miðvikudagur, mars 21, 2007

Ferskt blóð

Það er fátt skemmtilegra en að kynna sig fyrir nýju fólki hér.
Ég fæ alltaf jafn innilega "ég er svo hissa" viðbrögð. Eins og Ísland væri það seinasta í veröldinni sem fólk hefði búist við að heyra. Ég gæti sagst vera frá Atlantis og ég fengi ekki jafn sterk viðbrögð.

Eftir miður skemmtilega reynslu mína af hópavinnu síðustu annar, þar sem á tímabili virtist sem önnur hver manneskja væri alveg vel trufluð á geði og óeðlilega tæp á taugum, ákvað ég að þessi mistök skildi ég ekki endurtaka á nýrri önn. Ég ýki nú kannski smá. Þetta var bara einn hópur sem var í ruglinu. Hinir voru fínir. En ég er semsagt búin að koma mér rækilega fyrir í nýjum og huggulegum hópum með nýju og huggulegu fólki. Engin öskur, engin frekju eða dramaköst, enginn með mikilmennskubrjálæði rekandi aðra hópameðlimi heim til sín og enginn að beita kúgunaraðferðum með hótunum um að segja sig úr hópnum.......uuuummm eða ekki ennþá allavega, eehehe. Sjáum til eftir tólf vikur af stanslausri samveru undir stanslausu álagi, hvernig staðan verður þá.

En maður lifir og lærir. Það kom líka berlega í ljós núna þegar þetta hópa prósess fór í gang á ný að sumir áttu í heldur meira basli skulum við segja, með að finna sér hóp, heldur en aðrir. Snýst bara um að vera næs. Engin rocket science að verki hér.
What comes around goes around, er það ekki alltaf þannig?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert svo mikið krúsa að það vilja allir vera með þér í hóp.... við vorum nú alltaf svo fjandi góðar í okkar hópaverkefnum:0)