föstudagur, maí 30, 2008

Field project, dinner, Basel, heimför.

Svo lifid er eylitid bjartara thessa dagana. Thad sest til solar i dag, sem hefur ekki gerst i einar thrjar vikur nuna held eg. Buid ad rigna og rigna og rigna og rigna og sidan rigna adeins meira. Med dassi af eldingum og medfylgjandi hryllingsmynda thrumum. Og thad er vist spad rigningu alveg thangad til eg fer heim. Thannig sma solarglaeta i dag er óvaent ánaegja. Svo skiladi eg og YYYYYNDISLEGI hópurinn minn af okkur thessu frábaera lokaverkefni, sem aetladi ad ganga frá okkur thessa önnina. Vid héldum lokakynningu fyrir Credit Suisse á midvikudaginn og maettu thangad einir sex auka gestir, jakkafataklaeddir bankamenn frá Zurich og tveir business peyjar frá Mílanó.

Thetta jók (jók???) stress levelid i hópnum umtalsvert, en their voru allir hinir vinalegustu. Komu med nokkrar spurningar ad lokinni kynningu, en ekkert nasty. Meira bara ábendingar. Sidan leysti Credit Suisse okkur út med allskonar CS krappi: derfhufur, bolir, lyklakippur, USB lyklar...thid vitid, gridarlega töff bankavarningur sem ég mun klárlega umvefja mig í. Og settust sidan nidur med okkur yfir einum drykk, til ad segja takk og bless. En thau virtust ánaegd med verkefnid okkar, og bádu prófessorinn okkar strax um áframhaldandi samstarf á naesta ári, thar sem annar útskriftarhópur gaeti haldid áfram med og byggt ofan á verkefnid okkar.

Eftir kynninguna fór einn thessara Zurich dúdda ad spjalla vid mig, thvi honum fannst áhugavert ad ég vaeri frá Íslandi. Eda áhugavert er kannski ekki alveg rétta ordid. Aumkunnarvert ef til vill meira lýsandi. Hann hafdi thennan sama morgun verid ad lesa grein um Island, og nú umtalada fjárhagsstödu landsins, í Finacial Times, og var eiginlega bara ótrúlega hissa ad ég aetladi mér ad snúa aftur heim í thetta rugl. Sagdi mér beinlínis ad gleyma thessu daemi; Vinna á Íslandi vaeri ekki málid um thessar mundir. Yebbs.

Allavega! Verkefnid búid sem er glediefni, og lítill kvedjudinner, ala Sissu, i kvöld og sídan er bara ad byrja ad pakka. Madeleine fer til Thyskalands á morgun, ad elta sólina. Sem ég skil mjög vel, allir ad brjálast á thessu skyjahafi hér. En hún aetlar ad hitta mig í Basel á Midvikudaginn, thar sem vid munum grúska eitthvad yfir daginn ádur en ég flýg svo heim um kvöldid. Hlakka til :)

Annars ekki meira ad frétta hédan í bili. Vona thid séud öll á heilu og höldnu eftir thessa skjálfahrinu i gaer. CNN faerdi mér fréttir af thvi. Og ekki of thunglynd eftir Eurovision jardaförina. Skyrtuklaeddi skautadansarinn, med ljósu lokkana, var afar videigandi tharna a svidinu og klárlega thad sem faerdi thessum hippsterum frá Russlandi sigurinn heim.

föstudagur, maí 23, 2008

Sorglegast af öllu finnst mér ad ná ekki ad worka tanid ádur en ég kem heim...

fimmtudagur, maí 15, 2008

Island 5.juni!

Thad verdur nu ad segjast eins og er ad Svissu er eylitid farid ad hlakka til ad stiga faeti aftur a klakann sinn. Sem verdur ad teljast framfor fra sidasta stoppi minu thar um jolin. Og thetta allt saman thratt fyrir hlynandi vedurfar og almenn almenninlegheit her i Lugano.

Eg er meira ad segja ekki fra thvi nema ad udir nidri se litill utilegupuki farinn ad krauma. Ordid ansi langt sidan ad islensk utilega var a bodstolnum og var eg eiginlega bara farin ad afneyta svoleidis idju hin seinustu ar. Vell, Im bAAAaaack!

Sitjandi i klappstol, i fodurlandinu, med Egils bjor i annarri og SS pulsu i hinni, midnaetursolin allsradandi og jah! eg utiloka meira segja ekki undirtekt thegar hinar utilegufrikurnar fara ad blasta Bubba nokkurn Morthens! Ja thid lasud rett...Bubba Morthens! Og nu vaeri godur timi til ad heyra andkof undrunar...

Ja hver veit nema eg muni koma sterk inn i sumar....islenskari en nokkru sinni fyrr!

Thid hafid thjar vikur til ad ljuka vid lopapeysuna.

Peace out.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Milan-Rome-Pisa-Florence-Milan

Svo italiu trippid mitt og Hildar var bara svaka fint. Hun kom til min a sunnudagskvoldi i grenjandi rigningu! Rigndi enn naesta dag...svo Hildur var ekki beint ad sja bestu hlidarnar a Lugano. Brunudum svo til Milano thar sem vid keyptum okkur lestarmida til Romar. Vorum i Rom i nokkra daga og stukkum svo upp i adra lest til Pisa og sidan Florence, adur en ferdinni var heitid aftur til Milan.
Tokum klarlega "thetta reddast" pakkann a thessa ferd. Ekkert planad fyrir fram og meira bara svona go with the flow stemmari sem einkenndi thessa ferd...sem er bara skemmtilegt.





þriðjudagur, apríl 15, 2008





Jæja, þá er orðið dálítið liðið síðan seinast. Aðal ástæða þess er að ég missti nettenginuna heima. Fallega tölvan mín er ofsalega lasin og tók upp á því að fara að senda SPAM út um allt, sem varð til þess að Cablecom sagði hingað og ekki lengra (eftir röð viðvaranna) og lokaði fyrir netið hjá okkur. Heldur dramatískt.

Annars er bara búið að vera brjálað að gera. Field Projectið er í fullum gangi og fer að koma að mid-report skilum í þessari viku. Og þrátt fyrir að hafa lent með afar óákjósanlegu fólki í hóp (með áherslu á AAAAFAR!), þá tókst okkur samt að halda þennan líka gríðarlega vel heppnaða fyrirlestur fyrir Credit Suisse fólk í seinustu viku. Væntanlega sökum þess að flest af þessu óákjósanlega fólki hélt sig til hlés. THANK GOD. Allavega, þá var okkur tilkynnt að Credit Suisse í Zurich hefði frétt af verkefninu okkar og væri voða spennt fyrir því. Þannig að á loka kynningunni okkar í mai, þá verða það ekki bara Lugano Credit Suisse fólk heldur ætlar CS í Zurich líka ad senda eitthvað að sínu fólki til hlusta á niðurstöðurnar okkar. Jæks, ekki beint verið að minnka pressuna á þessum enda.

Páskunum var síðan eitt í Barcelona með þeim Kaupmannahafnar Sólveigu og Maike og var það allt saman hið skemmtilegasta. Veðrið kannski ekki uppá sitt allra besta á þeim tíma en Barcelona engu að síður massa borg. Mæli með henni. Við fórum meðal annars að sjá ansi magnaða sýningu sem hefur verið á flakki um heiminn, The Bodies exhibition. Mannslíkaminn á display og alvöru lík notuð. Frekar magnað. Við Sólveig notuðum líka tækifærið og eyddum degi í Milan og skoðuðum líka Lugano, sigldum á vatninu, “klifum” St. Salvatore o.s.frv., þar sem við höfðum tvo daga hér áður en ferðinni var heitið til Spánar. Aldeilis ljúft að hitta þessa CBS ljúflinga aftur.

Og síðan er hún Hildur mín Rut á leiðinni í heimsókn á sunnudaginn! Og ætlum við jafnvel að reyna að skella okkur til Rómar. Kíkja á Colloseum og Vatikanið og sona. Ekki slæmt það. Alveg að fíla þessar íslendinga heimsóknir til Lugano! Hint hint.

Annars miðar ritgerðinni minni eitthvað hægt áfram. Sýnist á öllu að hún verði bara alfarið unnin á Íslandinu....í atvinnuleysinu! Boohoo og thumbs down fyrir því.

Svo er ég bara með ólíkindum andlaus og ekki upp á mitt besta í blogginu þessa dagana. Brjálað að gera og styttist óðum í heimkomu svo ekki reikna með neinni ofvirkni hér á þessari síðu í bráð.....

EN mér finnst fátt skemmtilegra en að heyra fréttir af krúttulegu Íslendingunum mínum svo verið nú dugleg að kommenta og segja mér lífssögur frá klakanum.

Lifið heil.

mánudagur, mars 17, 2008

Gud minn godur




svartsyni 1
svartsyni 2
svartsyni 3
svartsyni 4

...langt sidan eg hef sed slika röd gledifretta og thad allt a einum degi. Mbl menn voru hressir i dag.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Úff þetta var erfið nótt. Sofnaði loksins klukkan fimm...eftir klukkutíma lestur og tveggja tíma Nágranna gláp. Vaknaði síðan náttlega ekki fyrr en kl ellefu, rétt í tæka tíð fyrir hann Larry minn King á CNN. Saknaði hans þessa mánuði sem ég var fjarri Lugano. Clinton vs. Obama er reyndar eilífðarumræðuefni hjá honum núna, en hann heldur samt áfram að vera töffari...með axlabönd. Tók rölt í bænum í tilefni þess að rigningin hafði látið sig hverfa og afrekaði síðan að klára þetta blessaða Thesis Proposal mitt. Loksins. Fer síðan á fund með Snehota, supervæsorum mínum, á mánudaginn þar sem hann segir mér hvað honum finnst um þessa tillögu mína.

Var svo ánægð eftir lestur næturinnar að nú bíð ég spennt eftir næstu bók Vikas Swarup, Six Suspects, sem á að koma út í júlí. Í júlí er reyndar planið að vera á kafi í ritgerðarskrifum, en Vikas Swarup fær nú samt leyfi til að stytta mér stundir, svona inn á milli.
Þetta svefnmynstur mitt er aðeins farið að verða þreytandi núna. Orðin regla að ég sofna á skikkanlegum tíma, vakna siðan eftir eins til tveggja tíma svefn og þá er ekki aftur snúið, ekki sjens af festa svefn í bráð. Afrekaði það núna í andvökunni að klára loksins Viltu vinna milljarð, bók sem ég byrjaði á fyrir ca ári síðan. Fín bók. Skil ekkert í mér að hafa ekki klárað hana fyrr. Þar sem ég þori ekki að kveikja á TV-inu af ótta við að vekja léttsvæfa meðleigjandann, þá sé bara fram á plögga headphones í tölvuna og taka Nágranna maraþon á þetta. Scottie að deyja og allt í rugli maður! Thank god for Neighbours.

laugardagur, mars 08, 2008

Kirkjugarðar

Það er bara eitthvað við þá. Friðsælir og fallegir.



föstudagur, mars 07, 2008

Ekki beint hughreystandi....

þegar mbl.is segir mér að ekkert vit sé í að flytja til Íslands á þessum síðustu og verstu tímum.

Hvað sem þú gerir, haltu þig fjarri heimahögum. Sem stendur ert þú ekki velkomin hér. Flakkaðu um heiminn, týndu niður móðurmálinu, misstu öll tengsl við landann ef þess krefur, safnaðu námslánum; en umfram allt sýndu þolinmæði. Við munum svo hafa samband þegar við höfum séð villu okkar vega og farið að snúa við blaðinu.
Kv, Landið þitt.

Gawd, hversu niðurdrepandi er þetta ástand?! Mjög, er svarið.

Þetta gerir lítið til að afsanna þá staðreynd að Ísland er klárlega ekki besta land í heimi. Vona það séu fáir þarna úti sem ennþá lifa í þeim ljúfa blekkingaheimi.

sunnudagur, mars 02, 2008

Ææ, en leiðinlegt

Svo þetta var ástandið á Íslandi í dag:




Á sama tíma hinum megin við hafið:





Frábær Sunnudagur í 25 stiga hita, múhaha!

Jealous, much?

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Suit up!




Svo dagurinn í dag fór ekki alveg eins og á horfðist. Hafði hugsað mér að vakna kl níu og koma mér út á labb (The lab, fyrir þá sem ekki skilja... aðstaða okkar mastersnema fyrir göfugar jafnt sem ógöfugar pælingar)og tölvast eitthvað þar fram eftir degi. Þurfti að semja thesis proposal fyrir hann Prof. Snehota minn, sem hefur samþykkt að súpervæsa ritgerðina mína, búa til Cover letter fyrir atvinnu umsóknir, senda email hingað og þangað, prenta út haug af stöffi, lesa upplýingar frá Credit Suisse og undirbúa mig fyrir Kick-off fundinn sem er á fimmtudaginn....og svona mætti lengi telja. Var sumsé með fullbókaðan dag í huganum. Sá fyrsti í langan tíma.

Nema hvað, ég byrja daginn á því að slökkva á vekjaraklukkunni kl. níu, leggja höfuðið aftur á koddan og fá mér smá lúr. Svona eins og þriggja tíma lúr. Hvað? Það þarf smá aðlögunartíma til að koma sé úr frí gírnum. Vakna klukkan tólf og kem mér í gang, tilbúin í harkið, enda útúr sofin. Sé þá email frá einni úr CS hópnum mínum, þar sem hún er að brýna fyrir okkur klæðaburð okkar á yfirvofandi fundi með Credit Suisse fólkinu í vikunni. Þetta hafði víst eitthvað verið tekið fyrir hér á fyrsta fundinum útí skóla með prófessorum og nemendum, sem ég náttlega missti af sökum ferðaóhappadagsins mikla, sem gerði það að verkum að ég mætti til landsins tveimur dögum síðar plan mitt sagði til um.

Þessi stelpa var greinilega eitthvað að hafa áhyggjur af því að við mundum mæta eins og einhver ómenni á þennan fund vildi helst bara að yrðum öll í stíl. "Eins og alvöru teimi". Very Professional Business Suit voru orð dagsins. Professional Business Suit!! Einmitt. Ég er einmitt svona dragtarkona eins og flestir vita og því hljómaði þetta bara eins og rósarblaðavindur í eyrum mér, þar sem skápar mínir eru barmafullir af business drögtum. Business drögtum, brúðkaupsdrögtum, skóla drögtum, work-out drögtum. Bara name it. Dragtir dragtir dragtir. Það er ég. Tæplega.

Nei ég var svo tæp á þessari vigt þegar ég pakkaði niður fyrir þessa ferð að ég er ekki einusinni með eitt par af háhæluðum skóm með mér. Stuttermabolir, gallabuxur og skærar joggingpeysur er uppistaða fataskápsins þessa önnina....enda átti þetta að vera utlimate casual önnin mín! Hvað varð um þau plön?? Stuttbuxur og bleikir sumarkjólar ég mun sakna ykkar. Ég var greinilega ekki að átta mig á að þetta verkefni yrði svona fullorðins.

Þessi líka svakalegi, og sem átti að vera afkastamikli, vinnudagur var því blásinn af í skyndi og skörp beygja tekin til hægri oní bæ í leit af business suit!

Mér finnst gaman að versla föt, en að versla föt sem drepa glaða sálu mína er minna skemmtilegt. Ég endaði að sjálfsögðu í H&M þar sem ég lagði mig alla fram við að reyna að finna eitthvað þolanlegt, sem ég mögulega gæti notað við einhver önnur tækifæri heldur en í samskiptum mínum við Credit Suisse fólk. Má segja að það hafi tekist af vissu leyti. Allavega verð ég heitasta gellan í jarðarfarapartýum næstu ára, svo mikið er víst. Svart, hrikalega svart plein dress. Öskrar það ekki "fagmaður"? Ég ætla rétt að vona það, því ég var farin að sjá eftir því að hafa ekki gripið flugfreyju júniformið með mér út. Útiloka ekki að svo hefði farið hefðu þessar aðstæður svo mikið sem hvarflað að mér.

Flugfreyjubúningur uppfyllir öll þau skilyrði sem prófessional galli gæti mögulega þurft að uppfylla...enda fyrir löngu búið að sjúga allt kúl úr því átfitti. Klúturinn hefði svo bara verið svona hress punktur yfir i-ið.

Jæja, verður gaman að sjá hvernig hitt liðið dressar sig upp. Þau verða bara að láta sig hafa það þótt ég verði ekki eins og spýtt út úr nösinni á þeim á þessm fundi (sem ég veit svosem ekkert um). Þetta voru aldeilis nógu dramatísk fatakaup fyrir mig, án þess að ég fari að bæta gráu ofan á svart með því að láta stjórnast af hugmyndum austurevrópskra kvenskörunga um hvað sé inni og hvað sé úti í heimi fata og stílisera mig í takt við þá staðla. Það hefði nú alveg gert útslagið.

Mér á eftir að líða eins og einhverju nafnlausu skrifstofudýri í þessum galla, en svona er víst lífið að loknum skóla hjá okkur fullorðins bransafólkinu. Það er ekki hver þú ert sem blívar. Nei krakkar mínir, það er hvað þú ert sem skiptir máli.

mánudagur, febrúar 25, 2008

Heyrðu, og eigum við eitthvað að ræða þennan hrylling sem þið senduð áfram í Eurovision?!!! Nei hélt ekki.

Lugano að vetrarlagi

Ungfrú Sigurrós er í skýjunum yfir nýju myndavélinni sinni :D


Og lífið heldur víst áfram eftir skiptinemann!

Who knew?

Þá er ég mætt aftur til Lugano, efti tveggja MÁNAÐA dvöl heima, sem nú kannski heldur mikið Ísland í dag fyrir minn smekk. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það kom beint í framhaldi af fjögurra mánaða...tja....dirfist ég segja.... "leik-skóla"?! Allavega var "leikur" orð dagsins....vikunnar og já jafvel ársins, í þeirri annars ótrúlega skemmtilegu dvöl í draumaborginni Köben. Það verður að viðurkennast. En ekkert nema gott um það að segja því að þrátt fyrir algjört lágmarkserfiði af minni hálfu, þegar kom að náminu, þá náði nú daman samt öllum sínum áföngum.

Við (og þá meina ég sá trúarhópur sem CBS skiptinemar eru) stóðum í þeirri trú langt framan af önninni að það væri að öllum líkindum í andstöðu við skólareglur að fella okkur, þessi grey í skiptinámi, því endurtektarpróf fyrir svona glób trotters væru klárlega ekki það sniðugasta. Eða það héldum við allavegana. Þar til fólk fór að falla. Haha. Það voru nú ekki margir sem lentu í þeim fjanda en nokkrir þó og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Ef eitthvað réttlæti ríkti í þessum heimi þá hefðum við sko öll átt að falla...og falla hart! Vildu samt flestir meina að fall væri lítill fórnarskostnaður; hefði allt saman verið þess virði. Sem segir nú sitt um ástríðu fólks á þessari skiptinema upplifun í CBS mundi ég segja.

Hér í Lugano byrjar þetta allt hálf rólega þessa önnina, þar sem ég verð að öllum líkindum ekki í neinum tímum, heldur bara í s.k. Field Prjoject og svo ritgerðapælingum.

Ég er komin í hóp í þessu lokaverkefni og fengum við úthlutað verkefni fyrir Credit Suisse, sem ætti að vera spennandi. Risa fyrirtæki og allt það. Fyrsti kick-off meeting verður núna á fimmtudaginn með forsvarsmönnum Credit Suisse og þá fáum við væntanlega að vita meira um hvernig þetta á allt saman að ganga fyrir sig. Hlakka til. Langar að farað kýla á þetta! Finn legusár vera að myndast eftir allan þennan tíma liggjandi í aðgerðarleysi!

Ferðin hingað út gekk heldur brösulega fyrir sig og hefði ég kannski átt að væla aðeins meira undan því hvað það væri leiðinlegt að ferðast hingað einsamall (Flug frá kef., millilending í köben, bið heila eilífð á vellinum þar, tékka aftur inn, meiri bið, flug til mílanó, bið og bið og bið eftir rútunni, klukkutíma keyrsla til Lugano og síðan tölt með ógeðismikinn farangur þaðan og heim í íbúð....búhú, ég veit.). Aha, lífið ákvað semsagt að kenna mér lexíu með því að sýna fram á hversu miiikið verra þetta ferðalag gæti nú raunverulega orðið!

Já það hófst semsagt á yfirvigt í Keflavík. Frábært. Er nú orðin nokkuð sjóuð í þessum yfirvigtum en taldi mig nokkuð seif að þurfa ekki að borga á útleið. First time for everything i guess. Þúsund kall á hvert kíló og þá meinum við hvert kíló hjá því ágæta fólki hjá ICELAND EXPRESS. Sjö kíló, sjö þúsund kall. Frábært. Verðgildi flugmiðans byrjar að hækka.

Flugið er fínt. Ekki ský á himni. Prísa mig sæla að hafa ekki lent í einum af þessum hressu snjórstormum sem drápu allt flug á Íslandi í vetur. Fljúgum í þrjú korter þegar vélinni er snúið við og lennt aftur í Keflavík. Tæknilegir erfiðleikar. Frábært. Endar í tíu tíma bið á keflavík! Er að sjálfsögðu löööngu búin að missa af tengifluginu mínu til Milan á þessum tímapunkti. Verðgildi flugmiðans hækkar enn. Lendi að lokum tíu um kvöldið í köben og fer þá beint í björgunaraðgerðarmót við að reyna að redda nýjum flugmiða til Milan. Sólveig gerðist bjargvættur minn og hýsir mig í tvær nætur. Jákvæði punkturinn: Ég fékk extra köben út úr þessu öllu saman, sem er nú aldrei slæmt.

Lugano er róleg að vanda og ekki bætir úr skák að mínar tvær bestu Lugano vinkonur eru fjarverandi þessa önnina. Snökt snökt. Svo ég er farin að láta mig hlakka aaansi mikið til yfirvofandi Barcelona ferðar sem er á dagskrá um páskana með CBS dömunum Svanevej-Sólveigu og Bjórmeðskinku-Maike.

Og svona að lokum, þá vil ég deila með ykkur mynd af annars ljómandi bakka af eggjum sem ég keypti í Migros hér í vikunni. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta fjaðrahaf þarna í miðjunni. Allavega tók ég þá ákvörðun að ekki skildi kannað hvaða kjúklinga fósturleyfar leyndust á bak við þessa veggi...jæks.