þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Appenzell







Aldeilis fór ég nú að skoða merkilegan bæ um helgina. Apenzell.

Ég fór með Barbó til St. Gallen á föstudaginn, þaðan sem hún kemur, og gistum við í húsi foreldra hennar í tvær nætur.
Keyrðum svo heim á Sunnudaginn, með stoppi í Appenzell og svo í Zurich, þar sem bróðir hennar býr.

Appenzell er pínulítill bær í Norð-Austur Sviss, þar sem búa eitthvað um 5000 manns held ég. Svakalega krúttulegur bær sem er hvað frægastur fyrir sérstöku Appenzell ostana sína.
Nema hvað... þetta er alveg svakalega íhaldsamur bær og eiga íbúar bæjarins það til að klæða sig upp í traditional þjóðbúninga og jóðla í ölpunum.

Þegar þarf að kjósa um einhver málefni í Appenzell, þá er það almenningur sem fær öllu um það ráðið og koma íbúar saman á torgi bæjarins og þá er kosið með því að rétta upp höndina!

Konur í Appenzell höfðu ekki kosningarrétt fyrr en árið 1991. Nítjánhundruðníutíuogeitt! þegar Sviss skikkaði Appenzell til þess að breyta lögum sínum og leyfa konum að kjósa...annars hefði það líkast til aldrei átt sér stað.

Alveg hreint magnað.

Frétti um daginn að Vigdís Finnbogadóttir hefði komið hingað til Lugano í fyrra og haldið þar fyrirlestur í háskólanum. Spurning um að senda hana kannski til Appenzell næst...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu búin að æfa jóðlið? ég held að þú tækir marga innfædda í jóðlkeppni..híhíhíhí

Nafnlaus sagði...

Nei ég hef ekki haft tækifæri til þess ennþá en stefni klárlega á svissneska idolið næsta haust þar sem ég hef hugsað mér að heilla fólk með jóðlútgáfu af Nínu...

Nafnlaus sagði...

ég er nú ansi hrædd um að ég myndi borga margt mikilla fjársjóða bæði í íslenskum krónum sem annarra gjaldmiðla , ef ég fengi að sjá hana Sissú jóðla .. dear LORD pant verá fremsta bekk .. haha!