þriðjudagur, mars 11, 2008

Úff þetta var erfið nótt. Sofnaði loksins klukkan fimm...eftir klukkutíma lestur og tveggja tíma Nágranna gláp. Vaknaði síðan náttlega ekki fyrr en kl ellefu, rétt í tæka tíð fyrir hann Larry minn King á CNN. Saknaði hans þessa mánuði sem ég var fjarri Lugano. Clinton vs. Obama er reyndar eilífðarumræðuefni hjá honum núna, en hann heldur samt áfram að vera töffari...með axlabönd. Tók rölt í bænum í tilefni þess að rigningin hafði látið sig hverfa og afrekaði síðan að klára þetta blessaða Thesis Proposal mitt. Loksins. Fer síðan á fund með Snehota, supervæsorum mínum, á mánudaginn þar sem hann segir mér hvað honum finnst um þessa tillögu mína.

Var svo ánægð eftir lestur næturinnar að nú bíð ég spennt eftir næstu bók Vikas Swarup, Six Suspects, sem á að koma út í júlí. Í júlí er reyndar planið að vera á kafi í ritgerðarskrifum, en Vikas Swarup fær nú samt leyfi til að stytta mér stundir, svona inn á milli.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu búin að ákveða ritgerðarefni? Hvenær flyturðu heim stelpa?

kv.cheeriosið

The teeny tiny turtle sagði...

Sael Cheerios! Amm, bunad akveda efni. Svona i grofum drattum tha snyst thad um Nation Branding, og fletta svo Island inn i thad a einhvern hressan mata :) Annars stefni eg ad thvi ad flytja heim i juni og skrifa bara ritgerdina thar. Ordid erfitt ad vera islendingur i utlondum, med gengi kronunnar i frjalsu falli :/