sunnudagur, nóvember 26, 2006




Afskaplega þykir mér nú vænt um rás 2 á netinu...
og þá sérstaklega litla Rokklandið mitt þar, með viðkunnalegri röddu Óla Palla í aðalhlutverki.

Voða gott að geta sest niður stöku sinnum og látið ljúfa íslenskuna leika um eyru sín...

Held það veiti nú ekki af því hreinlega, því ég er farin að taka upp á þeim ósið að hugsa og dreyma á ensku.

Finnst það hálf skuggaleg þróun eftir svo stuttan tíma í útlandinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HÆ hæ skvís!
Hvað segist? hvenær áttu von á þér heim???? because i have to kill you.... af hverju varstu ekki búin að segja mér að kata og grétar væru búin að eignast stelpu??? arrrrggggg:( en annars, þá hlakkar mig til að fá þig heim og setjast með þér á kaffihús þar sem það er hrikalega langt síðan ég hef séð þig....
Anyhow.... hafðu það sem allra best og endilega settu inn smá línu á síðuna hjá mér:)
Lots of kisses
Hildur

Nafnlaus sagði...

Sælar vinkona! Heyrðu það virðist nú bara alveg að hafa slipped my mind satt best að segja..en þú veist það greinilega núna, svo no harm done :) Annars kem ég heim 21. des og fer aftur út 8. jan...þannig spurning um að negla bara niður dagsetningu fljótlega fyrir lítinn hitting :)

Nafnlaus sagði...

já segðu Sigurrós mín, .. það er satt, þú ert líka orðin svoddann málvillingur á vor fagra tungumáli .. spáðu í ÞVÍ !!!! .. ;o)