miðvikudagur, maí 30, 2007

Sjitt, bara þrjár vikur eftir af skólanum áður en upplestarfríið dembist yfir mann. Próftaflan mín þessa önnina lýtur svona út:

3. júlí: Corporate identity and image
4. júlí: Integrated marketing communication
9. júlí: Consumer behavior
9. júlí: Issues and Crisis management

Jújú, þeir státa sig af því að skella tveimur prófum á mann sama dag hér í Sviss. Ljómandi!

13. júlí: Public Affairs
16. júlí: Investor relations
18. júlí: Sponsoring and event management

Og svo verður bara flogið heim í Íslensku veðurblíðuna þann 26. júlí.

Annars er það helst í fréttum að SFzwei heldur áfram að bæta við glæsta næntís dagskrá sína. Hver man ekki eftir Quantum Leap og Murder she wrote? Nýjasta viðbótin í safnið... Twin Peaks! Sissú tíu ára, föstudagskvöld, prins og kók og Laura is missing! Those were the days. Táslurnar mínar eru í ruglinu og virðast bara ekkert ætla að jafna sig eftir þá hryllilegu meðferð sem eigandinn lét ganga yfir þær í fluffunni seinasta sumar. Þarf sko að hafa fótakonur á standby á leifstöð þegar ég lendi. Og síðast en ekki síst,Lido er opnað.

Annars stend ég í útistöðum hér við mann og annan þessa dagana í þrálátri baráttu fyrir "hagsmunum" mínum. Nýji andstæðingurinn er herra Lurati nokkur, sem er skorarformaður hér. Búin að eyða ófáum mínútunum í að reyna að sannfæra þann mann um að ég þurfi ekki að taka tölfræðikúrsinn hér á fjórðu önn. En ekkert fær honum bifað. Seinasta vopnið mitt var hádramatískt bréf sem ég var viku að semja og lesa yfir, bæta við, lesa aftur yfir, endurskoða, endurorða, stroka út og bæta við. Ætlaði sko að hafa rökin alveg á hreinu og áheyrslurnar á réttum stöðum. Ég á eftir að fá svar, en ef hann gefur sig ekki bölvaður, þá þýðir það ég mun þurfa að eisa þetta helv. tölfræðipróf þegar að því kemur, eftir allt þetta tal mitt um hversu fáránlega mikill tölfræðisnillingur ég sé!
Hefði kannski ekkert átt að vera að velta þessum steini......eheheehe.

En fyrst ég er byrjuð á þessu rugli þá verð ég víst að fylgja því eftir og ef ég tapa stríðinu, þá verður það einu prófi fleira sem ég þarf að lesa fyrir uppá eigin spítur yfir næstu jól. Fórnarkostnaður skiptinemans, en klárlega þess virði. Sýnist á öllu að önnurhver manneskja verði fjarverandi hér á næstu önn. Holland, Kína, Spánn, USA, Danmörk... Einhvert skiptinemaæði að grípa um sig. En mín yndisfagra Kaupmannahöfn bíður mín í ágúst með tívolí, strikið, smörrebröd og vonandi bara allan pakkann!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Thank god fyrir prófmánuðinn maí segi ég nú bara! En þú massar þetta eins og þér einni er lagið!
Svo er það bara djammmánuður hér heima... og Köben tekin með trompi síðustu helgina í ágúst :)

Nafnlaus sagði...

Jeijj...mig er farid ad hlakka til Hildur! Vantar bara ad tu ad beilir a Aarhus og takir Koben a tetta alla leid :)

Nafnlaus sagði...

Hey Sissú, þú skalt nú byrja á því að koma heim og taka eina eða tvær útilegur með mér Singu, Andra Degi og öllu hinu liðinu í sumar. Svo verður þú að taka vel á móti Singu þegar að hún kíkir á þig í köben næsta haust! Er samt ekki viss um að Singa þurfi að fara í H&M þá við misstum okkur aðeins í Lux og Þýskalandi. En það má nú reyndar alltaf missa sig í H&M!

Nafnlaus sagði...

Djöfull skal ég taka vel á móti henni! Það mun sko fara í sögubækurnar ég tek svo vel á móti henni herra Kristján :)