Stokkhólmur
Tallin
Rússland
mánudagur, nóvember 26, 2007
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
Rússkí
Loks komin heim frá Rússlandsreisunni minni og sjandan verið jafn fegin að hafa fæðst í V-Evr. Magnað að hafa farið á þessar slóðir en held samt að þetta sé ferðalag sem verði aðeins farið í einu sinni á ævinni.
Seinasta mánudag var tekið flug frá köben til stokkhólms þar sem einum degi var varið í bæjarrölt í isköldum en mjög krúttlegum miðbænum. Um kvöldið var svo tekin bátur yfir til Tallin í Eistlandi. Tallin var ágæt en mun minni ég bjóst við og ekki svo mikið um að vera. Þar fékk maður fyrst nasaþefinn af því að vera kominn til austur-Evr.
Eftir að hafa eitt deginum í Tallin var tekin Rúta yfir til St. Pétursborgar í Rússlandi. Tók um þrjá tíma af bið á landamærunum og endalausu passporta og visa tékki áður en okkur var hleypt í gegn. Vorum því mætt um fjögur um nóttina upp á hótelið og vöknuð fyrir allar aldir daginn eftir til að fara í sightseeing um borgina. Fórum meðal annars á 'Hermitage' safnið sem er eitt af ef ekki bara það stærsta í heiminum og kíktum líka á rússneska ballettflokkinn. Kuldinn í St. Pétursborg ætlaði mig að drepa! Man ekki eftir að hafa verið jafn kalt um ævina.
Næsti bær var svo Moskva, sem mér fannst jafnvel skemmtilegri en St. Pétursborg. Þar fórum við m.a. á risa stóran minjagripamarkað, skoðuðum rauða torgið og Kremlin ásamt grafhýsi Lenins, sem var frekar fríkað. Þar liggur kallinn bara uppstoppaður í glerkistu fyrir alla að sjá....
Prufuðum meirað segja að kíkja á rússneskan skemmtistað þarna í Moskvu. Það var mjög spes upplifun. Doldið eins og Kaffibarinn á sínu alversta kvöldi.
Frá Moskvu tókum við næturlest yfir til Helskini í Finnlandi og þvílíkur léttir að stíga út úr lestinni þar. Rússland tók á, og það birti yfir öllum hópnum þegar við lokst mættum aftur til Skandinavíu...þar sem fólk talar ensku og meira segja brosir stöku sinnum.
Rússneskt fólk er dapurt og þungt. Afgreiðslufólk er yfirmáta dónalegt og merkilegt hvað stór hluti þjóðarinnar lyktar ótrúlega illa. Maturinn þar er ekki góður, og nú er ég nú ekki þekkt fyrir að vera matvönd, og ósveigjanleikinn og stífnin í þessu þjóðfélagi með ólíkindum. Þetta væri kannski allt ásættanlegt ef veðurfarið væri skaplegt en neiiii....Ég var klædd í öll fötin mín þessa viku og er enn að vinna í því að ná upp hita.
En stórmerklegt ferðalag engu að síður og kannski aðallega arkitektúrinn og byggingarnar sem standa uppúr. En ég þakka Guði fyrir að hafa ekki fæðst í Rússlandi.
Reyni svo að henda inn nokkrum myndum á næstu dögum.
Seinasta mánudag var tekið flug frá köben til stokkhólms þar sem einum degi var varið í bæjarrölt í isköldum en mjög krúttlegum miðbænum. Um kvöldið var svo tekin bátur yfir til Tallin í Eistlandi. Tallin var ágæt en mun minni ég bjóst við og ekki svo mikið um að vera. Þar fékk maður fyrst nasaþefinn af því að vera kominn til austur-Evr.
Eftir að hafa eitt deginum í Tallin var tekin Rúta yfir til St. Pétursborgar í Rússlandi. Tók um þrjá tíma af bið á landamærunum og endalausu passporta og visa tékki áður en okkur var hleypt í gegn. Vorum því mætt um fjögur um nóttina upp á hótelið og vöknuð fyrir allar aldir daginn eftir til að fara í sightseeing um borgina. Fórum meðal annars á 'Hermitage' safnið sem er eitt af ef ekki bara það stærsta í heiminum og kíktum líka á rússneska ballettflokkinn. Kuldinn í St. Pétursborg ætlaði mig að drepa! Man ekki eftir að hafa verið jafn kalt um ævina.
Næsti bær var svo Moskva, sem mér fannst jafnvel skemmtilegri en St. Pétursborg. Þar fórum við m.a. á risa stóran minjagripamarkað, skoðuðum rauða torgið og Kremlin ásamt grafhýsi Lenins, sem var frekar fríkað. Þar liggur kallinn bara uppstoppaður í glerkistu fyrir alla að sjá....
Prufuðum meirað segja að kíkja á rússneskan skemmtistað þarna í Moskvu. Það var mjög spes upplifun. Doldið eins og Kaffibarinn á sínu alversta kvöldi.
Frá Moskvu tókum við næturlest yfir til Helskini í Finnlandi og þvílíkur léttir að stíga út úr lestinni þar. Rússland tók á, og það birti yfir öllum hópnum þegar við lokst mættum aftur til Skandinavíu...þar sem fólk talar ensku og meira segja brosir stöku sinnum.
Rússneskt fólk er dapurt og þungt. Afgreiðslufólk er yfirmáta dónalegt og merkilegt hvað stór hluti þjóðarinnar lyktar ótrúlega illa. Maturinn þar er ekki góður, og nú er ég nú ekki þekkt fyrir að vera matvönd, og ósveigjanleikinn og stífnin í þessu þjóðfélagi með ólíkindum. Þetta væri kannski allt ásættanlegt ef veðurfarið væri skaplegt en neiiii....Ég var klædd í öll fötin mín þessa viku og er enn að vinna í því að ná upp hita.
En stórmerklegt ferðalag engu að síður og kannski aðallega arkitektúrinn og byggingarnar sem standa uppúr. En ég þakka Guði fyrir að hafa ekki fæðst í Rússlandi.
Reyni svo að henda inn nokkrum myndum á næstu dögum.
sunnudagur, nóvember 04, 2007
Oslo mini-cruise
Osló er ÆÐI! Og bátsferðin snilldin ein :)
Sumir ákváðu að skella sér í pottinn, þó ekki ég.
Litla kátetan okkar var yfirtekin af yfirmáta frönsku fólki á tímabili
Á listasafni í Osló, þar sem við sáum m.a. hið fræga "Óp". Þá veit ég að það hefur semsagt fundist aftur eftir ránið þarna forðum daga....
Höfnin í Osló
Í góða veðrinu á T.G.I Friday´s, downtown Osló
Að nálgast Osló
"Skemmtilegt" skipaútsýni
Litlu amerísku börnin okkar og húsfélagar voru hressir og vildu hópknús sem ekkert gekk að flýja undan.
Annar húsfélagi hér á ferð. Ég og hin þýska og stórskemmtilega Maike, sem talaði ekki um annað en Titanic og Atlashafsísjaka á leið okkar um höfin...
Enn aðrir Svanevej húsfélagar. Hin ítalska Gaia og hin íslenska Sólveig, á leið í lestina.
Uppstilling fyrir framan 7seas veitingastaðinn á skipinu. Hlaðborð þar bæði kvöldin þar sem kenndi ýmislegs íslensks að grasa, s.s. sviðasultu og saltkjöts og baunastöppu.
Höllin í Osló
Að ná áttum eftir góðan eftirmiðdagslúr
Maike og Gaia ásamt hinum alræmda sjávarpáfagauki, lukkudýri skipsins.
Holmenkollen! Var það ekki eitthvað Spaugstofudjók?
Sumir ákváðu að skella sér í pottinn, þó ekki ég.
Litla kátetan okkar var yfirtekin af yfirmáta frönsku fólki á tímabili
Á listasafni í Osló, þar sem við sáum m.a. hið fræga "Óp". Þá veit ég að það hefur semsagt fundist aftur eftir ránið þarna forðum daga....
Höfnin í Osló
Í góða veðrinu á T.G.I Friday´s, downtown Osló
Að nálgast Osló
"Skemmtilegt" skipaútsýni
Litlu amerísku börnin okkar og húsfélagar voru hressir og vildu hópknús sem ekkert gekk að flýja undan.
Annar húsfélagi hér á ferð. Ég og hin þýska og stórskemmtilega Maike, sem talaði ekki um annað en Titanic og Atlashafsísjaka á leið okkar um höfin...
Enn aðrir Svanevej húsfélagar. Hin ítalska Gaia og hin íslenska Sólveig, á leið í lestina.
Uppstilling fyrir framan 7seas veitingastaðinn á skipinu. Hlaðborð þar bæði kvöldin þar sem kenndi ýmislegs íslensks að grasa, s.s. sviðasultu og saltkjöts og baunastöppu.
Höllin í Osló
Að ná áttum eftir góðan eftirmiðdagslúr
Maike og Gaia ásamt hinum alræmda sjávarpáfagauki, lukkudýri skipsins.
Holmenkollen! Var það ekki eitthvað Spaugstofudjók?
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Trick or treat?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)