þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Suit up!




Svo dagurinn í dag fór ekki alveg eins og á horfðist. Hafði hugsað mér að vakna kl níu og koma mér út á labb (The lab, fyrir þá sem ekki skilja... aðstaða okkar mastersnema fyrir göfugar jafnt sem ógöfugar pælingar)og tölvast eitthvað þar fram eftir degi. Þurfti að semja thesis proposal fyrir hann Prof. Snehota minn, sem hefur samþykkt að súpervæsa ritgerðina mína, búa til Cover letter fyrir atvinnu umsóknir, senda email hingað og þangað, prenta út haug af stöffi, lesa upplýingar frá Credit Suisse og undirbúa mig fyrir Kick-off fundinn sem er á fimmtudaginn....og svona mætti lengi telja. Var sumsé með fullbókaðan dag í huganum. Sá fyrsti í langan tíma.

Nema hvað, ég byrja daginn á því að slökkva á vekjaraklukkunni kl. níu, leggja höfuðið aftur á koddan og fá mér smá lúr. Svona eins og þriggja tíma lúr. Hvað? Það þarf smá aðlögunartíma til að koma sé úr frí gírnum. Vakna klukkan tólf og kem mér í gang, tilbúin í harkið, enda útúr sofin. Sé þá email frá einni úr CS hópnum mínum, þar sem hún er að brýna fyrir okkur klæðaburð okkar á yfirvofandi fundi með Credit Suisse fólkinu í vikunni. Þetta hafði víst eitthvað verið tekið fyrir hér á fyrsta fundinum útí skóla með prófessorum og nemendum, sem ég náttlega missti af sökum ferðaóhappadagsins mikla, sem gerði það að verkum að ég mætti til landsins tveimur dögum síðar plan mitt sagði til um.

Þessi stelpa var greinilega eitthvað að hafa áhyggjur af því að við mundum mæta eins og einhver ómenni á þennan fund vildi helst bara að yrðum öll í stíl. "Eins og alvöru teimi". Very Professional Business Suit voru orð dagsins. Professional Business Suit!! Einmitt. Ég er einmitt svona dragtarkona eins og flestir vita og því hljómaði þetta bara eins og rósarblaðavindur í eyrum mér, þar sem skápar mínir eru barmafullir af business drögtum. Business drögtum, brúðkaupsdrögtum, skóla drögtum, work-out drögtum. Bara name it. Dragtir dragtir dragtir. Það er ég. Tæplega.

Nei ég var svo tæp á þessari vigt þegar ég pakkaði niður fyrir þessa ferð að ég er ekki einusinni með eitt par af háhæluðum skóm með mér. Stuttermabolir, gallabuxur og skærar joggingpeysur er uppistaða fataskápsins þessa önnina....enda átti þetta að vera utlimate casual önnin mín! Hvað varð um þau plön?? Stuttbuxur og bleikir sumarkjólar ég mun sakna ykkar. Ég var greinilega ekki að átta mig á að þetta verkefni yrði svona fullorðins.

Þessi líka svakalegi, og sem átti að vera afkastamikli, vinnudagur var því blásinn af í skyndi og skörp beygja tekin til hægri oní bæ í leit af business suit!

Mér finnst gaman að versla föt, en að versla föt sem drepa glaða sálu mína er minna skemmtilegt. Ég endaði að sjálfsögðu í H&M þar sem ég lagði mig alla fram við að reyna að finna eitthvað þolanlegt, sem ég mögulega gæti notað við einhver önnur tækifæri heldur en í samskiptum mínum við Credit Suisse fólk. Má segja að það hafi tekist af vissu leyti. Allavega verð ég heitasta gellan í jarðarfarapartýum næstu ára, svo mikið er víst. Svart, hrikalega svart plein dress. Öskrar það ekki "fagmaður"? Ég ætla rétt að vona það, því ég var farin að sjá eftir því að hafa ekki gripið flugfreyju júniformið með mér út. Útiloka ekki að svo hefði farið hefðu þessar aðstæður svo mikið sem hvarflað að mér.

Flugfreyjubúningur uppfyllir öll þau skilyrði sem prófessional galli gæti mögulega þurft að uppfylla...enda fyrir löngu búið að sjúga allt kúl úr því átfitti. Klúturinn hefði svo bara verið svona hress punktur yfir i-ið.

Jæja, verður gaman að sjá hvernig hitt liðið dressar sig upp. Þau verða bara að láta sig hafa það þótt ég verði ekki eins og spýtt út úr nösinni á þeim á þessm fundi (sem ég veit svosem ekkert um). Þetta voru aldeilis nógu dramatísk fatakaup fyrir mig, án þess að ég fari að bæta gráu ofan á svart með því að láta stjórnast af hugmyndum austurevrópskra kvenskörunga um hvað sé inni og hvað sé úti í heimi fata og stílisera mig í takt við þá staðla. Það hefði nú alveg gert útslagið.

Mér á eftir að líða eins og einhverju nafnlausu skrifstofudýri í þessum galla, en svona er víst lífið að loknum skóla hjá okkur fullorðins bransafólkinu. Það er ekki hver þú ert sem blívar. Nei krakkar mínir, það er hvað þú ert sem skiptir máli.

3 ummæli:

Stjáni sagði...

Sæl Sigurrós, gott að heyra að þú komst í heilu lagi til Lugano. En ég get nú ekki tekið undir þetta hjá þér. Það skiptir klárlega meira máli hver þú ert...

The teeny tiny turtle sagði...

Já Bingó,það finnst mér sko líka. En ef þú ert lítið hippadýr innvið beinið sem borðar tófú, málar landslagsmyndir í frístundum, ferð í spútnik til að versla vinnugallann og telur deodorant vera eitt stórt corporate samsæri, þá held ég Credit Suisse eyði ekkert aaalltof löngum tíma í að reyna að kynnast þínum innri en samt NB! hrikalega klára manni. Þá er etta spurning um að skella sér í grímubúninginn. Ekki það að ég sjái mikið af sjálfri mér í ofangreindri persónusköpun, haha. En fyrir þessi hypothetical hippadýr hlýtur lífið að vera erfitt...just saying :)

Nafnlaus sagði...

Þú verður að mæta með NÝJU MYNDAVÉLINA og taka mynd að hópnum í outfittinu og ekki gleyma að taka mynd af þér í nýja dressinu. Það væri ekki leiðinlegt að sjá þennan myndalega hóp.