laugardagur, febrúar 03, 2007

Grunaði ekki Gvend!




Eric Larsen, danski kennarinn minn með vömbina og lukkutrölla röddina, upplýsti okkur í byrjun annar um fyrirbæri nokkurt sem kallast "the BigMac Index" eða BigMac vísitalan.

Ég, verandi þessi nýgræðingur sem ég er, hafði aldrei heyrt minnst á þetta áður en fannst þessi BigMac vísitala þó nokkuð áhugaverð engu að síður.

Það er nefnilega þannig að ár hvert taka nokkrir spekúlantar sig til og mæla verðið á BigMac víðsvegar um heiminn. Þetta gera þeir til að sjá hvort eða hversu mikið hinir ýmsu gjaldmiðlar séu ofmetnir.

Umræðan í bekknum snérist á þann veg að BigMac í Noregi væri klárlega sá dýrasti. Ég hugsaði með sjálfri mér að þetta fáfróða fólk hefði nú greinilega ekki mikið vit á verðlagi í heiminum þar sem Ísland einfaldlega hlyti að slá Noreg út í þessum efnum.

Hvað sé ég svo í dag á mbl.is!

"Íslenska krónan er ofmetnasta myntin í heimi samkvæmt Big Mac-vísitölunni sem tímaritið Economist tekur saman. Vísitalan mælir verð á Big Mac-hamborgum víða um heim og samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar 131% hærra en það ætti að vera".

Hvað sagði ég!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehehe já Sissú mín , ... hvað segirðu vinan mín , vissirðu ekki af Big Mac vísitölunni ;) ? hvað er þetta, já þú ert nú kannski svoddan nýgræðingur í viðskiptafræðinni, ... EN upprennandi smjattpatti ertu góða besta.
Í næstu viku skaltu spyrja kennarann um Subway Staðalinn, og Búllu verðbólguna... ;)