þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Það er til fólk sem hefur þetta að atvinnu

Það er sorglegt að segja það.....en ég hef bara ekki heilann í hagfræði.
Virðist með engu móti geta hugsað á hagfræðilegum nótum.

Svo stendur mér líka bara svo ótrúlega mikið á sama um indifference curves, duopoly, budget lines, isoquanta, marginal cost, sunk cost, price elasticity of demand og partial equilibrium analysis...

Það er bara nákvæmlega eeeekkert við þetta sem vekur hinn minnsta vott af áhuga hjá mér.
Sem í sjálfu sér er alveg hræðilega slæmt mál...

Nú reynir á sálfræði snilli mína. Þarf með einhverju móti að blekkja sjálfa mig og reyna að framkalla falska áhugahvöt svo að ég eigi séns í að meika þetta annars afskaplega sorglega fag....

Öll góð ráð eru vel þegin á þessari stundu.

sunnudagur, nóvember 26, 2006




Afskaplega þykir mér nú vænt um rás 2 á netinu...
og þá sérstaklega litla Rokklandið mitt þar, með viðkunnalegri röddu Óla Palla í aðalhlutverki.

Voða gott að geta sest niður stöku sinnum og látið ljúfa íslenskuna leika um eyru sín...

Held það veiti nú ekki af því hreinlega, því ég er farin að taka upp á þeim ósið að hugsa og dreyma á ensku.

Finnst það hálf skuggaleg þróun eftir svo stuttan tíma í útlandinu.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Appenzell







Aldeilis fór ég nú að skoða merkilegan bæ um helgina. Apenzell.

Ég fór með Barbó til St. Gallen á föstudaginn, þaðan sem hún kemur, og gistum við í húsi foreldra hennar í tvær nætur.
Keyrðum svo heim á Sunnudaginn, með stoppi í Appenzell og svo í Zurich, þar sem bróðir hennar býr.

Appenzell er pínulítill bær í Norð-Austur Sviss, þar sem búa eitthvað um 5000 manns held ég. Svakalega krúttulegur bær sem er hvað frægastur fyrir sérstöku Appenzell ostana sína.
Nema hvað... þetta er alveg svakalega íhaldsamur bær og eiga íbúar bæjarins það til að klæða sig upp í traditional þjóðbúninga og jóðla í ölpunum.

Þegar þarf að kjósa um einhver málefni í Appenzell, þá er það almenningur sem fær öllu um það ráðið og koma íbúar saman á torgi bæjarins og þá er kosið með því að rétta upp höndina!

Konur í Appenzell höfðu ekki kosningarrétt fyrr en árið 1991. Nítjánhundruðníutíuogeitt! þegar Sviss skikkaði Appenzell til þess að breyta lögum sínum og leyfa konum að kjósa...annars hefði það líkast til aldrei átt sér stað.

Alveg hreint magnað.

Frétti um daginn að Vigdís Finnbogadóttir hefði komið hingað til Lugano í fyrra og haldið þar fyrirlestur í háskólanum. Spurning um að senda hana kannski til Appenzell næst...

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Fondue kvöldið mikla!







Mætti halda að Ives, kærastinn hennar Regínu, hefði ekki mikla trú á okkur stöllum í matargerðarmálum, því hann á það til að skella á sig svuntunni og elda eitthvað ekta svissneskt gúmmelaði handa okkur þegar hann lætur sjá sig.

Info

Jæja Matthildur Vala...sökum mikils hamagangs og almenns æsings af þinni hálfu, kemur hér bloggfærsla sérstaklega tileinkuð þér :)

Sissúin býr í :

Via Zurigo 1
6900 Lugao
Sviss

Sími:

0041 774306007

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Sunday ritual

Þessi er alltaf á sínum stað á sunnudögum.
Hann er hress.



Þessi líka. Sunnudögum, mánudögum, þriðjudögum....
Hann er ekki hress.



Sunnudagar hér í lugano eru rólegir dagar. Ég kann vel við sunnudaga. Á sunnudögum fer ég í sunnudagsgönguna mína. Þá tek ég smá rölt um bæinn og skoða mig um. Labba meðfram vatninu og niður að Paradiso, sest niður á einhvern af þeim fjölmörgu bekkjum sem verða á vegi manns á þessari leið og fylgist með mannlífinu með poddarann í eyrunum. Sufjan Stevens varð fyrir valinu í dag, enda með eindæmum skemmtileg tónlist þar á ferð.

Kem svo við í örugglega einu sjoppunni sem er opin á þessum degi, á heimleiðinni, og kaupi mér National Enquirer. Bara svona til að loka vikunni með góðum slúðurskammti. Er alveg ónýt ef það klikkar. Angelina er einmitt að fá emotional breakdown í India núna og Britney grenntist um þrettán kíló á einum mánuði! (hún ætti nú að reyna það á þessu nýja súkkulaði diet sem ég er á. Það væri challenge!)
Ég meina hver getur klárað daginn án þess að fá slíkar lífsnauðsynlegar upplýsingar í æð, mér er spurn?

Það virðist vera sem svo að margir séu í sama gír og ég á sunnudögum því að þótt að allt sé lokað og það sé mjög rólegt yfir öllu þá er samt þónokkur mannfjöldi á göngu í miðbænum. Í dag fannst mér þessi leiðangur minn einstaklega hressandi, því að loftið hér er farið að fá smá íslandsfíling. Hitinn farinn að lækka örlítið og veðrið orðin svona heldur ferskara, eins og ég kýs að kalla það, þótt aðrir vilji nota önnur, og síður fögur orð um kólnandi veðurfar. Ahhhh gott að koma frá Íslandi. Ég þoli allt! Ég bíð samt efti því að það kólni enn frekar því að fátt er meira frískandi en sól, logn og frost....

Ég er búin að komast að því að það er til heimilislaust fólk í hinni fullkomnu Lugano. Hélt í alvöru að svo væri bara ekki, í fyrstu. En þau eiga sitt litla hang-out í almenningsgarðinum hér, sem er partur af sunnudagsleiðinni minni. Þar eru þau alltaf, alla sunnudaga, sama liðið á sama blettinum. Svo þau eru fundin. Hjúkket. Mér var eiginlega farið að finnast þetta afbrigðilega klín allt saman, þannig að það liggur við að mér létti við að vita af litlu rónunum á sínum stað. Gerir staðinn, á einhvern brenglaðan hátt, mannlegri... I guess.

Þessa litlu sunnudagshefð mína þykir mér best að framkvæma um eftirmiðdaginn, því það er sá tími sem flestir eru á kreiki, en ég hef ákveðið að reyna að halda mig fjarri vatninu þegar tekur að dimma. Því þá tekur tími leðurblakanna við.

Fyrstu dagana mína hér í Lugano, þegar ég bjó enn á hóteli, var stundum sest út á svalir á kvöldin og í myrkrinu kom alltaf eitthvað undarlegt dýr sveimandi á leiftur hraða inn og út af svölunum, blakandi vængjunum í andlitið á manni. Kvöld eftir kvöld reyndi ég að greina hvaða viðbjóður væri þarna á ferð en þessi kvikindi voru svo snögg að ég gat ekki gert upp við mig hvort þarna væri um að ræða einhverja ógeðs útlandaflugu eða lítinn ógeðs útlandafugl. Skipti litlu máli hvað þetta var, þessar skepnur voru mér ekki að skapi.
Lærði svo um daginn að þarna var víst um fljúgandi viðbjóðs rottur að ræða. Hef síðan þá gefið þessum leðurblökufjöndum gaum á kvöldin þar sem þær sveima um í hópum og skrækja.
Þeim finnst víst líka töff að gefa fólki hundaæði.
Ekki mér. Aldeilis ekki minn tebolli.