miðvikudagur, mars 07, 2007

Limbó

Jæja, nú er farið að styttast ansi hressilega í að næsta önn hefjist. Meira að segja búið að skikka okkur til að koma okkur í hópa fyrir eitt fagið og vera tilbúin með fyrirlestur í fyrsta tímanum. Þannig litla fríið dó eiginlega á því augnabliki. Ég náði nú samt að slaka ansi vel á. Búin að liggja yfir "Heroes", sem ég var heldur betur búin að spara mér á harða disknum mínum góða og svo bara sofa, lesa rusltímarit og borða súkkulaði og fransbrauð. Huggulegt ei? Horfði svo loks á Babel um daginn. Úff það er nú átakanlega myndin. En svakalega góð. Mæli með henni. Næstu helgi er svo inni í myndinni að skreppa til Feneyja ef veðrið verður gott þar. Spennandi að sjá hvort verður af því. Reikna með agalegum skemmtilegheitum þar!

En limbóið heldur áfram meðan ég bíð eftir að þrjár síðustu einkunnirnar berist. Tvær eru komnar nú þegar og gekk líka svona ljómandi vel! Ég get þetta bara vel!

Nú þarf maður bara að fara að spíta í lófana fyrir næstu önn. Þá bíða mín heldur meira spennandi fög, að mínu mati. Kjarnafögin mín samanstanda af Intergrated marketing communication, Issues and Crisis management, Corporate identity and image, Sponsoring and event management og Investors relations. Svo tók ég Public affairs og Consumer behavior í val. Þannig við erum að tala um sjö próf í júlí í fjörtíu stiga hitanum. Ef ykkur fannst ég væla núna, bíðið þá bara, ég hef sko ekki náð toppnum ennþá :)

Engin ummæli: