föstudagur, júní 29, 2007

Swiss Alps part 9 Lugano

Jæja, er þá ekki kominn tími til að kynna fólk aðeins fyrir Lugano? Þegar ég kom hingað fyrst voru nú nokkrar vinaheimsóknir á dagskrá sem síðan allar duttu uppfyrir. Mjög svo sorglegt, en þið hafið ennþá séns næsta vor gott fólk! Ég fann þetta líka stórsniðuga myndband af Lugano á YouTube. Njótið vel lömbin mín

Nú, fyrir þá sem ekki nenna að eyða níu mínútum af lífi sínu í svona rugl, þá er hér örútgáfa sem var partur af verkefni "international tourism" stúdenta í USI

sunnudagur, júní 10, 2007






Bara svo ég láti það nú líka fylgja sögunni, að þá er stríðinu lokið. Vinur minn hann herra Lurati viðurkenndi sig sigraðan og sá sig knúinn til að leyfa mér að sleppa bæði tölfræði og Corporate research methods! Sem er í rauninni meira en ég fór fram á en veitir mér engu að síður ómælda hamingju!

Annars er lítið að frétta. Leytinni að leigjanda heldur áfram og mjakar lítið áfram sem stressar mig pínu út. En helginni var eytt í eilítið partýstand og svo algjört afslappelsi í mínu ástkæra Lido. Afar huggulegt allt saman.

Verið að reyna að hrista af sér alla streytu fyrir lokasprettinn sem nálgast óðfluga.