þriðjudagur, október 30, 2007

Wunderbar!




Fékk þau Jones og Briem í heimsókn til mín síðasta fimmtudag. Heldur betur hressilegt. Dagskráin var þétt í þessu fjögurra daga stoppi þeirra og var túristast, verslað og djammað...ekki endilega í þessari röð. Á föstudagskvöldið var farið á Kulörbar sem eitt sinn var mér kær, en hef ég nú snarlega skipt um skoðun. Stóra kápumálið kom nefnilega upp umrætt kvöld þar sem starfsfólki fatahengisins tókst að týna nýju kápunni og sendu mig út í frostuga kaupmannarhafnarnóttina á stuttum kjólnum einum fata. Málið er enn óleyst. Annars voru þau bara hin prúðustu þau Briem og Jones og með söknuði í hjarta sem ég kvaddi þau á Amagerbro lestarstöðinni þegar leiðir okkar skildust. Tími fyrir mig að snúa aftur í ghettóið þar sem ég er best geymd og tími fyrir þau að snúa aftur heim til föðurlandsins.

Uppgötva svo í gærkvöldi að þau höfðu í misgripum pakkað skóladagbókinni minni niður og flutt hana með sér til Íslands, sem var sérdeilis óhentugt fyrir mig þar sem LÍF mitt er í þessari bók og ég er algjörlega lömuð án hennar. Missti af enn einum tímanum í morgun sökum þessa og vona að hún sé nú í þessum töluðu orðum einhverstaðar yfir atlashafinu á ljóshraða á leiðinni aftur til mín. Annars get ég bara pakkað niður og farið heim.

Úff, ritgerðarskrif í dag, Halloween partý á morgun og Oslo-krús á föstudaginn. Það rofa ekkert til í dagskránni hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhhh mig langar aftur til þín..það var svooo gaman :)