föstudagur, mars 02, 2007

Og anda...

Hér er ég í miðjum prófalestri. Takið eftir glampanum í augunum og lífsgleðinni sem beinlínis blindar mann:



Þessi skratti var ástæðan:



Að vera búinn á því hefur öðlast alveg glænýja merkingu fyrir mér.

Líður eins og ég hafi rétt í þessu verið að ljúka maraþonhlaupi í kringum heiminn. Nema í stað þess að hlaupa tók ég sundið á þetta og í stað þess að vera með hausinn uppúr var ég í kafi. Bólakafi. Engar froskalappir engin sundgleraugu plús að ég er bara nýýýbyrjuð að læra að synda!

Fjögur próf á fimm dögum og svo hryllingsprófið í lokin með heila fjóra daga í upplestrarfrí. Done. Var farin að hallast að því að ég væri komin í helst til djúpa laug að skella mér svona í master í viðskiptafræði úr sálfræðinni, en sjáum til.
Nú er það bara taumlaus gleði framundan....allavega þar til einkunnir koma í hús.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin :) ég fer einmitt að fara í þennan prófapakka eftir nokkra daga :(

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera búin í prófunum.... það er einmitt gaman að segja frá því að ég fer í engin próf :)

Árni sagði...

Til hamingju Sissú...já, og ég fer heldur ekki í nein próf :p