fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Rússkí

Loks komin heim frá Rússlandsreisunni minni og sjandan verið jafn fegin að hafa fæðst í V-Evr. Magnað að hafa farið á þessar slóðir en held samt að þetta sé ferðalag sem verði aðeins farið í einu sinni á ævinni.

Seinasta mánudag var tekið flug frá köben til stokkhólms þar sem einum degi var varið í bæjarrölt í isköldum en mjög krúttlegum miðbænum. Um kvöldið var svo tekin bátur yfir til Tallin í Eistlandi. Tallin var ágæt en mun minni ég bjóst við og ekki svo mikið um að vera. Þar fékk maður fyrst nasaþefinn af því að vera kominn til austur-Evr.

Eftir að hafa eitt deginum í Tallin var tekin Rúta yfir til St. Pétursborgar í Rússlandi. Tók um þrjá tíma af bið á landamærunum og endalausu passporta og visa tékki áður en okkur var hleypt í gegn. Vorum því mætt um fjögur um nóttina upp á hótelið og vöknuð fyrir allar aldir daginn eftir til að fara í sightseeing um borgina. Fórum meðal annars á 'Hermitage' safnið sem er eitt af ef ekki bara það stærsta í heiminum og kíktum líka á rússneska ballettflokkinn. Kuldinn í St. Pétursborg ætlaði mig að drepa! Man ekki eftir að hafa verið jafn kalt um ævina.

Næsti bær var svo Moskva, sem mér fannst jafnvel skemmtilegri en St. Pétursborg. Þar fórum við m.a. á risa stóran minjagripamarkað, skoðuðum rauða torgið og Kremlin ásamt grafhýsi Lenins, sem var frekar fríkað. Þar liggur kallinn bara uppstoppaður í glerkistu fyrir alla að sjá....

Prufuðum meirað segja að kíkja á rússneskan skemmtistað þarna í Moskvu. Það var mjög spes upplifun. Doldið eins og Kaffibarinn á sínu alversta kvöldi.

Frá Moskvu tókum við næturlest yfir til Helskini í Finnlandi og þvílíkur léttir að stíga út úr lestinni þar. Rússland tók á, og það birti yfir öllum hópnum þegar við lokst mættum aftur til Skandinavíu...þar sem fólk talar ensku og meira segja brosir stöku sinnum.

Rússneskt fólk er dapurt og þungt. Afgreiðslufólk er yfirmáta dónalegt og merkilegt hvað stór hluti þjóðarinnar lyktar ótrúlega illa. Maturinn þar er ekki góður, og nú er ég nú ekki þekkt fyrir að vera matvönd, og ósveigjanleikinn og stífnin í þessu þjóðfélagi með ólíkindum. Þetta væri kannski allt ásættanlegt ef veðurfarið væri skaplegt en neiiii....Ég var klædd í öll fötin mín þessa viku og er enn að vinna í því að ná upp hita.

En stórmerklegt ferðalag engu að síður og kannski aðallega arkitektúrinn og byggingarnar sem standa uppúr. En ég þakka Guði fyrir að hafa ekki fæðst í Rússlandi.

Reyni svo að henda inn nokkrum myndum á næstu dögum.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Oslo mini-cruise

Osló er ÆÐI! Og bátsferðin snilldin ein :)


Sumir ákváðu að skella sér í pottinn, þó ekki ég.


Litla kátetan okkar var yfirtekin af yfirmáta frönsku fólki á tímabili


Á listasafni í Osló, þar sem við sáum m.a. hið fræga "Óp". Þá veit ég að það hefur semsagt fundist aftur eftir ránið þarna forðum daga....


Höfnin í Osló


Í góða veðrinu á T.G.I Friday´s, downtown Osló


Að nálgast Osló


"Skemmtilegt" skipaútsýni


Litlu amerísku börnin okkar og húsfélagar voru hressir og vildu hópknús sem ekkert gekk að flýja undan.


Annar húsfélagi hér á ferð. Ég og hin þýska og stórskemmtilega Maike, sem talaði ekki um annað en Titanic og Atlashafsísjaka á leið okkar um höfin...


Enn aðrir Svanevej húsfélagar. Hin ítalska Gaia og hin íslenska Sólveig, á leið í lestina.


Uppstilling fyrir framan 7seas veitingastaðinn á skipinu. Hlaðborð þar bæði kvöldin þar sem kenndi ýmislegs íslensks að grasa, s.s. sviðasultu og saltkjöts og baunastöppu.


Höllin í Osló


Að ná áttum eftir góðan eftirmiðdagslúr




Maike og Gaia ásamt hinum alræmda sjávarpáfagauki, lukkudýri skipsins.


Holmenkollen! Var það ekki eitthvað Spaugstofudjók?



fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Trick or treat?

Ég legg til að Íslendingar pakki öskudeginum niður og taki upp Halloween í staðin! Hvílík dæmalaus skemmtilegheit :)

Gott eða Grikk?....Gæti gengið.









þriðjudagur, október 30, 2007

Wunderbar!




Fékk þau Jones og Briem í heimsókn til mín síðasta fimmtudag. Heldur betur hressilegt. Dagskráin var þétt í þessu fjögurra daga stoppi þeirra og var túristast, verslað og djammað...ekki endilega í þessari röð. Á föstudagskvöldið var farið á Kulörbar sem eitt sinn var mér kær, en hef ég nú snarlega skipt um skoðun. Stóra kápumálið kom nefnilega upp umrætt kvöld þar sem starfsfólki fatahengisins tókst að týna nýju kápunni og sendu mig út í frostuga kaupmannarhafnarnóttina á stuttum kjólnum einum fata. Málið er enn óleyst. Annars voru þau bara hin prúðustu þau Briem og Jones og með söknuði í hjarta sem ég kvaddi þau á Amagerbro lestarstöðinni þegar leiðir okkar skildust. Tími fyrir mig að snúa aftur í ghettóið þar sem ég er best geymd og tími fyrir þau að snúa aftur heim til föðurlandsins.

Uppgötva svo í gærkvöldi að þau höfðu í misgripum pakkað skóladagbókinni minni niður og flutt hana með sér til Íslands, sem var sérdeilis óhentugt fyrir mig þar sem LÍF mitt er í þessari bók og ég er algjörlega lömuð án hennar. Missti af enn einum tímanum í morgun sökum þessa og vona að hún sé nú í þessum töluðu orðum einhverstaðar yfir atlashafinu á ljóshraða á leiðinni aftur til mín. Annars get ég bara pakkað niður og farið heim.

Úff, ritgerðarskrif í dag, Halloween partý á morgun og Oslo-krús á föstudaginn. Það rofa ekkert til í dagskránni hér.

miðvikudagur, október 24, 2007

Fyrsta próf gefur manni ýmsar visbendingar

....svona að öllu jöfnu.

Mjög reglulega fæ ég þessa spurningu: "Og hvernig gengur svo skólinn?". Þetta er ekki einungis með leiðinlegri spurningum sem ég fæ heldur er þetta líka sú spurning sem ég á aldrei svar við. Það virðist þó sjaldnast stoppa fólk í að spyrja og poppar þessi spurning iðulega upp með reglulegu millibili, þar til ég hef látið það eftir viðkomandi að gefa einhversskonar svar."Gengur bara fínt", virðist vera vinsælast. Ok, ég veit ekki hvernig skólinn gengur. Ég hef í alvöruni ekki hugmynd um hvernig ég er stödd, hvort ég sé raunverulega að skilja eitthvað, hvort mér sé að ganga vel eða hvort ég sé yfirhöfuð bara alveg í ruglinu með þetta allt saman. Ég bara les einhverjar bækur, mæti svo í misgóða fyrirlestra þar sem mis góðir kennarar tala út frá misgóðum glærum um sína túlkun á því sem ég var að lesa. Ef að ég skil hvað kennarinn er að segja, get ég þá svarað því að skólinn gangi bara framúrskarandi vel hjá mér? Nei, hélt ekki. Það er nefninlega ekki fyrr en maður tekur sitt fyrsta próf í nýjum skóla að maður getur myndað sér óljósa hugmynd um það hvernig manni sé að ganga. Og það var einmitt það sem ég gerði dag. Fyrsta prófið mitt í CBS. Been there done that.

Klukkan níu í morgun var þreytt lokapróf í "International negotiations and dispute resolution". Tímasett beint í framhaldi af viku haustfríinu, sem gerði það að verkum að á meðan aðrir flökkuðu um evrópu í góðum fíling, þá breytti ég nafninu mínu í Bókasafns-Pésa. Tímarnir í þessu fagi voru með þeim verri sem ég hef sitið. Dvergvaxinn, mjóróma danadurtur með útstæð fiskaaugu sem talaði þessa líka fínustu Danglish, kenndi tímana. Hann var einn af þessum sem lækka alltaf róminn í lok setningar svo orðin breytast í hvísl og enda bara í óskiljanlegu muldri. Enginn heyrði í honum en aldrei sagði neitt neitt...pínu skrítið, nú þegar ég spái í því. Það var semsagt undir hverjum og einum komið að ákveða af hverju seinni hluti setninga hans samanstóð og voru niðurstöður okkar æði misjafnar þegar bækur voru bornar saman i lok tíma. Vonuðum bara að hann hefði vanið sig á það að byrja allar setningar á mikilvægu nótunum....þá mátti hann alveg enda þær í bullinu for all that we cared.

Þessi gæi var semsagt ekkert mikið að hjálpa uppá hvatninguna til að hafa sig í að vakna sjö á morgnana til að ná tímanum sem var þó bara einu sinni í viku. Hann er ekki það sem við mundum kalla kennara af guðs náð. Hann átti það meira að segja til að raunverulega svara spurningu með "blablablabla". Og nú ýki ég ekki einu sinni. Seinasti tími fyrir próf og einhver spyr hvað hann meini nákvæmlega með þvi að hann muni tvinna case-studyin saman prófið. Herra Verner: "Yes, well...for example...uuuuuhhh...blablabla!". Þögn. Fólk horfði bara vandræðalega á hvort annað og enginn vissi almenninlega hvaða orð skildu falla í framhaldi af þessum tímalausu gullkornum. Já, hann náði nýjum hæðum þennan dag, vinur minn hann Verner. Það þarfnast væntanlega ekki frekari úskýringa að í næsta hléi lét ég mig hverfa.

Ég var nokkuð ánægð með mig að ég skildi ná að lesa allan texann fyrir prófið, svona á hlaupum, og meira að segja glósa smá. Svo skoðaði ég gamalt próf og ekkert hræðilegt sem kom mér á óvart þar. Bara nokkuð basic allt saman. Erfiðast er að læra undir próf þar sem manni finnst efnið vera common sense. Ég get það ekki. Hef engan sans fyrir því hvað ég skuli vera að leggja áherslu á og hvað þá læra utanbókar. Það er ekki hægt að læra commonsense hluti utan bókar. Þeir eru common sense.

Allavega, ég var í góðum fíling fyrir þetta próf alla vikuna, búnað lesa jafnt og þétt og alltaf að fatta allt....þangað til í gær, daginn fyrir próf. Þá sé að ég skil þetta allt ósköp vel en ég kann ekki NEITT! Plús að ég hafði verið að lesa alla vikuna án hins minnsta vott af stressi í maganum, sem boðar aldrei gott! Það er nú bara þannig að eftir því sem ég kann meira því stressaðri verð ég og uppteknari að því að fullkomna það sé nú þegar veit, en eftir því sem ég kann minna, því afslappaðri er ég...þarf ekkert a stressa sig á að muna ekki eitthvað sem maður kann hvort eð er ekki. Og í gærkvöldi átta ég mig á því bara hversu óhugnalega afslöppuð ég er. Þá tekur við skyndi kúrs seint í gærkvöldi við að reyna að troða einhverjum punktum inn í hausinn á mér til að hafa eitthvað til að setja niður á blað í prófinu. Hef aldrei verið þekkt fyrir það að læra á næturna svo ég sofnaði kl eitt búin að hrufla niður tíu óskiljanlega-handskrifaðar blaðsíður af minnispunktum, en náði ekki lesa þá yfir, hvað þá læra þá. Svo ég vakna klukkan fimm i nótt, eyturhress til lesa þennan skratta. Geri þar með heiðarlega tilraun að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Er svo tilbúin í bússinn klukkan hálf átta, fyrir prófið sem byrjar klukkan níu, því ég var svo ógeðishrædd um vera of sein eða finna ekki stofuna eða eitthvað álíka Sissúlegt sem gæti gerst. Það var búið að vara okkur við því að ef við skildum af einhverjum ástæðum missa af prófinu þá yrði ekki edurtekt fyrr en að ári liðnu...sem er víst ekki í boði fyrir mína. Plús að það gerist víst iðulega fyrir skiptinemana hér að þeir villast einhverstaðar, mæta í vitlausar stofur o.s.frv. Dumbasses!

Er mætt í bygginguna klukktíma fyrir próf, finn stofuna eins og skot og sit þar í makindum mínm að fletta yfir glósurnar mínar. Finnst ég hrikalega góð að hafa flogð svona léttilega í gegnum þetta stofu prósess. Fólk fer fljótlega að tínast inn en enginn stoppar hjá minni stofu. Ég reyni að halda kúlinu, klukkan er nú einusinni bara hálf níu. Það eru kannski sumir með meira vott af heilbrigði heldur en ég og mæta, segjum, korter í?....þau hljóta að farað koma. Ég er ekki ein af þessum skiptinema vitleysingum sem klúðra prófi því þeir ráða ekki við að finna það. Klukkan verður korter í, tíu í og fimm i og þá finnst mér þetta ekki vera orðið sniðugt lengur. Ramba inn stofu í nágrenninu þar sem ég veit að annar hópur er a taka próf en veit líka að ég á ekki að vera þar. Enginn getur sagt mér hvar í andsk. ég eigi að vera og afhverju stofan mín sé tóm. Því ég veit að ég var með rétta stofu! Nú er klukkan orðin níu og ég grenja í gellunni að leyfa mér að sitja prófið í þessari stofu, það sé eini sénsinn fyrir mig. Hún leyfir mér það, en segir að engar tölvur sé lausar svo ég verði að handskrifa prófið, sem er allskostar ekki töff! Ég næ að redda einni tölvu á síðustu stundu nema enginn getur sagt mér hvernig eigi að kveikja á henni! Einhver strákur kemur til bjargar og kveikir á henni....tekur tölvuna svona fimm mínútur að ræsa sig svo ég er að byrja prófið ca. tíu mín eftir öllum öðrum, ennþá að reyna að jafna mig eftir sjokkið að hafa næstum orðið útundan í þessu prófi. Sumsé ljómandi góð leið til að hefja próftöku. Bara svona almennt. Mæli með því.

Fjögurra tíma próf á tölvu. Sko. Ég er af gamla skólanum svo ég vön paper-and-pencil aðferðinni og það á tveimur tímum. Var því temmilega viss um að ég yrði inn og útúr þessari stofu á fyrsta tímanum. Neinei, sat alla fjóra tímana og lamdi á lyklaborðið. Verner, dvergvaxni vinur minn hafði blekkt mig með æfingarprófinu og talið mér trú um allskostar öðrvísi spurningar. Svo ég kom að fjöllum og þurfti að ræsa hægra heilahvelið til virkni og kalla fram smá creativity. Creativity á prófi sem er ekki í "creative writing" kallar sjaldnst á góða hluti. Oh jæja...ég kláraði þetta, seifaði meistarastykkið á þrjár diskettur og skilaði kvikindinu inn.

Veit ekki hvort það voru óheppilegar aðstæðurnar, eða mín takmarkaða geta til að koma frá mér efninu sem olli þessum harmleik,en það skiptir kannski heldur ekki öllu máli. Því nú hef ég tekið mitt fyrsta próf í CBS!

Og hvernig gengur svo skólinn? Þessari spurningu hefur tekist að slaga upp í topp tíu listann yfir leiðninlegustu spurningar allra tima og trónir nú þar á toppnum ásamt fleiri góðum á borð við "Sigurrós? eins og hljómsveitin?", eða "Hvað verðuru svo þegar þú útskrifast?" og svo my all time favourite "Ert'ekki hress??" Eiiins og þú sért eitthvað hressari félagi.

sunnudagur, október 21, 2007

Nýr sími

Fannst rétt að tilkynna um nýtt gemsanúmer hjá mér hér í Danmörku: 0045 50284542

laugardagur, október 13, 2007

Sigur Rós í mögulega versta viðtali í heimi

Vááááá! Ég las grein á mbl að Sigur Rós hefðu staðið sig hræðilega í viðtali á útvarpsstöð í USA sem væri núna verið að kalla "versta viðtal sögunnar" Já! Ég er ekki frá því. Þetta er SLÆMT!

mánudagur, september 24, 2007

Rússland!

Ég vildi ég gæti verið skiptinemi hér að eilífu. Vissi alveg að það yrði gaman hér en grunaði ekki að það yrði svona hroðalega skemmtilegt. Hér er aldrei dauður tími.

Það nýjasta er allsvakalegt ferðalag um Skandinavíu/Austurevrópu sem ég náði að næla mér miða í á síðustu stundu.

Stokkhólmur, Helskinki, St. Pétursborg, Moskva og Tallinn verður allt tekið á einu bretti í viku löngu ferðalagi um miðjan nóvember. Get ekki beðið!

Hér sjáiði ferðalýsinguna:

25 Oct (12 Nov) Cruising ferry to Helsinki leaves Stockholm at 17:00. Nice 4 bed cabins onboard to be shared in the group. The boat is full of entertainment, restaurants and tax free shops, so it will be a fun way of starting our trip.

26 Oct (13 Nov) Arriving in fancy Helsinki at 10:00 starting to walk around and tick of the must see places of the map. we leave the town at evening by taking the train towards St Petersburg. We arrive in St Petersburg by midnight and have a bus transfer to our hotel where we share double/twin rooms in the group (most probably Hotel Moskva*** or Hotel Pribaltiskaya****) Seeing this magnificent town for the first time and at night is really impressive actually.

27 Oct (14 Nov) Waking up you will enjoy a great breakfast buffet before we head of to the guided city tour for 3-4 hours. Then you will presumably want to see The Hermitage museum which takes up to a few hours (free entrance with student card). At evening and night you can see a great ballet performance, have a terrific dinner in many great restaurants representing food from all over former Soviet or go to one of many crazy night clubs - or do all of the above at same night, which we actually often do!

28 Oct (15 Nov) Once again breakfast buffet is served until 10:00. After that you have one more day to explore St Petersburg - free program until 23 or midnight when we catch the night train towards Moscow. The train nights are usually the most memorable and fun part of the trip where we divide cabins according to partying types and sleepers - only to find also the sleepers squeezed in in our already hot and crowded cabins!

29 Oct (16 Nov) By the morning we arrive in chaotic and huge town of Moscow - so different from St Petersburg! The bus picks us up for guided city tour until lunch time. Then we check in at Hotel Izmailovo*** (can be changed) also here sharing room with a friend (single rooms can be arranged for a slight difference). This huge hotel complex has everything from restaurants and casinos to a neighboring famous open market for souvenirs (probably the best and biggest in Russia). Free program for the rest of the day. Both days and nights there is plenty to do in Moscow - almost every day of the week (A Monday night here is unfortunate of course!).

30 Oct (17 Nov) You have once more a great buffet breakfast, reaching until 11:00 here. The rest of the day until 17 is free. Go see the Creml, the many great museums and churches or why not Lenin in his mausoleum. By evening we take the night train towards Tallinn. just like last time we share 4 bed comfortable class II cabins with friends and most probably even have the entire car for us.

31 Oct (18 Nov) Arriving in Tallinn at 09:00. Walking around in medieval Tallinn, enjoying a great lunch and domestic beer for great prices and finishing of the tour of this small and cozy town by walking to the harbor before 18:00 when we take yet another great cruise liner, this time taking us back to Stockholm. A night full of parties and new found friendships. Instead of being tired after 7 hectic days, everybody is usually remarkably vivacious this last night onboard!

1 Nov (19 Nov) Back in Stockholm harbor by 10:00. Vodka bottles in the hand, caviar taste in the mouth and on the way to school......



Þarf að segja eitthvað meira?

þriðjudagur, september 11, 2007

Tíminn flýgur!







Ok. Það virðist sem svo að hér í Danaveldi gefist manni allskostar enginn tími til að vera að helga sig blogginu. Veit satt að segja ekki hvort margar bloggfærslur muni fljúga frá mér á meðan á dvöl minn hér stendur. Kannski það sé bara í höndum Swissúar að vera að standa í þessu bloggrugli.

Hendi samt nokkrum myndum inn núna, bara svona til að sanna að ég sé ennþá spriklandi og reyni kannski að endurtaka þann leik svona við og við.

Til Hildar Bjösss: Sorry sæta mín, en andinn er bara ekki yfir mér þessa dagana og tímaleysið alveg hreint allsvakalegt. Svo verðuru örugglega ennþá brjálaðri þegar þú fattar að þetta eru allt myndir sem þú ert búin að sjá nú þegar :) HAHA! Sjáumst á Facebook!

föstudagur, ágúst 31, 2007

Glæpamenn og Graffiti

Ok, svo litli ferðalangurinn heldur flakki sínu áfram og er nú mætt til Köben. Ég elska Köben. Það er bara endalaust eitthvað um að vera hér og allt eitthvað svo krúttulegt og frábært. Fyrir utan hvað maður er nú nærri heimaslóðum. Íslenska og Íslendingar á hverju horni. Pínu frábrugðið frá Lugano.

Í Sviss er allt hreint. Allt. Þar eru ekki sandkorn á strætunum og skordýr krossa helst ekki landamærin inn til Sviss. Hér í Danó bý ég í slömmi á Nörrebro. Þar er allt skítugt. Horaðir snítuklútar fjúka um göturnar og allskonar graffiti slagorð upp um alla veggi. Húsið mitt er miður fallegt á að líta, já og Hells Angels eru nágrannar mínir. Þeir eru hressir kappar.

En Norrebro er klárlega nýja trendí hverfið í köben svo burt séð frá skítnum og brjálæðingunum þá er ég allavega staðsett í hringiðu svala fólksins.

Fyrsta vikan hefur óneytanlega einkennst mestmegnis af djammi en svo er allt að fara í gang í næstu viku. Pínu flókið að átta sig á öllu skólastöffinu hér. Finna útúr byggingum, skammstöfunum, interneti og fleira....en kemur vonandi allt með kalda vatninu.

Sissú í köben hefur væntanlega misst Svissú statusinn. Hvað gera danir þá?

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Sissú Simpson

Jæja. Prófin búin og hitinn að slá hátt upp í fjörtíu gráðurnar hér í Lugano. Niðurtalning í Íslandsför hófst líka formlega í dag. Sjö dagar í svalann og sæluna, bingo kúlur og TGI Friday´s.

Svo er Simpson myndin á næsta leiti og fólk að fara úr líminingunum yfir þeim stórkostlegheitum. Ótrúlega sniðug markaðsetning í gangi þar á bæ þar sem þeir hafa meðal annars gefið seven eleven búðunum smá meikover og breytt þeim í Kwik-e-mart með Apu og öllu tilheyrandi og núna það nýjasta: Simpsonize me! Snillingar.

Sumsé væri ég karakter í Simpson þá liti Sissú Simpson svona út:


Svipur með okkur?

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Stelpan sem las frá sér sumarid



Thetta virdist bara ekkert aetla ad taka enda. Fjogur prof yfirstadin en ennta thrju kvikindi eftir. Farid ad hafa allveruleg áhrif a sálartetur mitt enda er thetta ein lengsta prófatorn sídan maelingar hófust. Ekkert ad hjálpa málum ad lífsklukkan mín er alfarid mótfallin thessu fyrirkomulagi og minnir mig reglulega á thá stadreynd ad samkvaemt logum alheimsins aetti eg nu ad vera ad sprella i útilegum og grillveislum á milli thess sem buslad vaeri á ylstrondum og barhoppad i midbae Reykjavikur med midnaetursolina yfir hofdi sér. Algjort bull.
Góda nótt og lifid heil.

föstudagur, júní 29, 2007

Swiss Alps part 9 Lugano

Jæja, er þá ekki kominn tími til að kynna fólk aðeins fyrir Lugano? Þegar ég kom hingað fyrst voru nú nokkrar vinaheimsóknir á dagskrá sem síðan allar duttu uppfyrir. Mjög svo sorglegt, en þið hafið ennþá séns næsta vor gott fólk! Ég fann þetta líka stórsniðuga myndband af Lugano á YouTube. Njótið vel lömbin mín

Nú, fyrir þá sem ekki nenna að eyða níu mínútum af lífi sínu í svona rugl, þá er hér örútgáfa sem var partur af verkefni "international tourism" stúdenta í USI

sunnudagur, júní 10, 2007






Bara svo ég láti það nú líka fylgja sögunni, að þá er stríðinu lokið. Vinur minn hann herra Lurati viðurkenndi sig sigraðan og sá sig knúinn til að leyfa mér að sleppa bæði tölfræði og Corporate research methods! Sem er í rauninni meira en ég fór fram á en veitir mér engu að síður ómælda hamingju!

Annars er lítið að frétta. Leytinni að leigjanda heldur áfram og mjakar lítið áfram sem stressar mig pínu út. En helginni var eytt í eilítið partýstand og svo algjört afslappelsi í mínu ástkæra Lido. Afar huggulegt allt saman.

Verið að reyna að hrista af sér alla streytu fyrir lokasprettinn sem nálgast óðfluga.

miðvikudagur, maí 30, 2007

Sjitt, bara þrjár vikur eftir af skólanum áður en upplestarfríið dembist yfir mann. Próftaflan mín þessa önnina lýtur svona út:

3. júlí: Corporate identity and image
4. júlí: Integrated marketing communication
9. júlí: Consumer behavior
9. júlí: Issues and Crisis management

Jújú, þeir státa sig af því að skella tveimur prófum á mann sama dag hér í Sviss. Ljómandi!

13. júlí: Public Affairs
16. júlí: Investor relations
18. júlí: Sponsoring and event management

Og svo verður bara flogið heim í Íslensku veðurblíðuna þann 26. júlí.

Annars er það helst í fréttum að SFzwei heldur áfram að bæta við glæsta næntís dagskrá sína. Hver man ekki eftir Quantum Leap og Murder she wrote? Nýjasta viðbótin í safnið... Twin Peaks! Sissú tíu ára, föstudagskvöld, prins og kók og Laura is missing! Those were the days. Táslurnar mínar eru í ruglinu og virðast bara ekkert ætla að jafna sig eftir þá hryllilegu meðferð sem eigandinn lét ganga yfir þær í fluffunni seinasta sumar. Þarf sko að hafa fótakonur á standby á leifstöð þegar ég lendi. Og síðast en ekki síst,Lido er opnað.

Annars stend ég í útistöðum hér við mann og annan þessa dagana í þrálátri baráttu fyrir "hagsmunum" mínum. Nýji andstæðingurinn er herra Lurati nokkur, sem er skorarformaður hér. Búin að eyða ófáum mínútunum í að reyna að sannfæra þann mann um að ég þurfi ekki að taka tölfræðikúrsinn hér á fjórðu önn. En ekkert fær honum bifað. Seinasta vopnið mitt var hádramatískt bréf sem ég var viku að semja og lesa yfir, bæta við, lesa aftur yfir, endurskoða, endurorða, stroka út og bæta við. Ætlaði sko að hafa rökin alveg á hreinu og áheyrslurnar á réttum stöðum. Ég á eftir að fá svar, en ef hann gefur sig ekki bölvaður, þá þýðir það ég mun þurfa að eisa þetta helv. tölfræðipróf þegar að því kemur, eftir allt þetta tal mitt um hversu fáránlega mikill tölfræðisnillingur ég sé!
Hefði kannski ekkert átt að vera að velta þessum steini......eheheehe.

En fyrst ég er byrjuð á þessu rugli þá verð ég víst að fylgja því eftir og ef ég tapa stríðinu, þá verður það einu prófi fleira sem ég þarf að lesa fyrir uppá eigin spítur yfir næstu jól. Fórnarkostnaður skiptinemans, en klárlega þess virði. Sýnist á öllu að önnurhver manneskja verði fjarverandi hér á næstu önn. Holland, Kína, Spánn, USA, Danmörk... Einhvert skiptinemaæði að grípa um sig. En mín yndisfagra Kaupmannahöfn bíður mín í ágúst með tívolí, strikið, smörrebröd og vonandi bara allan pakkann!

fimmtudagur, maí 24, 2007

Þá er þetta á jaðri hins óbærilega. Hitinn hér farinn uppúr öllu valdi.

föstudagur, maí 11, 2007

Ég er hætt að fylgjast með þessu krappi sem kallast Eurovision.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Dolce Gusto



Hér í heimi ítölskumælandi fólks er kaffi stórmál. Kaffi er ekki bara kaffi, kaffi er lífstíll og kaffi er sko ekkert grín.
Innfæddir hafa lagt sig fram við að ala litla ódannaða Íslendinga kvikindið upp í kaffidrykkjunni og er nú svo komið að ég hef staðið sjálfa mig að því að skella í mig eins og nokkrum espresso skotum, svona þegar vel liggur á mér. Það held ég að sé lokaskrefið í kaffiþróuninni. Byrjar með óbeit á kaffi, sniglast svo rólega yfir í 50/50 kaffi og kakó eða mokka kaffi (ég festist á þessu stigi um árabil), síðan er það ef til vill kaffi latté eða cappuchino, nú væntanlega venjulegt kaffikönnukaffi næst (ég hoppaði yfir þetta stig) og svo að lokum rífandi sterkt espresso!

Og þar er ég stödd í dag!

Held þetta sé bara félasþrýstingur. Cappuchino er sko mitt kaffi en fólk hérna er bara alveg sjúkt í espresso. Þú ert ekki kúl ef þú færð þér cappuchino. Í morgunmat OK, en eftir hádegi....ekki láta þig dreyma um það. Mér var tilkynnt það að ég færi til helvítis ef ég drykki cappuchino eftir hádegi. Svo alvarlegt er málið. Það er víst ætlað með morgunmat og þannig er það nú bara. Reglur eru reglur og lög eru lög.

Svo að ég sé mig knúna til að stunda þessa andfélagslegu hegðun innan veggja heimilisins og drekka þar mitt cappuchino þar sem enginn sér til mín....klukkan átta á kvöldin! hah! Rebel.

Er að reyna að sötra þetta pakkadrasl sem maður kaupir í búðunum og blandar í vatn, en sé núna að allt pakka kaffi heyrir fortíðinni til. Gekk kannski á meðan ég var enn ung og vitlaus en er nú klárlega orðin allt of siðmenntuð kaffidrykkju manneskja til að láta bjóða mér svoleiðis sull (eða "dirty water" eins og ítalir kalla allt kaffi sem selt er utan landamæra Ítalíu...Ítalski hluti Sviss kannski rétt sleppur).

Og þar kemur Dolce Gusto til sögunnar! Kaffivél drauma minna, sem býr til kaffihúsa cappuchino, macciato, café latté og espresso á örskotstundu!

Ég var sko alveg búnað plana þetta þegar ég fatta að þessi vél og sérútbúna kaffið í hana, fæst ekki á íslandi, svo hún verður ekki nothæf þar.

Svo nú þarf ég að gera upp hug minn.....
Kaffi eða Ísland?

Ég er bara hreinlega ekki viss.

föstudagur, apríl 27, 2007

sunnudagur, apríl 22, 2007

Skil ekki afhverju ég er hætt að geta kommentað á kommentin.
Pínu leiðinlegt.

Annars virðist líka sem ógurleg kommentfælni sé að ná tökum á fólki.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ítalía er æði

Þá er familían horfin á braut og ég dottin oní skólann á ný, eftir svaka fína daga á Ítalíu. Ég fékk meira segja óvæntan leynigest með í för og hélt ég væri að sjá ofsjónir þegar fallegasta englabarnið hann Friðrik Máni gekk út úr lyftunni. Aldeilis skemmtilega óvænt það :)
Svo var bara fullt prógramm allan tímann, farið í Gardaland og Movieland, skroppið til Feneyja, Veróna og Mílanó og keyrt hringinn í kringum Gardavatn.

Nú eru allir skápar hjá mér fullir af íslensku stashi. Hangikjöt, flatkökur, harðfiskur, Malt, rúgbrauð, piparostur, silungur, smjörvi o.s.frv. Ljómandi gott bara.



Flottastur


Feneyjar



Gardaland



Dómkirkjan í Mílanó



Fallega fólkið


fimmtudagur, apríl 05, 2007

Good times




Ég og snillingarnir Vick og Xian áttum góðan dag í dag í algjöru afslappelsi eftir seinustu kennslustundina fyrir páska. Fengum smá innsýn inn í sumardagana sem bíða okkar. Ítalskur ís, belgískur bjór, hjólabátar, pálmatré og túristar....

Ég kvarta ekki.













GLEÐILEGA PÁSKA!

Ég er farin í frí á Lake Garda!