mánudagur, febrúar 25, 2008

Og lífið heldur víst áfram eftir skiptinemann!

Who knew?

Þá er ég mætt aftur til Lugano, efti tveggja MÁNAÐA dvöl heima, sem nú kannski heldur mikið Ísland í dag fyrir minn smekk. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það kom beint í framhaldi af fjögurra mánaða...tja....dirfist ég segja.... "leik-skóla"?! Allavega var "leikur" orð dagsins....vikunnar og já jafvel ársins, í þeirri annars ótrúlega skemmtilegu dvöl í draumaborginni Köben. Það verður að viðurkennast. En ekkert nema gott um það að segja því að þrátt fyrir algjört lágmarkserfiði af minni hálfu, þegar kom að náminu, þá náði nú daman samt öllum sínum áföngum.

Við (og þá meina ég sá trúarhópur sem CBS skiptinemar eru) stóðum í þeirri trú langt framan af önninni að það væri að öllum líkindum í andstöðu við skólareglur að fella okkur, þessi grey í skiptinámi, því endurtektarpróf fyrir svona glób trotters væru klárlega ekki það sniðugasta. Eða það héldum við allavegana. Þar til fólk fór að falla. Haha. Það voru nú ekki margir sem lentu í þeim fjanda en nokkrir þó og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Ef eitthvað réttlæti ríkti í þessum heimi þá hefðum við sko öll átt að falla...og falla hart! Vildu samt flestir meina að fall væri lítill fórnarskostnaður; hefði allt saman verið þess virði. Sem segir nú sitt um ástríðu fólks á þessari skiptinema upplifun í CBS mundi ég segja.

Hér í Lugano byrjar þetta allt hálf rólega þessa önnina, þar sem ég verð að öllum líkindum ekki í neinum tímum, heldur bara í s.k. Field Prjoject og svo ritgerðapælingum.

Ég er komin í hóp í þessu lokaverkefni og fengum við úthlutað verkefni fyrir Credit Suisse, sem ætti að vera spennandi. Risa fyrirtæki og allt það. Fyrsti kick-off meeting verður núna á fimmtudaginn með forsvarsmönnum Credit Suisse og þá fáum við væntanlega að vita meira um hvernig þetta á allt saman að ganga fyrir sig. Hlakka til. Langar að farað kýla á þetta! Finn legusár vera að myndast eftir allan þennan tíma liggjandi í aðgerðarleysi!

Ferðin hingað út gekk heldur brösulega fyrir sig og hefði ég kannski átt að væla aðeins meira undan því hvað það væri leiðinlegt að ferðast hingað einsamall (Flug frá kef., millilending í köben, bið heila eilífð á vellinum þar, tékka aftur inn, meiri bið, flug til mílanó, bið og bið og bið eftir rútunni, klukkutíma keyrsla til Lugano og síðan tölt með ógeðismikinn farangur þaðan og heim í íbúð....búhú, ég veit.). Aha, lífið ákvað semsagt að kenna mér lexíu með því að sýna fram á hversu miiikið verra þetta ferðalag gæti nú raunverulega orðið!

Já það hófst semsagt á yfirvigt í Keflavík. Frábært. Er nú orðin nokkuð sjóuð í þessum yfirvigtum en taldi mig nokkuð seif að þurfa ekki að borga á útleið. First time for everything i guess. Þúsund kall á hvert kíló og þá meinum við hvert kíló hjá því ágæta fólki hjá ICELAND EXPRESS. Sjö kíló, sjö þúsund kall. Frábært. Verðgildi flugmiðans byrjar að hækka.

Flugið er fínt. Ekki ský á himni. Prísa mig sæla að hafa ekki lent í einum af þessum hressu snjórstormum sem drápu allt flug á Íslandi í vetur. Fljúgum í þrjú korter þegar vélinni er snúið við og lennt aftur í Keflavík. Tæknilegir erfiðleikar. Frábært. Endar í tíu tíma bið á keflavík! Er að sjálfsögðu löööngu búin að missa af tengifluginu mínu til Milan á þessum tímapunkti. Verðgildi flugmiðans hækkar enn. Lendi að lokum tíu um kvöldið í köben og fer þá beint í björgunaraðgerðarmót við að reyna að redda nýjum flugmiða til Milan. Sólveig gerðist bjargvættur minn og hýsir mig í tvær nætur. Jákvæði punkturinn: Ég fékk extra köben út úr þessu öllu saman, sem er nú aldrei slæmt.

Lugano er róleg að vanda og ekki bætir úr skák að mínar tvær bestu Lugano vinkonur eru fjarverandi þessa önnina. Snökt snökt. Svo ég er farin að láta mig hlakka aaansi mikið til yfirvofandi Barcelona ferðar sem er á dagskrá um páskana með CBS dömunum Svanevej-Sólveigu og Bjórmeðskinku-Maike.

Og svona að lokum, þá vil ég deila með ykkur mynd af annars ljómandi bakka af eggjum sem ég keypti í Migros hér í vikunni. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta fjaðrahaf þarna í miðjunni. Allavega tók ég þá ákvörðun að ekki skildi kannað hvaða kjúklinga fósturleyfar leyndust á bak við þessa veggi...jæks.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OJ OJ OJ HAHAHA

Sissú sagði...

Já segðu. Sé pínu eftir því núna að hafa ekki bara hlúið að þessu fjaðrafoki og séð hvað setur. Hefði þá eflaust framkallað lítinn chicken nephew fyrir Andra.