mánudagur, október 16, 2006

Balance shit!

Ææææææ hvað það er nú bara hressandi að fá svona bókfærslugusu í andlitið eftir ca. sex ára hlé frá þeim fjanda!

Var að byrja á undirbúningsnámskeiði í hagfræði og bókfærslu í dag og verð nú bara að viðurkenna að það var bara nokkuð refreshing að rifja upp þessa gömlu verzló takta, eftir fjögur ár af heví dútí sálfræði sulli...

Ítalskir kennarar í báðum fögum, sem kenna á ensku... með misjöfnum árangri.
Það tók mig tildæmis soldinn tíma að átta mig á því hvaða "balance shit" þetta væri sem hann Guiseppe bókfærslukennarinn minn var stanslaust að minnast á. Hélt kannski að þetta væri ítalski mátinn til að vera svalur...eins og þegar við segjum "dæmið" eða "draslið" eða "dótið" um hluti....eða þá að þetta væri bara mega pirraður gaur sem væri greinilega ekki að fíla þetta balance shit...þangað til hann tók upp tússinn og skrifaði á töfluna stórum skírum stöfum: BALANCE SHEET!....aha! lightbulb moment fyrir mína :)

Jesss sör! Tvö próf á fimmtó og tvö á föstó og þá er ég góð....allavega svona mestmegnis, þangað til skólinn byrjar í næstu viku :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er mjög gaman að fikra sig í gegnum svona "öðruvísi" framburð! Getur oft á tíðum verið ákaflega áhugavert og valdið misskilningi :) Snilld.. balance shit :)

Nafnlaus sagði...

aaaahaaa Sissú , ítalir eru snilld og hver veit nema það verði lítil ný ítalablanda við jólaborðið jólin 2007 , you think ? .... anyways , þessi saga minnti mig á hreinasta snilldarítala sem við heyrðum í hér um árið , .. en hann er að finna hér; http://nemendur.ru.is/matthildurvp02/italian.mp3

Nafnlaus sagði...

Ok vá hversu fyndið er þetta ... gott dæmi um það sem Sissú nefndi í færslunni.. sheet=shit
Anyways..

Nafnlaus sagði...

HAAAAAHAHAHAHAAAHHHAA! Vá Vala, ég var sko búin að steingleyma þessu djóki :) Ó mæ lord!Þegar þú spilaðir þetta fyrir mig á sínum tíma þá var ég sko engan vegin að gera mér grein fyrir því að þetta endurspeglaði raunveruleikann bara fullkomlega! Ótrúlegt. Meirasegja sama shit/sheet dæmið og alles...

Nafnlaus sagði...

hahahaha....brilliant! Og það besta er að ítalirnir halda svo í alvöru fram að þeir geti talað ensku! Einmitt,mhm,right:)