mánudagur, október 30, 2006

JIMINN EINI!

Get harla lýst ánægju minni á þessari stundu!

Sit hér fyrir framan fallega sjónvarpið mitt og sé að Grey´s anatomy er rétt um það bil að fara að hefjast á svissnesku sjónvarpsstöðinni SFzwei. Neinei ekki nóg með heldur fylgja þar á eftir Desperate Houswifes, Lost, House og Friends! Allir fallegu þættirnir mínir á einu bretti.

Ég fyllist söknuði því þetta er allt saman á þýsku! Sakna íslenska sjónvarpsins og HATA hreinlega að hlusta á þessa vini mína, sem ég þekki ó svo vel, haga sér bara allt í einu eins og ókunnugt fólk sem talar þýsku. Svo tala þau sko ítölsku og frönsku líka. Sérstaklega læknarnir í bráðavaktinni. Þeir kunna sko öll þessi mál, fer bara eftir því hvar maður hittir á þá.

Nema hvað..ég sit hér í makindum mínum að lesa, með Susan í despó eitthvað að væla á þýsku í bakgrunninum þegar ég rek mig í fjarstýringuna og skyndilega fer hún að tala við mig á ENSKU! já á ensku segi ég! Ég get svo svarið það!

Ég hef uppgötvað töfratakka á fjarstýringunni minni sem merktur er MTS og lætur fólk tala ensku! VEIIIII!

Sjaldan hefur jafn smávægilegur hlutur glatt mig jafn mikið :)
Reyndar virkar þetta bara á sumum stöðvum og yfirleitt eru þeir að sýna þætti sem búið er að sýna heima og ég hef nú þegar séð....but still!

Vei, vei, vei! Held barasta að ég afþakki allar jólagjafir í ár. Ég mun alveg lifa á þessu langt inn í næsta ár :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heppilegt að rekast svona í fjarstýringuna :) Ég samgleðst þér í þessu, skil þig svo vel! Ekkert verra en að horfa á "dúppaða" þætti.. heitir þetta ekki annars eitthvað svolis :)

Nafnlaus sagði...

jú jú :) Allt döbb er af hinu illa!

Nafnlaus sagði...

fari allir döbb h*rulingar fjandans til og brenni í heitasta helvíti !! ( þetta orðbragð var í boði Sissú, af henni lærir maður margt fallegra orða ;o) )

Annars þá samgleðst ég þér mjög elsku Sissú mín, fékk svo eftirminnilega að verða "vitni" í gegnum msn að þessum undrum og stórmerkjum fjarstýringarinnar þinnar , hvað varstu annars raunverulega að reyna kalla fram?? MTS?? Manny The Stripper?!?! grunti ekki gvenólín! :D

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég skil þig vel...er að fylgjast með ævintýri þínu í Sviss;)

Nafnlaus sagði...

Ohh hæ Maggý sæta! Long time no see! Gaman að heyra frá þér stelpa :)