fimmtudagur, júlí 19, 2007

Sissú Simpson

Jæja. Prófin búin og hitinn að slá hátt upp í fjörtíu gráðurnar hér í Lugano. Niðurtalning í Íslandsför hófst líka formlega í dag. Sjö dagar í svalann og sæluna, bingo kúlur og TGI Friday´s.

Svo er Simpson myndin á næsta leiti og fólk að fara úr líminingunum yfir þeim stórkostlegheitum. Ótrúlega sniðug markaðsetning í gangi þar á bæ þar sem þeir hafa meðal annars gefið seven eleven búðunum smá meikover og breytt þeim í Kwik-e-mart með Apu og öllu tilheyrandi og núna það nýjasta: Simpsonize me! Snillingar.

Sumsé væri ég karakter í Simpson þá liti Sissú Simpson svona út:


Svipur með okkur?

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Stelpan sem las frá sér sumarid



Thetta virdist bara ekkert aetla ad taka enda. Fjogur prof yfirstadin en ennta thrju kvikindi eftir. Farid ad hafa allveruleg áhrif a sálartetur mitt enda er thetta ein lengsta prófatorn sídan maelingar hófust. Ekkert ad hjálpa málum ad lífsklukkan mín er alfarid mótfallin thessu fyrirkomulagi og minnir mig reglulega á thá stadreynd ad samkvaemt logum alheimsins aetti eg nu ad vera ad sprella i útilegum og grillveislum á milli thess sem buslad vaeri á ylstrondum og barhoppad i midbae Reykjavikur med midnaetursolina yfir hofdi sér. Algjort bull.
Góda nótt og lifid heil.