þriðjudagur, janúar 16, 2007

Misskilningur

Stundur getur verið ótrúlega gaman í skólanum. Sérstaklega þegar tungumálaveggir gera samskipti á milli nemenda nánast ómöguleg á tímum.

Ég var eitt sinn á þeirri skoðun að hópaverkefni væru af hinu illa, en nú er tíðin önnur. Ég hef áttað mig á skemmtanagildi slíkrar iðju.

Markaðsfræðiverkefni í morgun gekk erfiðlega. Þar er ég í hópi með þremur stelpum, ein frá Kína, ein frá Víetnam og ein frá Búlgaríu og svo einn strákur frá Þýskalandi (sem endar allar setningar á "please"). Naumast kurteisir þessir þjóðverjar:

K: Why don´t we just have a tree that goes straight from the center to the amusement park?
Ég: A tree?
K: Yes, Yes, Trees!
Ég: You mean like.....a plant....tree?
K: Yes TREE! A tree that could go between the two places without any stops.
Ég: Do you have that sort of thing in China?... Cause I´ve never really heard of anything like it..... Ohhh! You mean a train?
K: Yeeeees a treeeee! I also think we should change the fingers in the powepoint slides.
Ég: Say what?
K: We should change the fingers!
Ég: hmmmm....ok....so you want to change the...the fingers?
K: Yes, yes! The fingers !The FINGERS! (Bendir á tölfræðiútreikninga okkar)
Ég: Aha! The figures. Not a problem.
V: And maybe the company´s...... ..
(B grípur fram í, alveg vel brjáluð!)
B: Do not talk to me about communism!......

Á þessum tímapunkti ákvað ég bara að halla mér aftur og fylgjast með hvernig þetta samtal gæti mögulega endað. Ætlaði ekki einusinni að reyna að leiðrétta þennan misskilning.....

Þ: Can we move on, pleaze?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahaha það er semsagt agalegt stuð í hópavinnu í þínu skóla ;)

Nafnlaus sagði...

hihihi það er alla vegna stuð hjá þér skvísa:)

En mikið sem ég væri til í að kíkja með Hildi í heimsókn til þín..... en ef þú lest bloggið hjá mér þá skiluru af hverju ég kemst ekki! Miss you so much

Nafnlaus sagði...

HAHAHA, snilld..... Alltaf gaman af þessum útlendingum :) Annars óska ég þér til hamingju með daginn um daginn, betra seint en aldrei!!

Nafnlaus sagði...

Snilld