þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Mosatöflur

Það held ég nú að íslensku álfa-vinir mínir yrðu trítilóðir!


Þetta finnst mér skrítið. Mosatöflur.
Og ekki bara hverskyns mosatöflur heldur mosatöflur gerðar úr yndisfögrum íslands mosa. Isländisch Moos Tabletten - Pastiglie di mushcio islandese - Pastilles a la mousse d´Islande.
Þetta fann ég í búðahillunum hér í Sviss.

Þeir segja þetta vera gegn kvefi og hálsslími en það stoppar mig ekki í að briðja mosatöflur í öll mál. Þetta geri ég ekki sökum hrakandi líkamlegs heilsufars, heldur lifi ég í þeirri sjálfviljugu blekkingu að smá mosi í blóðstreyminu geti mögulega bjargað mér frá þeirri lærdómsglötun og kleppsvistun sem annars bíður mín á þessum síðustu og verstu tímum. Man hreinlega ekki eftir því að hafa þjáðst af verri einbeitningarskorti en þeim sem hrjáir mig nú.
En ég er alveg klár á því að mosanum tekst að hressa upp á gáfurnar og geðheilsuna.
Er það ekki líka þannig að allt sem á einhvern hátt rætur sínar að rekja til Íslands er ógurlega hollt og gott fyrir mann? Svona eins og malt, lýsi, ópal, hrútspungar og Björk? Hressir bætir og kætir!
Annars er nú bara fæst mosalegt við þessar hálstöflur. Allavega uppfylla þær ekki ýmindaðar mosakröfur mínar. Meira svona dulbúinn lakkrískeimur.
En ég hef lagt sálarlíf mitt í hendur töframáttar mosans svo nú bíð ég bara eftir því að þetta fari að kikka inn á hverri stundu. Held að græna slikjan í andlitinu hljóti að vera merki þess.
Eða kannski ekki.
Ef til vill öllu líklegra að þetta fallega græna litarhaft sem ég skarta, hafi eitthvað með krónísku prófaógleðina að gera.....
No worries, föðurlandsmosinn reddar þessu.



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha aldrei hef ég heyrt um mosatöflur og samt bý ég á Íslandi

Árni sagði...

Ertu viss um það standi ekki made in Hong Kong á pakkningunum?!

Nafnlaus sagði...

Jones! Welcome! Já ég er nokkuð viss um það. Þetter bara made in Zurich sko :) Nú máttu fara að gera það að vana þínum að reka inn nefið hér kæri vinur :)