þriðjudagur, október 30, 2007

Wunderbar!




Fékk þau Jones og Briem í heimsókn til mín síðasta fimmtudag. Heldur betur hressilegt. Dagskráin var þétt í þessu fjögurra daga stoppi þeirra og var túristast, verslað og djammað...ekki endilega í þessari röð. Á föstudagskvöldið var farið á Kulörbar sem eitt sinn var mér kær, en hef ég nú snarlega skipt um skoðun. Stóra kápumálið kom nefnilega upp umrætt kvöld þar sem starfsfólki fatahengisins tókst að týna nýju kápunni og sendu mig út í frostuga kaupmannarhafnarnóttina á stuttum kjólnum einum fata. Málið er enn óleyst. Annars voru þau bara hin prúðustu þau Briem og Jones og með söknuði í hjarta sem ég kvaddi þau á Amagerbro lestarstöðinni þegar leiðir okkar skildust. Tími fyrir mig að snúa aftur í ghettóið þar sem ég er best geymd og tími fyrir þau að snúa aftur heim til föðurlandsins.

Uppgötva svo í gærkvöldi að þau höfðu í misgripum pakkað skóladagbókinni minni niður og flutt hana með sér til Íslands, sem var sérdeilis óhentugt fyrir mig þar sem LÍF mitt er í þessari bók og ég er algjörlega lömuð án hennar. Missti af enn einum tímanum í morgun sökum þessa og vona að hún sé nú í þessum töluðu orðum einhverstaðar yfir atlashafinu á ljóshraða á leiðinni aftur til mín. Annars get ég bara pakkað niður og farið heim.

Úff, ritgerðarskrif í dag, Halloween partý á morgun og Oslo-krús á föstudaginn. Það rofa ekkert til í dagskránni hér.

miðvikudagur, október 24, 2007

Fyrsta próf gefur manni ýmsar visbendingar

....svona að öllu jöfnu.

Mjög reglulega fæ ég þessa spurningu: "Og hvernig gengur svo skólinn?". Þetta er ekki einungis með leiðinlegri spurningum sem ég fæ heldur er þetta líka sú spurning sem ég á aldrei svar við. Það virðist þó sjaldnast stoppa fólk í að spyrja og poppar þessi spurning iðulega upp með reglulegu millibili, þar til ég hef látið það eftir viðkomandi að gefa einhversskonar svar."Gengur bara fínt", virðist vera vinsælast. Ok, ég veit ekki hvernig skólinn gengur. Ég hef í alvöruni ekki hugmynd um hvernig ég er stödd, hvort ég sé raunverulega að skilja eitthvað, hvort mér sé að ganga vel eða hvort ég sé yfirhöfuð bara alveg í ruglinu með þetta allt saman. Ég bara les einhverjar bækur, mæti svo í misgóða fyrirlestra þar sem mis góðir kennarar tala út frá misgóðum glærum um sína túlkun á því sem ég var að lesa. Ef að ég skil hvað kennarinn er að segja, get ég þá svarað því að skólinn gangi bara framúrskarandi vel hjá mér? Nei, hélt ekki. Það er nefninlega ekki fyrr en maður tekur sitt fyrsta próf í nýjum skóla að maður getur myndað sér óljósa hugmynd um það hvernig manni sé að ganga. Og það var einmitt það sem ég gerði dag. Fyrsta prófið mitt í CBS. Been there done that.

Klukkan níu í morgun var þreytt lokapróf í "International negotiations and dispute resolution". Tímasett beint í framhaldi af viku haustfríinu, sem gerði það að verkum að á meðan aðrir flökkuðu um evrópu í góðum fíling, þá breytti ég nafninu mínu í Bókasafns-Pésa. Tímarnir í þessu fagi voru með þeim verri sem ég hef sitið. Dvergvaxinn, mjóróma danadurtur með útstæð fiskaaugu sem talaði þessa líka fínustu Danglish, kenndi tímana. Hann var einn af þessum sem lækka alltaf róminn í lok setningar svo orðin breytast í hvísl og enda bara í óskiljanlegu muldri. Enginn heyrði í honum en aldrei sagði neitt neitt...pínu skrítið, nú þegar ég spái í því. Það var semsagt undir hverjum og einum komið að ákveða af hverju seinni hluti setninga hans samanstóð og voru niðurstöður okkar æði misjafnar þegar bækur voru bornar saman i lok tíma. Vonuðum bara að hann hefði vanið sig á það að byrja allar setningar á mikilvægu nótunum....þá mátti hann alveg enda þær í bullinu for all that we cared.

Þessi gæi var semsagt ekkert mikið að hjálpa uppá hvatninguna til að hafa sig í að vakna sjö á morgnana til að ná tímanum sem var þó bara einu sinni í viku. Hann er ekki það sem við mundum kalla kennara af guðs náð. Hann átti það meira að segja til að raunverulega svara spurningu með "blablablabla". Og nú ýki ég ekki einu sinni. Seinasti tími fyrir próf og einhver spyr hvað hann meini nákvæmlega með þvi að hann muni tvinna case-studyin saman prófið. Herra Verner: "Yes, well...for example...uuuuuhhh...blablabla!". Þögn. Fólk horfði bara vandræðalega á hvort annað og enginn vissi almenninlega hvaða orð skildu falla í framhaldi af þessum tímalausu gullkornum. Já, hann náði nýjum hæðum þennan dag, vinur minn hann Verner. Það þarfnast væntanlega ekki frekari úskýringa að í næsta hléi lét ég mig hverfa.

Ég var nokkuð ánægð með mig að ég skildi ná að lesa allan texann fyrir prófið, svona á hlaupum, og meira að segja glósa smá. Svo skoðaði ég gamalt próf og ekkert hræðilegt sem kom mér á óvart þar. Bara nokkuð basic allt saman. Erfiðast er að læra undir próf þar sem manni finnst efnið vera common sense. Ég get það ekki. Hef engan sans fyrir því hvað ég skuli vera að leggja áherslu á og hvað þá læra utanbókar. Það er ekki hægt að læra commonsense hluti utan bókar. Þeir eru common sense.

Allavega, ég var í góðum fíling fyrir þetta próf alla vikuna, búnað lesa jafnt og þétt og alltaf að fatta allt....þangað til í gær, daginn fyrir próf. Þá sé að ég skil þetta allt ósköp vel en ég kann ekki NEITT! Plús að ég hafði verið að lesa alla vikuna án hins minnsta vott af stressi í maganum, sem boðar aldrei gott! Það er nú bara þannig að eftir því sem ég kann meira því stressaðri verð ég og uppteknari að því að fullkomna það sé nú þegar veit, en eftir því sem ég kann minna, því afslappaðri er ég...þarf ekkert a stressa sig á að muna ekki eitthvað sem maður kann hvort eð er ekki. Og í gærkvöldi átta ég mig á því bara hversu óhugnalega afslöppuð ég er. Þá tekur við skyndi kúrs seint í gærkvöldi við að reyna að troða einhverjum punktum inn í hausinn á mér til að hafa eitthvað til að setja niður á blað í prófinu. Hef aldrei verið þekkt fyrir það að læra á næturna svo ég sofnaði kl eitt búin að hrufla niður tíu óskiljanlega-handskrifaðar blaðsíður af minnispunktum, en náði ekki lesa þá yfir, hvað þá læra þá. Svo ég vakna klukkan fimm i nótt, eyturhress til lesa þennan skratta. Geri þar með heiðarlega tilraun að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Er svo tilbúin í bússinn klukkan hálf átta, fyrir prófið sem byrjar klukkan níu, því ég var svo ógeðishrædd um vera of sein eða finna ekki stofuna eða eitthvað álíka Sissúlegt sem gæti gerst. Það var búið að vara okkur við því að ef við skildum af einhverjum ástæðum missa af prófinu þá yrði ekki edurtekt fyrr en að ári liðnu...sem er víst ekki í boði fyrir mína. Plús að það gerist víst iðulega fyrir skiptinemana hér að þeir villast einhverstaðar, mæta í vitlausar stofur o.s.frv. Dumbasses!

Er mætt í bygginguna klukktíma fyrir próf, finn stofuna eins og skot og sit þar í makindum mínm að fletta yfir glósurnar mínar. Finnst ég hrikalega góð að hafa flogð svona léttilega í gegnum þetta stofu prósess. Fólk fer fljótlega að tínast inn en enginn stoppar hjá minni stofu. Ég reyni að halda kúlinu, klukkan er nú einusinni bara hálf níu. Það eru kannski sumir með meira vott af heilbrigði heldur en ég og mæta, segjum, korter í?....þau hljóta að farað koma. Ég er ekki ein af þessum skiptinema vitleysingum sem klúðra prófi því þeir ráða ekki við að finna það. Klukkan verður korter í, tíu í og fimm i og þá finnst mér þetta ekki vera orðið sniðugt lengur. Ramba inn stofu í nágrenninu þar sem ég veit að annar hópur er a taka próf en veit líka að ég á ekki að vera þar. Enginn getur sagt mér hvar í andsk. ég eigi að vera og afhverju stofan mín sé tóm. Því ég veit að ég var með rétta stofu! Nú er klukkan orðin níu og ég grenja í gellunni að leyfa mér að sitja prófið í þessari stofu, það sé eini sénsinn fyrir mig. Hún leyfir mér það, en segir að engar tölvur sé lausar svo ég verði að handskrifa prófið, sem er allskostar ekki töff! Ég næ að redda einni tölvu á síðustu stundu nema enginn getur sagt mér hvernig eigi að kveikja á henni! Einhver strákur kemur til bjargar og kveikir á henni....tekur tölvuna svona fimm mínútur að ræsa sig svo ég er að byrja prófið ca. tíu mín eftir öllum öðrum, ennþá að reyna að jafna mig eftir sjokkið að hafa næstum orðið útundan í þessu prófi. Sumsé ljómandi góð leið til að hefja próftöku. Bara svona almennt. Mæli með því.

Fjögurra tíma próf á tölvu. Sko. Ég er af gamla skólanum svo ég vön paper-and-pencil aðferðinni og það á tveimur tímum. Var því temmilega viss um að ég yrði inn og útúr þessari stofu á fyrsta tímanum. Neinei, sat alla fjóra tímana og lamdi á lyklaborðið. Verner, dvergvaxni vinur minn hafði blekkt mig með æfingarprófinu og talið mér trú um allskostar öðrvísi spurningar. Svo ég kom að fjöllum og þurfti að ræsa hægra heilahvelið til virkni og kalla fram smá creativity. Creativity á prófi sem er ekki í "creative writing" kallar sjaldnst á góða hluti. Oh jæja...ég kláraði þetta, seifaði meistarastykkið á þrjár diskettur og skilaði kvikindinu inn.

Veit ekki hvort það voru óheppilegar aðstæðurnar, eða mín takmarkaða geta til að koma frá mér efninu sem olli þessum harmleik,en það skiptir kannski heldur ekki öllu máli. Því nú hef ég tekið mitt fyrsta próf í CBS!

Og hvernig gengur svo skólinn? Þessari spurningu hefur tekist að slaga upp í topp tíu listann yfir leiðninlegustu spurningar allra tima og trónir nú þar á toppnum ásamt fleiri góðum á borð við "Sigurrós? eins og hljómsveitin?", eða "Hvað verðuru svo þegar þú útskrifast?" og svo my all time favourite "Ert'ekki hress??" Eiiins og þú sért eitthvað hressari félagi.

sunnudagur, október 21, 2007

Nýr sími

Fannst rétt að tilkynna um nýtt gemsanúmer hjá mér hér í Danmörku: 0045 50284542

laugardagur, október 13, 2007

Sigur Rós í mögulega versta viðtali í heimi

Vááááá! Ég las grein á mbl að Sigur Rós hefðu staðið sig hræðilega í viðtali á útvarpsstöð í USA sem væri núna verið að kalla "versta viðtal sögunnar" Já! Ég er ekki frá því. Þetta er SLÆMT!