þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Það er til fólk sem hefur þetta að atvinnu

Það er sorglegt að segja það.....en ég hef bara ekki heilann í hagfræði.
Virðist með engu móti geta hugsað á hagfræðilegum nótum.

Svo stendur mér líka bara svo ótrúlega mikið á sama um indifference curves, duopoly, budget lines, isoquanta, marginal cost, sunk cost, price elasticity of demand og partial equilibrium analysis...

Það er bara nákvæmlega eeeekkert við þetta sem vekur hinn minnsta vott af áhuga hjá mér.
Sem í sjálfu sér er alveg hræðilega slæmt mál...

Nú reynir á sálfræði snilli mína. Þarf með einhverju móti að blekkja sjálfa mig og reyna að framkalla falska áhugahvöt svo að ég eigi séns í að meika þetta annars afskaplega sorglega fag....

Öll góð ráð eru vel þegin á þessari stundu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

man ekki hvað það heitir á sálfræðimáli...en kannski geturðu reynt að tengja góða hluti við þetta leiðinlega fag, t.d. alltaf borðað súkkulaði í tímum svo það virki aðeins jákvæðara.
bara ein uppástunga:)

Nafnlaus sagði...

Já þakkaðu bara fyrir að vera ekki í fagi sem heitir arðsemisgreining!! orðið sjálft er meira að segja dead boring!!

Nafnlaus sagði...

Já einmitt..jákvæð styrking, spurning um að tékka kannski á því..þyrfti nú samt að vera eitthvað drastískara en súkkulaði held ég, súkkulaði er orðið daglegt brauð hjá mér svo það hefur misst allan styrkingarmátt :)Desperate times call for desperate measures...og arðsemisgreining! holy mother, minnir mig á það afhverju ég er ekki í viðskiptafræði...