þriðjudagur, apríl 15, 2008
Jæja, þá er orðið dálítið liðið síðan seinast. Aðal ástæða þess er að ég missti nettenginuna heima. Fallega tölvan mín er ofsalega lasin og tók upp á því að fara að senda SPAM út um allt, sem varð til þess að Cablecom sagði hingað og ekki lengra (eftir röð viðvaranna) og lokaði fyrir netið hjá okkur. Heldur dramatískt.
Annars er bara búið að vera brjálað að gera. Field Projectið er í fullum gangi og fer að koma að mid-report skilum í þessari viku. Og þrátt fyrir að hafa lent með afar óákjósanlegu fólki í hóp (með áherslu á AAAAFAR!), þá tókst okkur samt að halda þennan líka gríðarlega vel heppnaða fyrirlestur fyrir Credit Suisse fólk í seinustu viku. Væntanlega sökum þess að flest af þessu óákjósanlega fólki hélt sig til hlés. THANK GOD. Allavega, þá var okkur tilkynnt að Credit Suisse í Zurich hefði frétt af verkefninu okkar og væri voða spennt fyrir því. Þannig að á loka kynningunni okkar í mai, þá verða það ekki bara Lugano Credit Suisse fólk heldur ætlar CS í Zurich líka ad senda eitthvað að sínu fólki til hlusta á niðurstöðurnar okkar. Jæks, ekki beint verið að minnka pressuna á þessum enda.
Páskunum var síðan eitt í Barcelona með þeim Kaupmannahafnar Sólveigu og Maike og var það allt saman hið skemmtilegasta. Veðrið kannski ekki uppá sitt allra besta á þeim tíma en Barcelona engu að síður massa borg. Mæli með henni. Við fórum meðal annars að sjá ansi magnaða sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn, The Bodies exhibition. Mannslíkaminn á display og alvöru lík notuð. Frekar magnað. Við Sólveig notuðum líka tækifærið og eyddum degi í Milan og skoðuðum líka Lugano, sigldum á vatninu, “klifum” St. Salvatore o.s.frv., þar sem við höfðum tvo daga hér áður en ferðinni var heitið til Spánar. Aldeilis ljúft að hitta þessa CBS ljúflinga aftur.
Og síðan er hún Hildur mín Rut á leiðinni í heimsókn á sunnudaginn! Og ætlum við jafnvel að reyna að skella okkur til Rómar. Kíkja á Colloseum og Vatikanið og sona. Ekki slæmt það. Alveg að fíla þessar íslendinga heimsóknir til Lugano! Hint hint.
Annars miðar ritgerðinni minni eitthvað hægt áfram. Sýnist á öllu að hún verði bara alfarið unnin á Íslandinu....í atvinnuleysinu! Boohoo og thumbs down fyrir því.
Svo er ég bara með ólíkindum andlaus og ekki upp á mitt besta í blogginu þessa dagana. Brjálað að gera og styttist óðum í heimkomu svo ekki reikna með neinni ofvirkni hér á þessari síðu í bráð.....
EN mér finnst fátt skemmtilegra en að heyra fréttir af krúttulegu Íslendingunum mínum svo verið nú dugleg að kommenta og segja mér lífssögur frá klakanum.
Lifið heil.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ég er krúttlegur íslendingur en kem með engar sögur af klakanum;)
Frábært með Field-verkefnið þitt! Rosalega ertu búin að vera að ferðast líka - líst ekkert smá vel á þessa Body sýningu sem þú fórst á - þarf að elta hana uppi!
Heyrðu hvenær flyturðu heim?
mega knús frá danaveldinu,
Ace
skammastu þín Sissú.. á ég að trúa því að netinu þínu hafi verið lokað útaf rugli í tölvunni þinni :-O ... rugli sem ég hefði svo einfaldlega getað kippt í lag fyrir þig ef ég hefði bara frétt af þessum hamförum áður en allt fór í bál og brand.. Isssss..
Ása, veistu ég er ekki frá því að mér þyki bara enn skemmtilegra að heyra sögur af krúttulegum íslendingum í útlandinu! Flyt heim í Júní! Hvað með þig??
Og Matthildur mín...ég veit, þetta er skömmustulegt :( En þú mátt trúa því að ég mun leita á þínar náðir svo fljótt sem ég stíg fæti niður á klakann. Og síðan skal ég elda fyrir þig dýýýýrindis máltíð í staðinn. Díll?
Jeijj. Loksins nýtt blogg. Ánægð með þig! Ég leyfi mér að koma með sögur í semi-stikkorðum frá krúttlegum Íslendingum í Noregi ;)
Ný vinna 1. maí. Hangi hjá BMW þangað til, EKKERT að gera. Júlli -ný vinna á mánduaginn. Engin klakaheimsókn í ár. Þú alltaf velkomin til Norge.
Hæhæ, vá flott með verkefnið þitt. Það er ekkert leiðnlegra en að vera með off fólki í hópavinnu. Ég á von á mér 17. júní hæ hó, og allt hefur gengið vel hingað til. Þér er velkomið að kíja með Singu í sumar þegar lillinn er fæddur. Annars bara verið að gera endalaust af verkefnum.
hilsen frá KÓP.
Jáh magnea! Bara von á þjóðhátíðarhöfðingja! Ekki slæmt það :) Tek þig á orðinu og kíki í heimsókn í sumar :)
Okey þannig bara alflutt í júní... ég flyt ekkert heim fyrr en eftir næsta sumar. Ætla að skrifa ritgerðina hérna úti og hafa það kósý....
En farðu nú að blogga eitthvað meira kona - þetta er alveg agalegt!
kram
Skrifa ummæli