fimmtudagur, október 26, 2006

Allt á uppleið þessa dagana!



Þá er ég búin að fá út úr prófunum tveimur og ég náði! Sjúkket sko..veit ekki alveg hvort ég hefði verið nógu stabíl til að höndla eitthvað annað :)

Svo var annar tíminn í Organization í dag og gekk líka bara svona ljómandi vel! Gæinn sem kennir þetta er afar hlynntur aðferðinni "learning by doing" og þolir eiginlega ekki að þurfa að vera sjálfur að tala í tímum. Við fengum að finna fyrir því strax í dag.

Bekknum var skipt upp í átta hópa og átti hver hópur að gefa "fyrirtækinu" sínu nafn og síðan að úthluta öllum meðlimum hópsins ákveðna stöðu, einn var CEO, annar sá um quality management, þriðji um marketing o.s.frv. Við skýrðum fyrirtækið okkar X-Avers...töffarar, i know!
Anywhos, öllum hópunum var útvegað material sem samanstóð af 30 plaströrum, einni teip rúllu, skærum, einu pappablaði og smá spotta af snæri. Með þessu efni áttum við svo að hanna eitthvað "tæki" sem kæmi í veg fyrir það egg brotnaði, væri það látið falla úr ca. tveggja metra hæð.

Þetta var nú aldeilis hressandi get ég sagt ykkur. Fyrst byrjaði brainstorming, svo var farið í það að framkvæma hugmyndirnar og átti síðan hver hópur að útbúa powepoint show og kynna nýju vöruna sína og að lokum var svo farið út í góða veðrið og varan testuð. Auðvitað þurfti þetta að virka. Alveg off ef að eggið svo brotnaði í tækinu!

Hvað haldiði? Auðvitað mössuðum við þetta svo rækilega að við unnum hin rassgötin :) Þóttum bera af í vöruhönnun, notagildi og bara almennum glæsileika...enda ekki við neinu öðru að búast :)

Verðlaunin voru svo fjörtíu frankar, þar sem allir hóparnir höfðu verið skikkaðir til að leggja fram fimm franka í byrjun verkefnis...og eins og maðurinn sagði winners take all!!

Hehe, þannig að ég fór pínulítið ríkari heim í dag...og að sjálfsögðu oggulítið glaðari í kjölfarið :)

Skemmtileg tilbreyting að hoppa úr sálfræðinámi sem hefur nú löngum verið talið svona heldur í þurrari kanntinum og svo út í svona flipp. Held bara að þetta verði hin fullkomna blanda hjá mér þegar yfir líkur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld...þú getur bara farið að taka þátt í "Nýjasta tækni og vísindi" og farið að keppa í þessu.

Sissú sagði...

Tótallí! Voru reyndar tveir verkfræðingar partur af hópnum mínum...huhumm! Gæti verið að þeir hafi eitthvað haft með þetta að gera :)

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra svona góðar fréttir af þér :) Þetta er greinilega allt í rétta átt! Til hamingju með sigurinn... en hmm.. fyrir svona lúða í gjaldeyrisdóti.. Hvað eru 40 frankar mikið í ísl. kr ? :)

Sissú sagði...

40 frankar eru nú enginn fjársjóður..kannski svona í kringum 2500kr ... En við getum allavega pantað okkur pizzu fyrir auðinn :)