sunnudagur, október 01, 2006

Dolce vita

Hitti eina Ameríska hnátu í kveld sem er að fara í sama skóla og ég. Hún er frá Wisconsin blessunin og heitir Ingrid. Voða svona skandinavískt, enda á hún ættir að rekja til Noregs og er anti-Bush. Okkur á eftir að semja ágætlega held ég....og vona. Við ætlum eitthvað að kíkja á húsnæðismál á morgun og reyna jafnvel að leigja íbúð saman með einhverjum þriðja aðila. Agalega spennó.

Annars er bara allt við sama. Mikill hiti og mikill sviti. Pizza í hádeginu og lasagna á kvöldin. Ljúfa lífið í hámarki og ítölskunámskeið að hefjast í fyrramálið!

Ég er búin að taka fullt af myndum en virðist bara með engu mótið geta límt þær inn á þetta blogg. Gerir mig doldið pirró, en ég er að reyna að komast yfir það....spurning um að skipta um síðu? Ekki viss um að það gangi eitthvað betur annarsstaðar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vonandi finniði íbúð og þriðja aðila saman :)
Úff.. öfunda þig af hitanum.. hér er kalt eins og vanalega. Ég er strax farin að hlakka til páskanna :)
Bið þig vel að lifa... haltu bara áfram að reyna við myndirnar, þetta er bölvað vesen á mörgum síðum :/
knus

Nafnlaus sagði...

já ég held að það sé best fyrir þig að búa til svona sér myndasíðu og setja svo link á hana frá þinni síðu. Já það var annars drullukalt í dag BRRRRR..