mánudagur, mars 05, 2007

Sögur af skósmið II



Ég gleymdi alltaf að minnast á endalokin á skósmiðsævintýrinu mínu. Ef endi skildi þá kalla.
Það tók fjórar ferðir þangað niður eftir, þangað til þetta fór að virka. Eða svona semi virka. Gæinn var farinn að fá flótta augnaráð þegar hann sá mig nálgast. Hann virtist ekkert skilja afhverju bölvaður lykillinn var svona erfiður og pússaði og pússaði, bætti nýjum punktum hér og þar í hann, en ekkert var nógu gott. Svo í fjórða skiptið fullvissaði hann mig um að nú væri þetta komið. Eða svoleiðis skildi ég hann allavega.

En hann virkaði nú samt ekki þegar ég kom heim það skiptið. Ég lagði ekki í það að fara aftur til hans af ótta við að hann mundi bara bresta í grát, eða að ég mundi slá hann, svo ég fór að æfa mig. Komst að því að þarf að snúa lyklinum afar varlega og af mikilli nákvæmni, svo hann hleypi mér heim til mín.
Hefði kannski átt að hlusta á Viðar og fara til lyklasmiðs! Haha, grínistinn sá arna.

Núna stend ég alltaf úti í nokkrar mínútur og vinn mikla nákvæmnisvinnu í hvert sinn sem ég vil komast inn. Getur verið pínu óþægilegt, sérstaklega þegar nágrannarnir eru á vappi á sama tíma. Gamla ítalska konan við hliðina á, er ofsalega mikið fyrir að spjalla við mig. Hitti hana oft í lyftunni og henni er nákvæmlega sama þótt ég segi ekki neitt. Aldrei. Ég reyni ekki einu sinni að útskýra á ensku að ég tali ekki ítölsku, því að núna er það eiginlega orðið of seint. Ég bara brosi og kinka kolli. Ég er búin að hlusta á hana of oft og láta eins og við séum að eiga í samræðum að það yrði hálf vandræðalegt ef ég myndi eyðileggja það fyrir henni núna. Betra að hún haldi bara að ég sé ítali sem þjáist af þroskahömlun.

En ég veit ekki um neinn sem á flottari lykla!
Bíttar engu þótt þeir virki ekki. Snýst allt um kúlið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heheh...geggjað flottir lyklar