þriðjudagur, október 24, 2006




Guð minn góður! Held barasta að ég hafi aldrei á ævinni þjáðst af annarri eins heimþrá...kemur soldið aftan að mér satt best að segja....sjitturinn titturinn hvað þetta tekur á! Úff...

Ohhhh....Ísland! Aldrei aftur skal ég hallmæla þér, á nokkurn hátt. Þótt Paris Hilton yrði forseti og friður 2000 forsætiráðherra! Þótt að við færum í stríð við Færeyjar og mundum éta allar hrefnur þessarar jarðar. Þótt við mundum flytja flugvöllinn til Borgarfjarðar-Eystri og fá
Skítamóral til að semja nýjan þjóðsöng! Þá yrði Ísland samt best í heimi!
Ég er að hugsa um að mála herbergið mitt hérna í fánalitunum, raka svo af mér hárið og fá skaldarmerkið tattúerað á hausinn, hvað finnst ykkur um það?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æj krútt,þetta batnar...í alvöru! Þegar skólinn byrjar hefurðu allt í einu svoooo mikið að gera og kynnist nýju og skemmtilegur fólki.
Hugsa til þín og sendi þér stórt knús!!!

Sissú sagði...

Æi takk, sæta krúttísprengjan þín!

Nafnlaus sagði...

hahahaha snilld. Ég skil svo vel hvernig þér líður og vil ekkert meira en hafa þig hérna á klakanum. En þú verður að þrauka, þetta á eftir að batna um leið og skólinn byrjar og þú ferð að kynnast fleirum. KNÚS OG KOSSAR

Nafnlaus sagði...

Eins og þær segja.. þetta mun batna :) Er maður ekki alltaf einmana og með heimþrá svona fyrst í útlandinu þar sem maður þekkir engann.. Þetta kemur allt saman :) En maður losnar aldrei alveg við að fá heimþrá..
Knús

Nafnlaus sagði...

En þú ert samt bara hress að öðru leiti!! :)

Nafnlaus sagði...

Þetta líður hjá Sissú mín. Tíminn læknar víst öll sár og allt það.
Fékk allt í einu mikla heimþrá um 2-3 mánuðum eftir að ég flutti til Noregs og var að berjast svolítið við sjálfa mig í smá tíma , .. svo þegar kom að því að flytja heim tveim og hálfu ári seinna, vildi ég helst ekki fara bara .. humm....
Þetta hlýtur að batna þegar þú hittir Bebbalingana á ný eftir ekkert svo langann tíma... ;)

Nafnlaus sagði...

Sælar

Ég rakst á bloggið þitt þegar ég var að google eftir upplýsingum um borgina Lugano en ég hafði einmitt hugsað mér að fara í sama skóla og þú næsta haust. Ég var að velta því fyrir mér hvort að ég mætti nokkuð senda þér mail og spurja þig nokkura spurninga um skólann og borgina? (mitt mail er kristjana02@ru.is)

Kv.

Nafnlaus sagði...

Ju alveg endilega, bara fire away! Meilid mitt er sissu81@hotmail.com :)