þriðjudagur, apríl 17, 2007

Ítalía er æði

Þá er familían horfin á braut og ég dottin oní skólann á ný, eftir svaka fína daga á Ítalíu. Ég fékk meira segja óvæntan leynigest með í för og hélt ég væri að sjá ofsjónir þegar fallegasta englabarnið hann Friðrik Máni gekk út úr lyftunni. Aldeilis skemmtilega óvænt það :)
Svo var bara fullt prógramm allan tímann, farið í Gardaland og Movieland, skroppið til Feneyja, Veróna og Mílanó og keyrt hringinn í kringum Gardavatn.

Nú eru allir skápar hjá mér fullir af íslensku stashi. Hangikjöt, flatkökur, harðfiskur, Malt, rúgbrauð, piparostur, silungur, smjörvi o.s.frv. Ljómandi gott bara.



Flottastur


Feneyjar



Gardaland



Dómkirkjan í Mílanó



Fallega fólkið


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur nú svolítið gaman af því að kyssa myndavélina!! En það eru nú ekki allir fethisar eins :)
Gangi þér nú vel í skólanum.

P.S. Við erum búin að fá afhenta íbúðina. Nú er bara að fara að mála og dunda sér, þó að ég sé reyndar líka að drukkna í verkefnum..... Gaman af því!