mánudagur, mars 17, 2008
Gud minn godur
svartsyni 1
svartsyni 2
svartsyni 3
svartsyni 4
...langt sidan eg hef sed slika röd gledifretta og thad allt a einum degi. Mbl menn voru hressir i dag.
þriðjudagur, mars 11, 2008
Úff þetta var erfið nótt. Sofnaði loksins klukkan fimm...eftir klukkutíma lestur og tveggja tíma Nágranna gláp. Vaknaði síðan náttlega ekki fyrr en kl ellefu, rétt í tæka tíð fyrir hann Larry minn King á CNN. Saknaði hans þessa mánuði sem ég var fjarri Lugano. Clinton vs. Obama er reyndar eilífðarumræðuefni hjá honum núna, en hann heldur samt áfram að vera töffari...með axlabönd. Tók rölt í bænum í tilefni þess að rigningin hafði látið sig hverfa og afrekaði síðan að klára þetta blessaða Thesis Proposal mitt. Loksins. Fer síðan á fund með Snehota, supervæsorum mínum, á mánudaginn þar sem hann segir mér hvað honum finnst um þessa tillögu mína.
Var svo ánægð eftir lestur næturinnar að nú bíð ég spennt eftir næstu bók Vikas Swarup, Six Suspects, sem á að koma út í júlí. Í júlí er reyndar planið að vera á kafi í ritgerðarskrifum, en Vikas Swarup fær nú samt leyfi til að stytta mér stundir, svona inn á milli.
Var svo ánægð eftir lestur næturinnar að nú bíð ég spennt eftir næstu bók Vikas Swarup, Six Suspects, sem á að koma út í júlí. Í júlí er reyndar planið að vera á kafi í ritgerðarskrifum, en Vikas Swarup fær nú samt leyfi til að stytta mér stundir, svona inn á milli.
Þetta svefnmynstur mitt er aðeins farið að verða þreytandi núna. Orðin regla að ég sofna á skikkanlegum tíma, vakna siðan eftir eins til tveggja tíma svefn og þá er ekki aftur snúið, ekki sjens af festa svefn í bráð. Afrekaði það núna í andvökunni að klára loksins Viltu vinna milljarð, bók sem ég byrjaði á fyrir ca ári síðan. Fín bók. Skil ekkert í mér að hafa ekki klárað hana fyrr. Þar sem ég þori ekki að kveikja á TV-inu af ótta við að vekja léttsvæfa meðleigjandann, þá sé bara fram á plögga headphones í tölvuna og taka Nágranna maraþon á þetta. Scottie að deyja og allt í rugli maður! Thank god for Neighbours.
laugardagur, mars 08, 2008
föstudagur, mars 07, 2008
Ekki beint hughreystandi....
þegar mbl.is segir mér að ekkert vit sé í að flytja til Íslands á þessum síðustu og verstu tímum.
Hvað sem þú gerir, haltu þig fjarri heimahögum. Sem stendur ert þú ekki velkomin hér. Flakkaðu um heiminn, týndu niður móðurmálinu, misstu öll tengsl við landann ef þess krefur, safnaðu námslánum; en umfram allt sýndu þolinmæði. Við munum svo hafa samband þegar við höfum séð villu okkar vega og farið að snúa við blaðinu.
Kv, Landið þitt.
Gawd, hversu niðurdrepandi er þetta ástand?! Mjög, er svarið.
Þetta gerir lítið til að afsanna þá staðreynd að Ísland er klárlega ekki besta land í heimi. Vona það séu fáir þarna úti sem ennþá lifa í þeim ljúfa blekkingaheimi.
Hvað sem þú gerir, haltu þig fjarri heimahögum. Sem stendur ert þú ekki velkomin hér. Flakkaðu um heiminn, týndu niður móðurmálinu, misstu öll tengsl við landann ef þess krefur, safnaðu námslánum; en umfram allt sýndu þolinmæði. Við munum svo hafa samband þegar við höfum séð villu okkar vega og farið að snúa við blaðinu.
Kv, Landið þitt.
Gawd, hversu niðurdrepandi er þetta ástand?! Mjög, er svarið.
Þetta gerir lítið til að afsanna þá staðreynd að Ísland er klárlega ekki besta land í heimi. Vona það séu fáir þarna úti sem ennþá lifa í þeim ljúfa blekkingaheimi.
sunnudagur, mars 02, 2008
Ææ, en leiðinlegt
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)