miðvikudagur, desember 20, 2006

Home sweet home

Jæja! Þá er það bara Íslandið góða á morgun :)

Langur dagur fyrir höndum, þar sem ég verð á ferðinni í einhverjar sextán klukkustundir áður en lent verður í hvirfilvindunum og flóðunum á Íslandi. Aldeilis brjálaða veðrið þar.....jimundur minn!

Hmmm....ætti kannski að tilkynna það að ég finn ekki íslenska símakortið mitt, svo að Sviss númerið verður í notkun allavega fyrsta daginn minn á landinu. Ég reyni svo að kippa þessu í liðinn ASAP og reikna með gæjarnir hjá Vodafone verði búnir að redda þessu fyrir mig vonandi sem fyrst...

Sjáumst þá bara á röltinu í Reykjavíkinni!

mánudagur, desember 18, 2006

Það var haldinn class-meeting í dag eftir skóla. Komst að því að ég er ekki ein um að vera að mynda magasár hér í geðveikinni. Langt frá því sko. Rosa leið mér nú vel að hafa mætt á þennan fund. Þótt hann bæti ástandið ekki þá er samt alltaf betra að kveljast í hóp er það ekki :)

Svo barst talið að accounting tímunum og þessum ógeðslega vanhæfa aðstoðakennara sem hefur verið að láta ljós sitt skína þar undanfarið. Allir óánægðir. Meira að segja lið með bakgrunn í þessum efnum er að ströggla! Komst að því þar að við erum að covera efni á einni önn sem er coverað á þremur árum í bacherlor náminu!! Setur hlutina nú aðeins í samhengi fyrir mig....

Fundinum var svo lokið með þeim orðum að ef þessi önn væri að kæfa okkur, þá þyrftum við nú að fara að undirbúa okkur andlega undir þá næstu....því að þá yrði sko keyrslan sett í gang!
Partur af masternámi fælist í því að vera undir stanslausri pressu og álagi og að við þyrftum bara að reyna að halda þetta út í tvö ár.

Þeim fannst nú reyndar ekkert alltof sniðugt að pressan væri það mikið að námsbækurnar sætu gjörsamlega á hakanum hjá öllum...but hey! thats life!

Það er semsagt berlega á hreinu að þessi jólin verður ekkert slakað á á mínum bæ. Þessar tvær vikur verða algjörlega fullbókaðar bara undir lestur. Og þá erum við að tala um frumlestur á efni sem hingað til hefur verið algjörlega ógerlegt að ná að gera í bland við allt annað.

.....Tvær vikur er svo langt frá því að vera nóg.....

úff...gleðileg jól? Held ekki.

fimmtudagur, desember 14, 2006



Aldrei á minni ævi hef ég verið undir jafn miklu álagi.
Þetta hlýtur að vera eitthvað djók.

Ég man hreinlega ekki eftir því að hafa hakað við "superhuman" reitinn þegar ég sótti hér um.

sunnudagur, desember 10, 2006

Afmæli í gær...







....og glampandi sól í dag!

föstudagur, desember 08, 2006

Það virðist bara ekki ætla að hætta að rigna. Búin að vera dembandi rigning núna í fjóra daga og von mín um að sjá jólasnjó hér áður en ég fer heim fer minnkandi. Þetta er samt ekki svo slæm rigning. Voðalega útlensk. Ég kýs útlensku rigninguna fram yfir þá íslensku any day. Hér er hún nefliega lóðrétt. Það er víst þannig sem rigning á að vera... Maður skellir bara upp regnhlífinni og þá er maður í góðum málum. Rigning og blankalogn. Svolleiðis á þetta að vera.
Þyrfti að reyna að rétta þessa íslensku rigningu við og hífa hana upp úr lárétta gírnum...þá væri hún kannski ekki svo slæm.

sunnudagur, desember 03, 2006





Augljóst merki þess að jólin nálgast óðum...þegar heimabakaðar jólasmákökur berast manni frá útlenskum mæðrum útlenskra vina.

Meira en lítið huggulegt :)

Átján dagar í heimför í dag!