sunnudagur, nóvember 05, 2006

Sunday ritual

Þessi er alltaf á sínum stað á sunnudögum.
Hann er hress.



Þessi líka. Sunnudögum, mánudögum, þriðjudögum....
Hann er ekki hress.



Sunnudagar hér í lugano eru rólegir dagar. Ég kann vel við sunnudaga. Á sunnudögum fer ég í sunnudagsgönguna mína. Þá tek ég smá rölt um bæinn og skoða mig um. Labba meðfram vatninu og niður að Paradiso, sest niður á einhvern af þeim fjölmörgu bekkjum sem verða á vegi manns á þessari leið og fylgist með mannlífinu með poddarann í eyrunum. Sufjan Stevens varð fyrir valinu í dag, enda með eindæmum skemmtileg tónlist þar á ferð.

Kem svo við í örugglega einu sjoppunni sem er opin á þessum degi, á heimleiðinni, og kaupi mér National Enquirer. Bara svona til að loka vikunni með góðum slúðurskammti. Er alveg ónýt ef það klikkar. Angelina er einmitt að fá emotional breakdown í India núna og Britney grenntist um þrettán kíló á einum mánuði! (hún ætti nú að reyna það á þessu nýja súkkulaði diet sem ég er á. Það væri challenge!)
Ég meina hver getur klárað daginn án þess að fá slíkar lífsnauðsynlegar upplýsingar í æð, mér er spurn?

Það virðist vera sem svo að margir séu í sama gír og ég á sunnudögum því að þótt að allt sé lokað og það sé mjög rólegt yfir öllu þá er samt þónokkur mannfjöldi á göngu í miðbænum. Í dag fannst mér þessi leiðangur minn einstaklega hressandi, því að loftið hér er farið að fá smá íslandsfíling. Hitinn farinn að lækka örlítið og veðrið orðin svona heldur ferskara, eins og ég kýs að kalla það, þótt aðrir vilji nota önnur, og síður fögur orð um kólnandi veðurfar. Ahhhh gott að koma frá Íslandi. Ég þoli allt! Ég bíð samt efti því að það kólni enn frekar því að fátt er meira frískandi en sól, logn og frost....

Ég er búin að komast að því að það er til heimilislaust fólk í hinni fullkomnu Lugano. Hélt í alvöru að svo væri bara ekki, í fyrstu. En þau eiga sitt litla hang-out í almenningsgarðinum hér, sem er partur af sunnudagsleiðinni minni. Þar eru þau alltaf, alla sunnudaga, sama liðið á sama blettinum. Svo þau eru fundin. Hjúkket. Mér var eiginlega farið að finnast þetta afbrigðilega klín allt saman, þannig að það liggur við að mér létti við að vita af litlu rónunum á sínum stað. Gerir staðinn, á einhvern brenglaðan hátt, mannlegri... I guess.

Þessa litlu sunnudagshefð mína þykir mér best að framkvæma um eftirmiðdaginn, því það er sá tími sem flestir eru á kreiki, en ég hef ákveðið að reyna að halda mig fjarri vatninu þegar tekur að dimma. Því þá tekur tími leðurblakanna við.

Fyrstu dagana mína hér í Lugano, þegar ég bjó enn á hóteli, var stundum sest út á svalir á kvöldin og í myrkrinu kom alltaf eitthvað undarlegt dýr sveimandi á leiftur hraða inn og út af svölunum, blakandi vængjunum í andlitið á manni. Kvöld eftir kvöld reyndi ég að greina hvaða viðbjóður væri þarna á ferð en þessi kvikindi voru svo snögg að ég gat ekki gert upp við mig hvort þarna væri um að ræða einhverja ógeðs útlandaflugu eða lítinn ógeðs útlandafugl. Skipti litlu máli hvað þetta var, þessar skepnur voru mér ekki að skapi.
Lærði svo um daginn að þarna var víst um fljúgandi viðbjóðs rottur að ræða. Hef síðan þá gefið þessum leðurblökufjöndum gaum á kvöldin þar sem þær sveima um í hópum og skrækja.
Þeim finnst víst líka töff að gefa fólki hundaæði.
Ekki mér. Aldeilis ekki minn tebolli.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lugano er kúl...
Mig dreymdi í nótt að það var einhver manneskja sem bauð mér að fara, hvert sem er í heiminum, og ég fór beint upp í bíl og keyrði út á flugvöll, ... á miðri Reykjanesbrautinni tók ég upp símann, hringdi í Icelandair og sagði: "Einn miða til Lugano takk!" .. hehehe þetta var ansi skemmtilegt, .. enda eru draumar til þess eins að rætast er það ekki? :o) amk. þeir skemmtilegu

Nafnlaus sagði...

Leðurblökur!!! ómæ!
Gugga Lopez

Nafnlaus sagði...

Þú heyrir ekkert hljóðin sem leðurblökurnar gefa frá sér er það? Það eru víst ekki allir sem nema þessi hátíðnihljóð en ég hef heyrt slæmar sögur af þeim :S

Nafnlaus sagði...

Jáááá Vala! Koma?
Tja, Hildur..þú segir nokkuð, þetta hef ég líka heyrt. En þær skrækja nú samt..hmmm, skrítið.
Ms Lopez, ó já! við erum að tala um hardcore stöff sko :)

Nafnlaus sagði...

Sissú það gæti verið að þú sért ein af þeim fáu (óheppnu) sem heyra hljóðin í leðurblökunum.. hvur veit!?

Nafnlaus sagði...

Sæl Sissú mín!

Hvernig er lífið af fara með þig þarna úti? Annars er allt gott að frétta af mér og mínum kalli! Erum að drukkna í vinnu! Annars langaði mig bara að minna þig á kaffihúsaferðina sem við töluðum um.....bara svona þegar þú kemur heim um jólin:)
Hafðu það gott gamla vinkona

Nafnlaus sagði...

Jæja Sigurrós,...
hvar er bloggið með símanúmerinu ?
Það vill svo til að ég er AFTUR stödd á skrifstofunni og AFTUR ekki með símann ´minn... nú hefði verið sniðugt að blogga þetta símablogg sem ég talaði um .. humm....

Sissú sagði...

Hæ Hildur mín! Gaman að heyra frá þér! Já það er sko klárlega kaffihúsahittingur..eða allavega hittingur af einhverju tagi þegar ég kem heim um jólin! Ég er sko ekki búin að gleyma því :)