Gekk líka svona bara prýðilega hjá skóaranum. Fór með lykla meðleigandans og veifaði þeim fyrir framan andlitið á kallinum. Hann tók við þeim, hélt einum uppi og sagði "uno?", ég sagði "si", hann hélt hinum uppi og sagði "uno?", ég sagði aftur "si". Skildum hvort annað fullkomlega.
Hann bjó til tvo nýja lykla og rétti mér, ég sagði "grazie mille", borgaði og var farin.
Allt saman átakalaust.
Ég skunda heim á leið, sting nýja lyklinum í útidyraskránna, svíf beint inn. Í lyftuna, sting hinum nýja lyklinum í íbúðarskránna. Ekkert gerist. Lok lok og læs.
Skóarinn klúðraði öðrum lyklinum, helvískur. Höfum kannski ekki skilið hvort annað jafn fullkomlega og ég hélt. Önnur ferð oní bæ á mánudaginn. Væntalega ekki jafn átakalaus og sú fyrri. Ætla að glósa í lófann áður en ég legg í hann.
Lykilorð: "Difettoso", "Aggiustare" og "Scontento"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú ættir kannski að prófa að fara til lyklasmiðs.... kannski að það gangi aðeins betur en hjá skósmið :)!! Hvernig er annars að ganga í prófunum? Ertu byrjuð eða kannski að verða búin??
Skrifa ummæli