kætir!
Annars er nú bara fæst mosalegt við þessar hálstöflur. Allavega uppfylla þær ekki ýmindaðar mosakröfur mínar. Meira svona dulbúinn lakkrískeimur.
En ég hef lagt sálarlíf mitt í hendur töframáttar mosans svo nú bíð ég bara eftir því að þetta fari að kikka inn á hverri stundu. Held að græna slikjan í andlitinu hljóti að vera merki þess.
Eða kannski ekki.
Ef til vill öllu líklegra að þetta fallega græna litarhaft sem ég skarta, hafi eitthvað með krónísku prófaógleðina að gera.....
No worries, föðurlandsmosinn reddar þessu.
laugardagur, febrúar 10, 2007
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Eitt sinn spítali.....
laugardagur, febrúar 03, 2007
Grunaði ekki Gvend!
Eric Larsen, danski kennarinn minn með vömbina og lukkutrölla röddina, upplýsti okkur í byrjun annar um fyrirbæri nokkurt sem kallast "the BigMac Index" eða BigMac vísitalan.
Ég, verandi þessi nýgræðingur sem ég er, hafði aldrei heyrt minnst á þetta áður en fannst þessi BigMac vísitala þó nokkuð áhugaverð engu að síður.
Það er nefnilega þannig að ár hvert taka nokkrir spekúlantar sig til og mæla verðið á BigMac víðsvegar um heiminn. Þetta gera þeir til að sjá hvort eða hversu mikið hinir ýmsu gjaldmiðlar séu ofmetnir.
Umræðan í bekknum snérist á þann veg að BigMac í Noregi væri klárlega sá dýrasti. Ég hugsaði með sjálfri mér að þetta fáfróða fólk hefði nú greinilega ekki mikið vit á verðlagi í heiminum þar sem Ísland einfaldlega hlyti að slá Noreg út í þessum efnum.
Hvað sé ég svo í dag á mbl.is!
"Íslenska krónan er ofmetnasta myntin í heimi samkvæmt Big Mac-vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Vísitalan mælir verð á Big Mac-hamborgum víða um heim og samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar 131% hærra en það ætti að vera".
Hvað sagði ég!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)