þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Suit up!




Svo dagurinn í dag fór ekki alveg eins og á horfðist. Hafði hugsað mér að vakna kl níu og koma mér út á labb (The lab, fyrir þá sem ekki skilja... aðstaða okkar mastersnema fyrir göfugar jafnt sem ógöfugar pælingar)og tölvast eitthvað þar fram eftir degi. Þurfti að semja thesis proposal fyrir hann Prof. Snehota minn, sem hefur samþykkt að súpervæsa ritgerðina mína, búa til Cover letter fyrir atvinnu umsóknir, senda email hingað og þangað, prenta út haug af stöffi, lesa upplýingar frá Credit Suisse og undirbúa mig fyrir Kick-off fundinn sem er á fimmtudaginn....og svona mætti lengi telja. Var sumsé með fullbókaðan dag í huganum. Sá fyrsti í langan tíma.

Nema hvað, ég byrja daginn á því að slökkva á vekjaraklukkunni kl. níu, leggja höfuðið aftur á koddan og fá mér smá lúr. Svona eins og þriggja tíma lúr. Hvað? Það þarf smá aðlögunartíma til að koma sé úr frí gírnum. Vakna klukkan tólf og kem mér í gang, tilbúin í harkið, enda útúr sofin. Sé þá email frá einni úr CS hópnum mínum, þar sem hún er að brýna fyrir okkur klæðaburð okkar á yfirvofandi fundi með Credit Suisse fólkinu í vikunni. Þetta hafði víst eitthvað verið tekið fyrir hér á fyrsta fundinum útí skóla með prófessorum og nemendum, sem ég náttlega missti af sökum ferðaóhappadagsins mikla, sem gerði það að verkum að ég mætti til landsins tveimur dögum síðar plan mitt sagði til um.

Þessi stelpa var greinilega eitthvað að hafa áhyggjur af því að við mundum mæta eins og einhver ómenni á þennan fund vildi helst bara að yrðum öll í stíl. "Eins og alvöru teimi". Very Professional Business Suit voru orð dagsins. Professional Business Suit!! Einmitt. Ég er einmitt svona dragtarkona eins og flestir vita og því hljómaði þetta bara eins og rósarblaðavindur í eyrum mér, þar sem skápar mínir eru barmafullir af business drögtum. Business drögtum, brúðkaupsdrögtum, skóla drögtum, work-out drögtum. Bara name it. Dragtir dragtir dragtir. Það er ég. Tæplega.

Nei ég var svo tæp á þessari vigt þegar ég pakkaði niður fyrir þessa ferð að ég er ekki einusinni með eitt par af háhæluðum skóm með mér. Stuttermabolir, gallabuxur og skærar joggingpeysur er uppistaða fataskápsins þessa önnina....enda átti þetta að vera utlimate casual önnin mín! Hvað varð um þau plön?? Stuttbuxur og bleikir sumarkjólar ég mun sakna ykkar. Ég var greinilega ekki að átta mig á að þetta verkefni yrði svona fullorðins.

Þessi líka svakalegi, og sem átti að vera afkastamikli, vinnudagur var því blásinn af í skyndi og skörp beygja tekin til hægri oní bæ í leit af business suit!

Mér finnst gaman að versla föt, en að versla föt sem drepa glaða sálu mína er minna skemmtilegt. Ég endaði að sjálfsögðu í H&M þar sem ég lagði mig alla fram við að reyna að finna eitthvað þolanlegt, sem ég mögulega gæti notað við einhver önnur tækifæri heldur en í samskiptum mínum við Credit Suisse fólk. Má segja að það hafi tekist af vissu leyti. Allavega verð ég heitasta gellan í jarðarfarapartýum næstu ára, svo mikið er víst. Svart, hrikalega svart plein dress. Öskrar það ekki "fagmaður"? Ég ætla rétt að vona það, því ég var farin að sjá eftir því að hafa ekki gripið flugfreyju júniformið með mér út. Útiloka ekki að svo hefði farið hefðu þessar aðstæður svo mikið sem hvarflað að mér.

Flugfreyjubúningur uppfyllir öll þau skilyrði sem prófessional galli gæti mögulega þurft að uppfylla...enda fyrir löngu búið að sjúga allt kúl úr því átfitti. Klúturinn hefði svo bara verið svona hress punktur yfir i-ið.

Jæja, verður gaman að sjá hvernig hitt liðið dressar sig upp. Þau verða bara að láta sig hafa það þótt ég verði ekki eins og spýtt út úr nösinni á þeim á þessm fundi (sem ég veit svosem ekkert um). Þetta voru aldeilis nógu dramatísk fatakaup fyrir mig, án þess að ég fari að bæta gráu ofan á svart með því að láta stjórnast af hugmyndum austurevrópskra kvenskörunga um hvað sé inni og hvað sé úti í heimi fata og stílisera mig í takt við þá staðla. Það hefði nú alveg gert útslagið.

Mér á eftir að líða eins og einhverju nafnlausu skrifstofudýri í þessum galla, en svona er víst lífið að loknum skóla hjá okkur fullorðins bransafólkinu. Það er ekki hver þú ert sem blívar. Nei krakkar mínir, það er hvað þú ert sem skiptir máli.

mánudagur, febrúar 25, 2008

Heyrðu, og eigum við eitthvað að ræða þennan hrylling sem þið senduð áfram í Eurovision?!!! Nei hélt ekki.

Lugano að vetrarlagi

Ungfrú Sigurrós er í skýjunum yfir nýju myndavélinni sinni :D


Og lífið heldur víst áfram eftir skiptinemann!

Who knew?

Þá er ég mætt aftur til Lugano, efti tveggja MÁNAÐA dvöl heima, sem nú kannski heldur mikið Ísland í dag fyrir minn smekk. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það kom beint í framhaldi af fjögurra mánaða...tja....dirfist ég segja.... "leik-skóla"?! Allavega var "leikur" orð dagsins....vikunnar og já jafvel ársins, í þeirri annars ótrúlega skemmtilegu dvöl í draumaborginni Köben. Það verður að viðurkennast. En ekkert nema gott um það að segja því að þrátt fyrir algjört lágmarkserfiði af minni hálfu, þegar kom að náminu, þá náði nú daman samt öllum sínum áföngum.

Við (og þá meina ég sá trúarhópur sem CBS skiptinemar eru) stóðum í þeirri trú langt framan af önninni að það væri að öllum líkindum í andstöðu við skólareglur að fella okkur, þessi grey í skiptinámi, því endurtektarpróf fyrir svona glób trotters væru klárlega ekki það sniðugasta. Eða það héldum við allavegana. Þar til fólk fór að falla. Haha. Það voru nú ekki margir sem lentu í þeim fjanda en nokkrir þó og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Ef eitthvað réttlæti ríkti í þessum heimi þá hefðum við sko öll átt að falla...og falla hart! Vildu samt flestir meina að fall væri lítill fórnarskostnaður; hefði allt saman verið þess virði. Sem segir nú sitt um ástríðu fólks á þessari skiptinema upplifun í CBS mundi ég segja.

Hér í Lugano byrjar þetta allt hálf rólega þessa önnina, þar sem ég verð að öllum líkindum ekki í neinum tímum, heldur bara í s.k. Field Prjoject og svo ritgerðapælingum.

Ég er komin í hóp í þessu lokaverkefni og fengum við úthlutað verkefni fyrir Credit Suisse, sem ætti að vera spennandi. Risa fyrirtæki og allt það. Fyrsti kick-off meeting verður núna á fimmtudaginn með forsvarsmönnum Credit Suisse og þá fáum við væntanlega að vita meira um hvernig þetta á allt saman að ganga fyrir sig. Hlakka til. Langar að farað kýla á þetta! Finn legusár vera að myndast eftir allan þennan tíma liggjandi í aðgerðarleysi!

Ferðin hingað út gekk heldur brösulega fyrir sig og hefði ég kannski átt að væla aðeins meira undan því hvað það væri leiðinlegt að ferðast hingað einsamall (Flug frá kef., millilending í köben, bið heila eilífð á vellinum þar, tékka aftur inn, meiri bið, flug til mílanó, bið og bið og bið eftir rútunni, klukkutíma keyrsla til Lugano og síðan tölt með ógeðismikinn farangur þaðan og heim í íbúð....búhú, ég veit.). Aha, lífið ákvað semsagt að kenna mér lexíu með því að sýna fram á hversu miiikið verra þetta ferðalag gæti nú raunverulega orðið!

Já það hófst semsagt á yfirvigt í Keflavík. Frábært. Er nú orðin nokkuð sjóuð í þessum yfirvigtum en taldi mig nokkuð seif að þurfa ekki að borga á útleið. First time for everything i guess. Þúsund kall á hvert kíló og þá meinum við hvert kíló hjá því ágæta fólki hjá ICELAND EXPRESS. Sjö kíló, sjö þúsund kall. Frábært. Verðgildi flugmiðans byrjar að hækka.

Flugið er fínt. Ekki ský á himni. Prísa mig sæla að hafa ekki lent í einum af þessum hressu snjórstormum sem drápu allt flug á Íslandi í vetur. Fljúgum í þrjú korter þegar vélinni er snúið við og lennt aftur í Keflavík. Tæknilegir erfiðleikar. Frábært. Endar í tíu tíma bið á keflavík! Er að sjálfsögðu löööngu búin að missa af tengifluginu mínu til Milan á þessum tímapunkti. Verðgildi flugmiðans hækkar enn. Lendi að lokum tíu um kvöldið í köben og fer þá beint í björgunaraðgerðarmót við að reyna að redda nýjum flugmiða til Milan. Sólveig gerðist bjargvættur minn og hýsir mig í tvær nætur. Jákvæði punkturinn: Ég fékk extra köben út úr þessu öllu saman, sem er nú aldrei slæmt.

Lugano er róleg að vanda og ekki bætir úr skák að mínar tvær bestu Lugano vinkonur eru fjarverandi þessa önnina. Snökt snökt. Svo ég er farin að láta mig hlakka aaansi mikið til yfirvofandi Barcelona ferðar sem er á dagskrá um páskana með CBS dömunum Svanevej-Sólveigu og Bjórmeðskinku-Maike.

Og svona að lokum, þá vil ég deila með ykkur mynd af annars ljómandi bakka af eggjum sem ég keypti í Migros hér í vikunni. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta fjaðrahaf þarna í miðjunni. Allavega tók ég þá ákvörðun að ekki skildi kannað hvaða kjúklinga fósturleyfar leyndust á bak við þessa veggi...jæks.