föstudagur, mars 07, 2008

Ekki beint hughreystandi....

þegar mbl.is segir mér að ekkert vit sé í að flytja til Íslands á þessum síðustu og verstu tímum.

Hvað sem þú gerir, haltu þig fjarri heimahögum. Sem stendur ert þú ekki velkomin hér. Flakkaðu um heiminn, týndu niður móðurmálinu, misstu öll tengsl við landann ef þess krefur, safnaðu námslánum; en umfram allt sýndu þolinmæði. Við munum svo hafa samband þegar við höfum séð villu okkar vega og farið að snúa við blaðinu.
Kv, Landið þitt.

Gawd, hversu niðurdrepandi er þetta ástand?! Mjög, er svarið.

Þetta gerir lítið til að afsanna þá staðreynd að Ísland er klárlega ekki besta land í heimi. Vona það séu fáir þarna úti sem ennþá lifa í þeim ljúfa blekkingaheimi.

7 ummæli:

Stjáni sagði...

Sigrrós mín, þú getur búið til allskonar grímur um Ísland. En þetta er miklu frekar held ég einhver óskhyggja hjá þér??

Ísland er best í heimi, þó að tímabundin leiði eftir lægðir óveður og mikla snjókomu setji mark sitt á einstaka manneskjur.

Síðust tvær bloggfærsæur hjá þér gefa það til kynna að þér finnist Lugano æðisleg og Ísland EKKI æðislegt. En ég held nú að því sé öfugt farið, en það er bara mín skoðun. Enda er líka svo að þó að staðirnir geti verið æðislegir þá verður maður að hafa einhvern æðislegan með sér til þess að njóta þess í botn.

Sissú sagði...

Verð að viðurkenna það Kristján að ég skildi ekki þetta komment frá þér.

Óskhyggja hjá mér? Um hvað þá? að Ísland sé ekki best í heimi? Uh nei, ef ég hefði óskhyggju þá mundi ég nú miklu frekar óska þess að það væri raunverulega best í heimi.

Og "hafa einhvern með sér til að njóta þess í botn"? Á íslandi þá eða? Er ég þá ekki að njóta íslands vegna þess að ég "hef engan með mér" þar? Hvað þá með allt það fólk sem ég á að á íslandi? Er það kannski ekki tekið með?

Ég er ekki að segja að ísland sé alslæmt. Alls ekki. Margt mjög gott á íslandi, en líka svo margt miklu betra annars staðar. Ísland er fínt en langt frá því að vera best í heimi.

Svo er það nú líka mín reynsla að þeir sem halda því fram að Ísland sé best í heimi eru þeir sem ekki hafa upplifað annan veruleika og eru því að mínu mati ekki dómbærir.

Hvernig er hægt að halda því fram að mars sé best í heimi ef þú hefur aldrei prufað snickers? Eða twix, eða milkiway, eða kitkat, eða.....og svona gæti ég haldið áfram endalaust.

Stjáni sagði...

Sigurrós mín þetta var nú ekki flókið komment hjá mér. En ég skal útskýra það ítarlega hér.

Varðandi óskhyggjuna þá var ég einfaldlega að segja það að vegna þess að þú ert stödd í Lugano en ekki á Íslandi þá setur þú dæmið upp þannig að Ísland sé ekki jafn góður staður og Lugano til að vera á, allaveganna ekki núna.

Ég var ekkert frekar að tala um Ísland en einhverjar aðra staði. Ég benti bara á það að æðislegir staðir eru ekkert svo æðislegir ef að maður hefur engan til þess að njóta þess með manni. Þó að vissulega séu nú undantekningar þar á.

Þér finnst margt miklu betra annarsstaðar en á Íslandi. Það getur verið að einstaka tilbreyting sé góð en til langstíma litið þá eiga fáir staðir séns í Ísland. Þá er ég að tala um Ísland en ekki bara Reykjavík. Þú talar um að þeir sem hafa ekki upplifað annað en Ísland séu ekki dómbærir. Ég vil nú benda á að landið okkar bíður upp á svo miklu meira en höfuðborgina. Að fara hringinn og sjá alla þessa staði er einstakt. En það vita bara þeir sem hafa prófað. Það er of mikið af fólki sem að dæmir Ísland út frá Reykjavík eingöngu.

Varðandi þessa skemmtilegu súkkulaðistykkjapælingu þá hef ég smakkað ógrynni af súkkulaðitegundum og farið víða. Þó að þú hafir kannski verið lengur að borða þín stykki þá hef ég líka smakkað þónokkrar tegundir og þetta er oftar en ekki sama sullið.

Ísland sker sig klárlega úr og það toppar fátt gott Nóa páskaegg eða Freyju Draum!

En af einskærri forvitni spyr ég hvað er svona mikið betra annarsstaðar?

Sissú sagði...

Já kannski mikið af fólkið sem dæmir Ísland eingöngu út frá höfuðborginni. Óheppilegt að ég skuli ekki tilheyra þeim hópi fólks, þar sem ég hef keyrt hringinn og ég hef stoppað í hverju einasta krummaskuði sem sem það hafði upp á að bjóða. Og jú það verður nú að segjast eins og er að þetta komment var nokkuð illskiljanlegt, annars hefði ég eflaust ekki verið að láta það vefjast fyrir mér til að byrja með.

Stjáni sagði...

Já við erum misjöfn eins og við erum mörg. Það verður nú samt gaman að fá þig heim aftur, ef að þú helst eitthvað á klakanum í það skiptið?

Sandra sagði...

Langar að kommenta en veit ekki alveg að segja þannig að ég kvitta bara hér með fyrir komunni ;)

Nafnlaus sagði...

Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in bat of an eye while tracking your customers.