þriðjudagur, september 19, 2006

Heimilislaus flækingur!


Það lítur allt út fyrir að ég muni þurfa að líma tjaldið við bakið á mér áður en ég yfirgef landið.
Sex dagar í brottför og ég er ekki einusinni nálægt því að finna húsnæði!
Verð heppin ef ég get fundið sætan gám sem ég get innréttað huggulega. Nú eða ef ég dett niður á svona rúmgóðan pappakassa. Verður kannski soldið challenge að útbúa lestraraðstöðu í honum, þykkar bækur og svona, þið vitið, en hver veit nema ég fái að hanga á bókasafninu yfir daginn.
Já, svei mér þá ef það eru ekki bara glæstir tímar sem bíða manns!

Ætli Svisslendingar séu góðir við róna og flækinga? Gefi þeim súkkulaði og svona. Vona það. Best að fara að setja sig í stellingar. It´s a dog eat dog world.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ég ánægð með Sissú mín :) Þetta blogg lofar góðu og ég heiti því hér með að kommenta á bloggið þitt eins oft og ég get... en þá verður þú líka að vera dugleg og kommenta hjá mér!!! Díll?
Hlakka til að sjá þig á morgun :)

Nafnlaus sagði...

Þetta líst mér á stelpa! Tótallí díll :)