föstudagur, desember 08, 2006

Það virðist bara ekki ætla að hætta að rigna. Búin að vera dembandi rigning núna í fjóra daga og von mín um að sjá jólasnjó hér áður en ég fer heim fer minnkandi. Þetta er samt ekki svo slæm rigning. Voðalega útlensk. Ég kýs útlensku rigninguna fram yfir þá íslensku any day. Hér er hún nefliega lóðrétt. Það er víst þannig sem rigning á að vera... Maður skellir bara upp regnhlífinni og þá er maður í góðum málum. Rigning og blankalogn. Svolleiðis á þetta að vera.
Þyrfti að reyna að rétta þessa íslensku rigningu við og hífa hana upp úr lárétta gírnum...þá væri hún kannski ekki svo slæm.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þín orð í guðs eyra! Það rignir einmitt lárétt hérna þessa stundina, ekki sjéns að einu sinni láta sér detta í huga að draga fram regnhlíf!
Bjó til jólakonfekt í gær með múttí, býð það í skiptum við sörur:)

Nafnlaus sagði...

hæ sæta!
er einmitt að vinna núna (og í nótt) og við vorum endalaust að senda slökkvilið út til að dæla vatni úr kjöllurum og íbúðum fólks hér á höfuðborgarsvæðinu!!! Það gerði nefnilega crazy veður hérna og allt í tómt tjón:) Nóttin leið þó helvíti fljótt:)

Nafnlaus sagði...

Bara allt að verða vitlaust á klakanum...ég frétti af þrumuveðri!

Nafnlaus sagði...

Það var hellingur. Ég er búin að reyna lengi og mikið að komenta á síðuna þína. Bara láta þig vita að ég væri að njóstna annaðslagið og fylgjast með. Hvernig gengur annars ítalskan. Sai parle italioano, capiti toto o.s.fr. ekki það að ítölsk málfræði og stafsetnig er ekki til að hrópa húrra fyrir hjá mér. Hafðu það allavegana gott og skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Nei sælar Katrín Klara..og takk fyrir kvittið :) Alltaf gaman að vita hverjir reka inn nefið. Ítalskan mín situr aftur á móti á hakanum og er eiginlega bara ekki til staðar...tala allir ensku og allt það...en sjáum hvað setur.
Gaman að heyra frá þér sæta :)